Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 2
af) allar byggingarframkvæmdir væru á þessum árum háðar ströngum leyf- um og fjárhagur samtakanna tak- markaður, var hafizt handa i bjartsýni og trú á framtiðina. Fljótlega kom þó á daginn, að framkvæmdum við bygg- inguna mundi miða hægt, ef tekjur sjó- mannadagsins einar ættu að standa undir framkvæmdunum, Var þvi horfið að þvi ráði, undir for- ystu Henrys, að afla leyfis stjórnvalda til happdrættis, er leiddi til þess, að Happdrætti DAS var stofnað. Henry var einnig formaður happ- drættisstjórnarinnar. enda vann hann manna mest að þvi að hrinda þvi máli i framkvæmd. Ég var einn þeirra, er á þessum árum vann nokkuð með Henry að þessum málum, og kynntist ég þvi betur en áður áræði hans og hversu mikil hamhieypa hann var til allrar vinnu. enda má segja. að hann hafi lagt nótt við dag til að koma þessum stórframkvæmdum i höfn. Eftir að happdrættið tók til starfa, var uppbygging dvalarheimilisins að mestu fjármögnuð af ágóða þess og er nú. sem alþjóð er kunnugt, risið i I.augarásnum i Reykjavik heimili aldraðra, er hýsir nú 450 vistmenn við þann aðbúnað, sem vart mun finnast betri annars staðar. Þetta stórátak sjómannadagssam- takanna mun algjört einsdæmi, og er þaö álit þeirra, sem bezt þekkja til, að hefði Henry ekki beitt sér fyrir stofnun sjómannadagsins og siðan fyrir hinum ýmsu framkvæmdum hans, þá væri Dvalarheimili aldraðra sjómanna ekki ennþá risið af grunni, og eiga þvi margir aldraðir sjómenn og sjó- mannskonur og einnig aðstandendur alls þessa fólks honum þakkir að gjalda fyrir þennan sérstaka dugnað hans og áræði, en oft átti Henry við ramman reip að draga, en hann gafst ekki upp. fyrr en takmarkinu var náð. 1 stjórn Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands átti Henry sæti frá 1942 og allt til dauðadags, ýmist sem ritari eða varaformaður. Frá 1944 til 1957 var hann einnig i stjórn slysavarnadeildarinnar Ingólfs i Reykjavik. Henry hafði brennandi áhuga á slysavarna- og öryggismálum sjó- manna, og kom það vissulega fram i öllu hans starfi hjá SVFl. Henry auðn- aðist að sjá margar af hugsjónum sin- um um ,aukið öryggi rætast, og hjá SVFI gafst honum einstakt tækifæri til að vinna að þessum hugsjónum sinum. Fljótlega eftir að Henry hafði lært loftskeytafræði, eða á árunum 1927 til 1928, gerði hann tilraunir með afllitlar radio-talstöðvar, sem hann smiðaði sjálfur, er sendu á hinum svokölluðu 2 bátabylgjum, en þessar tilraunir hans urðu hvati þess, að þessi öryggistæki voru siðar tekin i notkun. Henry ritaði margar greinar um áhugamál sin i blöð og tímarit. Hann var ritstjóri Firðritarans, timarits isl. loftskeytamanna, 1934—1937. 1 rit- nefnd sjómannablaðsins Vikings var hann frá upphafi, ritstjóri Árbókar slysavarnafélags Islands frá 1944, og ritstjóri Sjómannadagsblaðsins 1944—1959. Störfum Henrys og áhugamálum verða ekki gerð nein viðhlítandi skil i stuttri minningargrein. Til þess kom hann allt of viða við. Dugnaður hans og ómæld orka og áræði voru slik, að með ólikindum má telja, hversu mörgu hann orkaði að koma i framkvæmd, enda var vinnudagur hans bæði langur og strangur. Auk daglegrar vinnu hjá SVFI og umfangsmikilla afskipta af félagsmálum gegndi hann þeim starfa, i meira en aldarfjórðung, að svara kalli um aöstoð jafnt á nóttu sem degi. Má öllum vera ljóst, að þessi vaktstaða Henrys yfir 25 ár hefur valdið honum og konu hans ótöldum andvökunóttum. Henry var gæfumaður i einkalifi sinu. Hann kvæntist Guðrúnu Þor- steinsdóttur Michaels útvegsbónda i Álftafirði 27. febrúar 1932. Ekki ætla ég að reyna að lýsa þvi, hvernig Guð- rún reyndist manni sinum og stóð við hlið hans i bliðu og striðu til siðustu stundar. Sú saga verður ekki skráð, en þeim mun betur er hún kunn öllum þeim. er gleggst þekkja. Allt frá 1932 til 1958 bjuggu þau á Brávallagötu 4, en þá fluttu þau á Kambsveg 12, en þar hafði Henry þá byggt þeim fallegt ein- býlishús. og bjuggu þau þar siðustu 14 árin. Þau eignuðust 6 börn, tvær dætur og fjóra syni. en þau eru: Helga, gift Árna Hinrikssyni. framkvæmda- stjóra, Henry Þór. mælingafræðingur, kvæntur Gislinu Garðarsdóttur, Har- aldur. lögfræðingur, kvæntur Elisa- betu Kristinsdóttur. Hálfdán, stýri- maður, kvæntur Eddu Þorvaldsdóttur. Hjördis, gift Gisla Þorsteinssyni flug- manni, og Þorsteinn Ásgeir, mennta- skólanemi. Henry var sæmdur mörgum heið- ursmerkjum, bæði islenzkum og er- lendum. fyrir margháttuð störf. Við fráfall Henrys mun fjöldi félags- manna i SVFt minnast hans með hlý- hug og þakklæti. I nafni SVFI færi ég konu hans, börnum og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Friðriksson. Þegar Henry Alexander Hálfdánsson loftskeytamaður fellur frá, 68 ára að aldri, vprður það eins og oft vill verða, að mcfrgs er að minnast, og þd ég viti, að margir verði til að minnast hans, tel ég eðlilegt.að ég sé einn slikra. — 1 rúma þrjá áratugi höfum við átt mikið og heilladrjúgt samstarf, fyrst sem skipsfélagar á e/s Súðinni, og siðar að sameiginlegum áhugamálum okkar, fyrst innan Sjó- mannadagsráðs um langt skeið, svo seinna innan stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands Islands i áratug, en að stofnun þessara samtaka beggja stóð Henry Alexander i fremstu röð, og munaði um krafta hans, þegar samtök þessi stóðu i mótun, og ætið siðar, allt til hans dauðadags. Henry Alexander tókst með sinum sérstaka hætti að ná ótrúlegum árangri, enda munaði um hugmyndir hans og um hans dugnað. En slik störf eru ekkialltaf þökkuð sem skyldi, þess varð hann áþreifanlega var á löngum ferli i straumþunga félagsmálanna. Hann hafði yfir óstjórnlegri orku að ráða og kom oft ótrúlega sléttur út úr þunga félags- vafstrins, að aðdáunarvert var. Aðrir menn ræða á þessari kveðjustund hans margvislegu félagsmálastörf, Ég mun þvi nota þessar linur til að taka sér- staklega einn þátt félagsstarfa hans fyrir. Ég hef nú um nokkurt skeið verið formaður ritnefndar Sjómanna- blaðsins Vikingur, en hlutverk þeirrar nefndar er að sjá um,fyrir hönd Far- manna- og fiskimannasambands Is- lands, útgáfu timarits sambandsins, sem er Sjómannablaðið Vikingur. Timarit þetta hefur verið gefið út i 34 ár. Þegar i upphafi vega var Henry Alexander falið, ásamt öðrum manni, að hefja undirbúning að útgáfu þessa timarits, og alla tið siðan, allt til þessa dags hefur hann átt sæti i ritnefndinni, nú seinast sem varafor- maður nefndarinnar Fyrir öll hans störf i blaðinu og i ritnefnd vil ég fyrir nefndarinnar hönd færa hinum látna beztu þakkir og kveðjur. Það hefur munað um hans hárbeitta penna um daganna, bæði á siðum Vikingsins, sem og á öðrum vettvangi. þar sem penna hans var beitt. Á mál- þingum var hann mikill mælsku- maður, gat veriö harðskeyttur á stundum, en bliður, og þó hann deildi hart. var hann ætið sáttfus maður, og fyrir allan mun vildi hann ekki gera neinum rangt til, þó stundum hefði hann þurft að þola, að hann væri rangindum beittur. Mest mun hafa gætt starfa hans innan samtaka sjómanna eins og fram hefur komið, einnig innan slysa- varnarmála, en æfistarf hans siðustu islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.