Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 17
Sigurjón Sveinsson arkitekt F. 3. júli 1918. D. 1. nóv. 1972. Þinum ranni lýsti löngum af, þin lifsþrá var að hugga smáða og gleðja. Er ævifleyið hylur timans haf við hljóðnum þegar góðir vinir kveðja. Fyrir öllu er fram i timann séð, frjóin ung á grænum stofnum toldu, er haustar að þá fölnar fagra tréð og fellir laufin bleik að kaldri moldu. Svo er einnig okkar æviskeið- æskuþrá i sálum vorum brennur, Við þráum öll að feta fagra leið, en fyrr en varir æviskeiðið rennur. Svo fljótt rann ævifleyið þitt úr höfn, þá fannst oss húmið dökkna yfir landi. 1 hugum vorum byltist blágræn dröfn, er bar oss helfregn þina að gráum sandi. Þið hjónin voruð vökul verði á i vinnu, að fræðast, ýjðlast hvers manns hylli. Svo samstillt hjörtu sjaldan heyrast slá, að sé ei greint, þar nokkurt bil á milli. Þitt hinzta flug er háð um timans hyl. Þin hjálp og fórn að gleðja er lengi i minni. Þér hinztu þökk ég fátæk færa vil og flytja samúð eiginkonu þinni. Þig hinzta sinn með klökkum huga kveð, er hverfur þú til ljóssins æðstu geima, i geisladýrð þú gengur guði með við geymum eftir minningu um þig heima. Blessuð sé minning þin Guðlaug Nikódemusdóttir. ,,Guð er oss hæli og styrkur örugg hjálp i nauðum.” Hérerákall hins trúaða manns, sem opnar huga sinn fyrir almætti Guðs. Ekkert fær bugað biðjandi sál. Bænin um útrétta liknarhönd er borin fram. Árangur er öryggi og hugarró. „Guð er oss |hæli og styrkur.” — Við ljósið af þeirri reynslu er óhætt að fela sig Guði. Trúartraustið stenzt hverja raun. Slikar hugsanir komu mér i huga, er ég frétti lát Sigurjóns Sveinssonar, arkitekts. — Svo fljótt, svo snögglega. livilik harmafregn. — Það dimmdi i huga minum. Sorgin og söknuðurinn urðu yfirþyrmandi um stund. En brátt komu orð sálmaskáldsins forna i huga minn, og það birti. 1 heilagri ritningu segir á einum stað, að ljós og myrkur séu jöfn fyrir Drottni. En svo er ekki i lifi okkar mannanna. Það eru hin öndverðustu öfl, sem við þekkjum. Oft finnst okkur dimmast i návist dauðans. Gröfin er dimm. — En hins vegar i trú á Guð, kærleika hans og mátt þá birtir. ,,Sjá, ljós er þar yfir”. Ljós návistar Guðs, ljós vináttu og samúðar. Birta minninganna ljómar yfir á skilnaðarstundu. Þakklæti okkar, sem þekktum Jonna og nutum samfylgdar hans,er mikið. Haustið 1934 settist óvenju fjöl- mennur hópur unglinga i fyrsta bekk Menntaskólans á Ákureyri. Mörg vor- um við af Akureyri og höfðum orðið samferða þar i skóla og þekktumst vel. Okkur var þvi nokkur forvitni á að sjá þá, sem komu að. Þeir voru viðsvegar að af landinu. Og brátt tókst góður kunningsskapur með þessum hópi.og vináttubönd voru hnýtt. Vináttubönd, sem ekki hafa rofnað fram á þennan dag. Eftirminnilegur var vasklegur ljós- hærður piltur, friður sýnum, norðan frá Siglufirði. Hann var vel búinn iþróttum, skiðamaður góður, knatt- spyrnumaður og jafnan glaður og reifur. Gott var með honum að vera þá þegar. Nutum við þess margir að blanda geði við hann og eiga hann að vini. Það leyndi sér ekki, að hann hugsaði meir en margur okkar i bekknum. Ekki fyrst og fremst um náms- bækurnar, þó að þar væri ekki slegið slöku við. Heldur var hugsað um lifið sjálft, um hin duldu rök tilverunnar. Ég minnist þess, að þennan fyrsta vetur okkar i M.A. var haldinn mál- fundur i bekknum. Umræðuefnið var máltakið „Hver er sinnar gæfu smiður". Ræður nýsveina hafa sjálf- sagt þótt hástemmdar sumar hverjar, misjafnlega vel hugsaðar eða kannski ekkert hugsaðar. Sumir voru mælskir og nutu þess að tala. Aðrir áttu erfiðara með að tjá sig, enda flestir óvanir ræðumennsku. Ég man eftir tveimur ræðumönnum þetta kvöld. Annar þeirra var Jonni frá Siglufirði. Að mér varð þetta svo minnisstætt var fyiat og fremst það, að augljóst var, að Jonni hafði meiri reynslu en við hin flest. Hann var aðeins eldri, var þroskaðri, enda reynt erfið veikindi um stundarbil, en sigrað. Og það aukið þroska hans og skilning. Löngu seinna rifjaði ég þetta upp með honum. Þá var mér enn ljósara en fyrr, að uppeidi hans, bænir írreldra, ást systkina og gott upplag voru þarna að verki. íslendingaþættir 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.