Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 18
t heilagri ritningu segir: ,,Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta sins". Svo var þá með Sigurjón. Og sá sjóður hans var drjúgur og auðgaði marga, er með honum urðu siðar samferða á lifsleiðinni. Sigurjón Sveinsson hét hann, en i skólanum varhann kallaður Jonni. Og svo gerðum við jafnan siðar. Hann var fæddur á Siglufirði 3. júli 1918. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Jónsson, byggingarmeistarUog Geir- laug Sigfúsdóttir. Bjuggu þau á Steinaflötum i Siglufirði. Oft sagði Sigurjón mér þá og siðar frá heimili sinu og kom þar fram.hve hann mat það mikils og var þakklátur fyrjr það veganesti, er hann hlaut þar. Hann var vissulega góður sonur góðra foreldra. Nokkur systkini átti Sigurjón og var jafnan kært með þeim öllum. Ekki sizt með honum og tviburabróður hans, Helga. Sveinn faðir þeirra var annálaður dugnaðarmaður. Hann reisti mörg hús og bryggjur á Siglufirði. Og Geirlaug var og vel metin i hvivetna. Sigurjón var bundinn bernskustöðv- um sinum til hins siðasta, þó að hann dveldi þar aðeins æsku og unglingsár. Siglufjörður var bærinn hans. Hann naut þess að koma þangað sem oftast og vinna þeim stað sem hann mátti. Og siðar á ævinni gat hann gert Siglufirði mikinn greiða, sem hann vildi þó ekki, að mikið væri talað um. En i minningu föreldra sinna gerði hann það. Árin liðu, ýmsir nýir komu i bekkinn og aðrir fóru. En vinátta og trygglyndi Jonna rénaði ekki. Hann tók þátt i iþróttum í skólanum. Keppti gjarna fyrir bekkinn. Við urðum stolt af þessum góða og prúða félaga. Hann bjó jafnan i heimavist. Þangað komum við oft bæjarsveinar. Lá þá leið okkar oftlega á herbergi Jonna og félaga. Löngum var rætt um hin ólikustu efni, eins og unglingum er titt. Skáldskapur var stundum umræðu- efnið. En Jonni naut þess þá og ætið siðar að lesa ljóð. Var hann mjög fróður á þvi sviði. Ég minnist þess, er eitt hefti af þýddum ljóðum Magnúsar Ásgeirssonar kom út, að eitt kvöld var Jonni með þau i höndum. Heftið var allt lesið og sum ljóðin oft. Á þessum árum og siðar á ævinni vitnaði hann gjarnan i ljóð góðskálda okkar. Arin iM.A. liðu og eru ljúf og björt i minningunni. Siðar dreifðist hópurinn og lagt var i nám á öðrum stöðum. Hin ýmsu störf þjóðfélagsins voru stunduð. Raunar dreifðist þessi hópur þó aldrei. Enn eru árleg bekkjarkvöld haldin eftir öll þessi ár. Fylgzt er með hverj- um manni úr bekknum. Við; sem 18 búum fjarri höfuðborginni, fáum bréf og vitum hvar og hvenær komið verður saman. Við eldumst að árum, en njót- um þess að hittast. begar stú- dentsprófi lauk var erfitt að komast erlendis til náms vegna styrjaldarinnar. En hugur Sigurjóns stefndi að þvi tæknilega. Hann hafði ungUr látið sig dreyma um nám á þvi sviði. Eftir striðið opnuðust mögu- leikar. Hann hélt til Gautaborgar og lauk þar námi i byggingariðnfræði 1947. Er heim kom,lauk hann einnig prófi i húsasmiði. Aldrei gat hann verið óstarfandi. Hann var þrekmaður i starfi og unni sér ekki hvildar. E.t.v. hefur heilsa hans bilað fyrr en ella af þeim sökum. Hann naut vinnunnar, efiðisins. Ekki fullnægði þetta nám, sem hann hafði þegar stundað, honum fyllilega. Hann dreif sig nokkrum árum seinna til Noregs til meira náms og braut- skráðist frá Noregs Tekniske Högskole 1957. Hann hafði náð þvi, sem hann þráði, að ljúka námi i húsagerðarlist, nú komu enn betur en áður fram listrænir hæfileikar hans. byggingarfulltrúi i Reykjavik. Verðlaun og ýmsa viðurkenningu hlaut hann fyrir teikningar á ýmsum byggingum. Alltaf hefi ég heyrt látið afbragðsvel af störfum hans sem arkitekts og byggingarfulltrúa. Kom mér slikt ekki á óvart, þar sem ég þekkti samvizkusemi hans og árvekni. Annað er mér enn ofar i huga frá löngum kynnum og ágætum. Vinátta hans og tryggð til hins siðasta. Sigurjón var gæfumaður og kunni hann að þakka það og átti auðvelt með að láta það i ljós. Skömmu eftir að hann lauk stúdentsprófi og var kominn hingað til Reykjavikur, kynntist hann ungri stúlku. er siðar varð eiginkona hans. bað var Ólöf Steingrimsdóttir, ráðs- manns á Elliðavatni Pálssonar sund- kennara Erlingssonar og konu hans Kristinar Jónsdóttur frá Loftsstöðum. bau Ólöf og Sigurjón giftust 9. marz 1944 og var það vissulega eitt mesta gæfuspor Sigurjóns. Ætið hefur hún staðið við hlið hans sem hin styrka og ástrika eiginkona. sem skildi hann, hjálpaði honum og virti áhugamál hans. bau eignuðust þrjá sonu, sem allir eru uppkomnir. Steingrimur, ókvæntur, við tækninám i Danmörku, Sveinn Geir. vélstjóri i Reykjavik, kvæntur Brynhildi Friðgeirsdóttur og Kristinn við nám i menntaskóla. bau reistu sér hús á Kleifarvegi 15 og þar bjó Ólöf þeim gott heimili, þar 5em hver veggur endurspeglaði ástúð, skilning og frábæra gestrisni. bau signuðust marga vini og vildu gjarnan hafa þá sem oftast hjá sér. Sigurjón var óágengur og gjöfull. Hann var höfðingi heim að sækja. bau hjónin voru samhent i gestrisni sinni. Sigurjón hefði getað sagt ,,1 húsi minu rúmast allir — allir.” Glaðari mann var vart að hitta en Sigurjón, er þau hjónin höfðu húsfylli gesta. — ,,bar sem er hjartarúm, þar er hús- rúm,” segir máltækið. Og húsrúm á Kleifarvegi 15 brást ekki, þvi að nóg var rúmið i hjartanu. betta reyndum við bekkjarbræður hans svo oft. Á hverju vori safnaðist nokkur hópur presta saman á Kleifar- vegi 15. betta voru bekkjarbræður Sigurjóns, en við vorum óvenju- margir, sem lásum guðfræði af þeim árgangi frá M.A. — Á meðan á presta- stefnu stóð var það orðin nær föst venja, að. við og konur okkar vorum boðin til Ólafar og Sigurjóns. Alltaf voru þar og einhverjir. fleiri bekkjar- bræður okkar. betta voru okkur öllum dýrmætar stundir. Og minningin um þær er björt og fögur. Vil ég fyrir hönd okkar allra er nutum, þakka það hér og nú. Sigurjón átti létt með að kynnast fólki og naut þess ætið að blanda geði við aðra. En eðli hans var þannig, að kunna að gleðjast með glöðum, en i sama mund var hann næmur á að skilja aðra, finna til með þeim, sem bágt áttu. Hann vildi ætið létta undir með þeim, sem i skugga sátu og voru minni máttar. Ekki sizt var það aldrað fólk, sem hann reyndi að gleðja og hjálpa. Og mætti nefna um það dæmi. Hann gerði að sinum orðum orðin „Synja ei þeim góðs, er þarfnast þess, ef það er á þinu valdi að gjöra það”. Hjálpsemin við aðra var honum i blóð borin. Sigurjón var þannig að eðli og fram- göngu allri, að hann þurfti ekki að fara neinar krókaleiðir til að ná hylli manna. Viðmót hans, hlýtt og ástúð- legt, gleði hans og bjartsýni, handtak hans, traust og þrungið innileik áttu óefað sinn rika þátt i þvi að skapa hon- um vinsældir. Sigurjón Sveinsson var vissulega drengur góður. Fyrir þvi er hann harmdauði hverjum manni. sem þekkti hann —eins og hann var. Hugur okkar, vina hans, er fullur þakklætis nú að leiðarlokum, Við fáum aldrei endurgoldið það, sem við þiggjum bezt, ekki þeim sem i hlut eiga, aldrei að fullu. En vitundin um það, sem við þáðum frá vinum okkar, hlýtur að gera hjarta okkar örlátara gagnvart lifinu i heild. Framhald á 16. siðu. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.