Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 22
r Attræður: Hannes Jónsson bóndi, Austur-Meðalholtum Þeir menn, sem nú eru áttræðir orðnir eða eldri, hafa margs að minn- ast frá liðnum ævidögum. Einn þess- ara mann er Hannes Jónsson, lengi bóndi i Austur-Meðalholtum i Flóa en nú iðnverkamaður i Reykjavik. Það er gaman að ræða við þennan erna, hrausta og minnisgóða mann. Hann fæddist 24. nóvember 1892 i Austur-Meðalholtum, sonur hjónanna þar, Kristinar Hannesdóttur frá Tungu i sömu sveit og Jóns Magnússonar frá Baugsstöðum, einn hinna svokölluðu Baugsstaðabræðra og má lesa um það fólk i Bergsætt eftir Guðna Jónsson. , Sjö voru þau systkini Hannesar, er til ára komust en nú lifa auk hans tvær systur, Kristin gift Arna Egilssyni i Reykjavik og Guðný ekkja i Ameriku. Tii gamans má geta þess, að sama árið og Hannes fæddist, fæddist Ólafur Thors forsætisráðherra og þá voru Skúlamál á tsafirði. Þá var fyrsti bensinbillinn búinn til i Ameriku og þá var i fyrsta sinn reynt að senda hug- skeyti. Margt skeði þá merkilegra dæla og lengi forðagæzlu*aður i öllum hreppnum. 011 framangreind störf og önnur, sem honum voru falin,rækti hann af mikilli kostgæfni. Sigurður á Hróars- stöðum var á flestan hátt lánsmaður i lifinu. Hann var af góðu bergi brotinn, eignaðist góðan lifsförunaut og góð börn. Hlaut vinsældir sveitunga sinna og samferðafólks. Hreppti ævistarf, er hann unni af alhug, var góður og vel virtur bóndi, naut þess að sjá góðan árangur sins ævistarfs. Má þar til- nefna: Vandaðar byggingar yfir fólk, fénað og heyfeng, vaxandi töðuvelli ár frá ári, þar sem mörg strá vaxa nú, er áður óx eitt. Og ekki skal þvi gleymt hve mikillar ánægju Sigurður naut af þvi að annast búpening sinn, hann var mjög góður fjármaður, fóðraði ágæt- lega allar skepnur og fékk góðar afurðir af þeim. Og siðast en ekki sizt, féll Sigurði sú hamingja i skaut, að vera fæddur i sveit og eiga þar heima alla ævi. Hann unni sveitinni og var sannur sonur hennar. Margar stundir mun hann hafa glaðzt af að lita fagrar hliðar sveitar sinnar, jafnt i skrúði sumars sem i fölva hausts, og sjá hluta, en vinum Hannesar finnst mest um það vert, að þá var hann i heiminn borinn hraustur og myndarlegur strákur. ..fénaðinn dreifa sér um græna haga”. Og eigi mundi Sigurður ótilneyddur hafa yfirgefið sina sveit — sinn Gunnarshólma. — Hann hefði snúið aftur. Lengst ævi sinnar var Sigurður vel hraustur, þar til hin siðustu ár, þá fór honum ört hnignandi, enda hafði hann þá tekið þann sjúkdóm sem varð honum að aldurtila. Og fram til efsta dags hafði hann trútt og þvi nær óskert minni. Er fundum okkar Sigurðar bar sam- an i seinni tið, sagði hann mér frá ýmsu, sem gerðist á uppvaxtarárum hans og brast hann ekki minnið. Og, sem jafnan áður, þótti mér skemmti- legt að hlusta á hann, þvi hann sagði frá á hofsaman og viðfelldinn hátt, hvort heldur hann rakti gamlar minn- ingar eða ræddi mál dagsins i dag með önn hans og umsvifum, og varð eigi annað fundið, en honum væri hvort tveggja jafn hugleikið umræðuefni, fortiðin og nútiðin — svo vel fylgdist hann alltaf með þvi, sem gerðist. Kynni min af Sigurði á Hróarsstöð- um hafa varað i hartnær sextiu ár, þvi ég var ungur drengur, er ég man hann fyrst. Þau kynni eru á eina lund: öll Þarna sem Hannes fæddist rákust saman hornin á fimm nærliggjandi hreppum, Gulverjabæjarhreppi, Vill- ingaholtshreppi, Hraungerðishreppi, Stokkseyrarhreppi og Sandvikur- hreppi. Sautján ára fer Hannes að heiman á vertið, vorvertið á skútu frá Reykja- vik, Akorn hét hún, en skipstjóri var Salomon Jónsson. Fiskaði Hannes um 300 fiska og átti helminginn sjálfur, en þess minnist hann.að fyrsti fiskurinn var skata. Aðallega var fiskað út af Vestfjörðum .Vorvertið var þá talin frá 11. mai til 24. júni eða til Jónsmessu. Næsta vetur var svo farið á vetrarver- tið, einnig frá Reykjavlk og þá með skipstjóranum Jóni Ólafssyni frá Sumarliðabæ, siðar bankastjóri og alþingismaður. Skútan hét Hannes og var þetta siðasta vertið Jóns. Þá fóru margir Flóamenn saman suður á skút- urnar og togarana. Var gengið yfir Hellisheiði og gist á Kolviðarhóli. Var þetta i góubyrjun, þvi að Hannes minnist þess, að um morguninn & Kol- góð. Þegar ég var að alast upp, bjuggu þau Sigurður og Kristin á næsta bæ við heimili mitt. Var nágrennið mjög gott og mikil samskipti milli heimilanna,og hafa þau skipti haldizt i gegnum árin, ásamt alúðarvináttu. Margs er þvi að minnast. Ég stend i mikilli þakkar- skuld við hin látnu heiðurshjón og heimili þeirra. Þau minningarorð, er ég hef fest hér á blað.eru örlitill vottur þakklætis af minni hálfu fyrir margt gott mér og minum auðsýnt fyrr og siðar. Ég kveð Sigurð með kærri þökk. Þreyttur maður er til hvilu genginn, maöur, sem lifði langa og gifturika ævi, skilaði miklu og ágætlega unnu starfi. Merkið stendur þótt maðurinn falli. Ég hygg, að eigi verði um deilt, að þeir, sem þekktu Sigurð Daviðsson og kynntust honum,séu á einu máli um, að hann var: drengur góður. Nú er Sigurður kominn heim — heim þangað,sem sér ,,vitt of vega” og við blasir veröld ný — veröld, þar sem hinn trúi þjónn mun uppskera eins og hann hefur til sáð. Páll ólafsson frá Sörlastöðum. 22 isiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.