Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 01.12.1972, Blaðsíða 8
Guðmundur Kr. Guðmundsson F. :!0. september 1884 D. 26. janúar 1971. Meö fáeinum orðum langar mig að minnast gamals kunningja, sem ég kynntist á hans siðustu æviárum hér i Reykjavik. Það er Guðmundur Kr. Guðmunds- son, löngum kenndur við veitingahúsið Heklu á Lækjartorgi. Þegar fundum okkar bar saman, átti hann aö baki sér starfsama og við- burðarika ævi — ellin var farin að sækja að honum og hrörnunin lét ekki á sér standa. Hann bjó þá, er ég fyrst sótti hann heim, i húsi sinu við Þing- holtsstræti, sem hann hafði ánafnað Hinu islenzka Bibliufélagi eftir sinn dag. Hann gladdist yfir þeirri ákvörð- un og vonaðbað hún yrði til góðs fyrir framtiðina og mætti efna Guðs orð og útbreiða það með þjóðinni. En þegar við ræddum saman, voru frásagnir hans fyrst og fremst um löngu liðna tima — allt frá þvi fyrir aldamót, er hann kynntist fyrst sinum kæra vini og velgerðarmanni sr. Frið- riki Friðrikssyni. Ásamt þrem jafnöldrum sinum lærði hann hjá hon- um undir skóla.„Þeir voru allir vel greindir og skemmtilegir námspiltar. Þeir voru mér allir mjög samrýmdir og þótti mér vænt um þá segir sr. Frið- rik i Ævisögu. ,,En samgrónastur mér var Guðmundur frá Vegamót- um." segir hann á öðrum 'stað. Og fyrir Guðmund Kristinn var þetta ekki aðeins undirbúningur undir skólann heldur einnig undir lifið,grundvallandi — afgerandi fyrir alla hans framtið. Hann komst i náin kynni við hinn mikla æskulýðsleiðtoga. varð einn af stofnendum K.F.U.M. og var þar fél- agi alla tið. Hann komst til öruggrar trúar, sem var honum lifandi upp- spretta þeirrar játningar, sem mætti orða svo,er hann leit yfir lifið i ljósi hennar: Ég vil með þér Jesús deyja Ég? 0, hvað er allt mitt hrós? Æ, ég vil mig bljúgur beygja breysk og kalin vetrarrós. Ég vil með þér Jesús þreyja ég er strá, en þú ert ljós. Foreldrar Guðmundar Kristins voru þau Guðmundur Guðmundsson, Skaft- fellingur að ætt, og Gróa Petrina Guð- mundsdóttir úr Reykjavik. Þau bjuggu i Reykjavik allan sinn búskap. Guðmundur byggði sér bæ við neðan- verðan Laugaveg, sem hann nefndi að Vegamótum. Þar fæddist Guðmundur Kristinn, sem var eina barn þeirra hjóna, 30. sept. 1884. Og á vissan hátt var þetta nafn — Vegamót—táknrænt fyrir lif hins unga sveins. Hann bar oftar en einu sinni að þeim vegamót- um, sem urðu afdrifarik fyrir lif hans og starf. Um aldamótin gekk hann inn i Lærða-skólann. Þar undi hann sér vel i hópi glaðra og gáfaðra skólabræðra og hafði yndi af að rifja upp þær minningar. En þá var óróasamt i skól- anum,og i þeirri ólgu barst Guðmund- ur Kristinn út af hinni fyrirhuguðu braut langskólanámsins og inn á önnur svið. Að loknu 4. bekkjar prófi utanskóla, gerðist hann einn vetur kennari við Bændaskólann á Hvanneyri. Siðan hvarf hann til Danmerkur, var þar i lýðháskóla og við búfræðinám, og hefur þá eflaust haft i huga að helga sig málefnum landbúnaðarins, enda var honum. þótt hann væri borgar- barn. sveitalif og bústörf einkar hug- stæð. Eftir heimkomuna frá Dan- mörku var hann einn vetur kennari við alþýðuskólann á Hvitárbakka i Borgarfirði, en ekki varð af frekari sveitadvöl hans að sinni. t Reykjavik átti hann djúpar rætur, og þar opnuðust honum margir mögu- leikar til stárfs og framkvæmda með sina góðu hæfileika og staðgóðu menntun. Hann réðst i þjónustu frakk- nesks kaupsýslumanns — Chouillou, sem rak hér blómlegt fyrirtæki. Hjá honum starfaði Guðmundur Kristinn um nokkurt skeið og komst við það i náin kynni við franska menn. sem hér komu á þeim árum. náði mikilli leikni i tungu þeirra og dáði Frakkland, þjóð og menningu þess. alla tið. Eftir veru sina hjá Chouillou stofn- aði Guðmundur Kristinn sin eigin fyr- irtæki — hóf verzlun. stundaði skipa- miðlun. gaf út dagblað, gaf sig að sveitabúskap — þvi að fjölhæfni hans og margvisleg áhugamál rúmuðust ekki á jafn þröngu og afmörkuðu sviði og margir aðrir verða að láta sér nægja. Að öllu þessu gekk hann með djarflegum og drengilegum áhuga, naut þess að takast á við fjölbreytt við- fangsefni, neyta krafta sinna og hæfi- leika i þessum smáa, en þó ört vax- andi, bjartsýnis-bæ eins og Reykjavik var á hans ungdóms og manndómsár- um. Þann 18. mai árið 1912 kvæntist Guð- mundur Kristinn og gekk að eiga Margréti Árnadóttur Jónssonar frá Þorlákshöfn.' Þau reistu heimili sitt fyrst að Vesturgötu 19, en lengst af bjuggu þau i Austurbænum i nánd við bernskuheimili Guðmundar að Vega- mótum. Þau eignuðust 4 börnr2 dætur og 2 syni. Arið 1924 hófst sá þáttur i lifi Guð- mundar Kristins, sem hann var kunn- astur fyrir siðari hluta starfsævi sinn- ar. Þá keypti hann hið aldna reisulega Thomsens-hús, sem á sinum tima var næststærsta bygging Reykjavikur og setti hann svip á sjáift hjarta hennar — Lækjartorg — sem margir bæjarbúar minnast enn i dag. í þetta hús fluttu þau Margrét og Guðmundur heimili sitt og hófu þar veitinga- og hótelrekst- ur. sem þau nefndu Heklu. Dró húsið siðan nafn af þvi og hélt þvi meðan það var við lýði. — En þrátt fyrir umsvifamikla og eril- sama starfsemi við atvinnurekstur sinn, grófust hugsjónir og hugðamál Guðmundar Kristins ekki undir önnum og áhyggjum hversdagsins. Hann starfaði i ýmsum menningar- og fé- lagssamtökum,og sveitin, lif hennar og starf, heillaði hann eins og i gamla daga. Hann eignaðist i ná- grenni bæjarins. Minna-Mosfell, byggði hana upp og ræktaði, rak þar sjálfur búskap um tima og naut þar margra ánægjulegra starfsstunda. Og siðar gladdist hann yfir þvi. að sjá hana setna af snyrtimennsku og myndarskap. Eins og fyrr er sagt,var Guðmundur Kristinn einn af stofnendum K.F.U.M. 2. jan. 1899. 1 herbergi aðaldeildar i húsi félagsins er mynd hans eins og annarra stofnenda. — Og sjálfur var hann þar tiður gestur á vikulegum vetrarfundum — einkum hin siðari ár, allt þar til ellihrörnun og heilsuleysi varnaði honum að sækja mannfundi. Hann var lika virkur félagi og öflugur 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.