Íslendingaþættir Tímans - 21.02.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 21.02.1974, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Fimmtudagur 21. febrúar 1974, 7. tbl. 7. árg. nr. 158. TIMAIMS Sigríður Guðmundsdóttir fyrrum húsíreyja á Flugumýri Sigriður á Flugumýri er dáin. Hún lézt þ. 22. desemberdag s.l., 94 ára að aldri og rösku hálfu ári betur. Með henni er gengin mæt kona og mikil húsfreyja, sem langa ævi naut óskor- aðs álits og mikillar mannhylli. Sigriður var fædd á Kambsnesi i Laxárdalshreppi i Dölum vestur 10. júni 1879, yngst 7 stystkina, tveggja bræbra, er báðir dóu i bersnku, og 5 systra, er aliar komust upp og urðu háaldraðar. Voru foreldrar þeirra Guðmundur bóndi i Gröf i Laxárdal o.v. (f. 12/5 1833, d. 30/9 1891) Böðvars- son, bónda á Sámsstöðum (f. 1799), Guðmundssonar — en kona Böðvars var Helga Magnúsdóttir i Laxárdal i Hrútafirði — og kona hans Þuriður (f. 12/8 1834, d. á Frostastöðum 10/3 1904), Sigurðardóttir bónda i Ljárskógaseli (f. 16/6 1798, d. 14/8 1854), Bjarnasonar á Vigholtsstöðum, Tómassonar. Stóðu ættir þeirra hjóna, Guðmundar og Þuriðar, vestur þar i Dölum, um Breiðafjörð og Vestfjörðu, ef lengra er farið, og loks um Norðurland, ef rakið er til ,)óns lögréttumanns á Svalbarði Magnússonar og konu hans Ragnheið- ar á rauðum sokkum, foreldra Staðar- hóls-Páls og þeirra nafnfrægu Sval- barðs-systkina. Guðmundur Böðvarsson lézt, sem fyrr var greinl 30. sept. 1891. Eftir lát manns sins hvarf Þuriður norður hing- að i Skagafjörð lil dóttur sinnar, Kristinar, og eiginmanns hennar, Magnúsar bónda og siöar hreppstjóra Gislasonar á Frostastöðum, foreldra minna. Uxum við Maria sál. systir min upp með þremur ömmum heima þar á Frostastöðum, Þuriði (Ullömmu), móðurömmu, Sigriði (Sillömmu), föðurömmu og Mariu ( Majömmu), langömmu okkar. Það voru biessaðar Ömmur. Ullamma féll fyrst i valinn, 10. marz 1904, er ég var tæpra 11 ára, Majamma dó 7. okt. 1910 (f. 27. ág. 1817), siðust þeirra féll Silamma. 17. okt. 1926 (f. 17. ág. 1837). Með Þuriði ömmu minni kom að vestan yngsta dóttirin, Sigriður. Hún var eigi nema 14 árum eldri en ég. Hún varð okkur, systur minni og mér, hvort tveggja i senn, systir og önnur móðir. Ég kallaði hana Siggu frá þvi er ég fyrst man eftir. Ég kallaði hana Siggu ailt til þess er hún, nálega hálf- niræð, fór af þéssum heimi. Hún var mér alla ævi það sem hún var mér ungum dreng. Ég held aö mér hafi þótt eins vænt um hana og mömmu mina. Og alltaf var mér það hreinasta hátiö, þegar hún, einkum á efri árurn, kom stöku sinnum til okkar hjónanna og var þá hjá okkur nokkra daga. Og nú er blessuð Sigga horfin yfir móðuna miklu. Ég kem á eftir innan stundar.....Þar biða vinir i varpa...” Sigriður dvaldist löngum á Frosta- stöðum, allt fram á fullorðinsár. Heimilið var stórt og mannmargt og mikib umleikis, gestakomur tiðar. Var hún móður minni til aðstoðar við hús- freyjustörfin og nutu þess báðar. Á sumrum gekk hún til heyvinnu og man ég gerla, að hún var talin eiga fáa sina lika að dugnaði og skerpu. A þessum árum dvaldist Sigriður um nokkra hrið suður i Hafnarfirði, einu sinni eða tvisvar, hjá þeim mætu hjónum, Ágúst Flygenring og Þórunni Stefánsdóttur. Mun dvölin á þvi annál- aða höfðingsheimili hafa reynzt henni góður skóli. Minntist hún þeirra hjóna æ siðan með einlægri hlýju, sem og fjölskyldunnar allrar. Reyndust þau vináttúbönd traust á báða bóga. Sigriður Guðmundsdóttir var mikil- hæf kona af sjálfri sér og hefði sómt sér vel i hverri stétt eða stöðu sem var. Hitt þarf eigi að efa, að langdvalir hennar á tveim umsvifamiklum og mannmörgum myndarheimilum, öðru norðlenzku, hinu sunnlenzku. öðru i sveit, hinu i kaupstað, einmitt á þvi skeiði, er hún var að mótast, hafi átt sinn þátt i að búa hana undir ævistarf- ið. Varð og raunin sú, að á löngum ferli farnaðist henni með þeim giftusam- lega hætti, að þar luku allir upp einum munni. Hafði hún um það orð við mig, bæði fyrr og siðar, að engri manneskju ætti hún eins mikið að þakka og móður minni. Eigi veit ég.hvort þetta var svo i raun og veru. Hitt veit ég, að sú var sannfæring hennar. Sigriður á Flugu- mýri mælti aldrei um hug scr. Ég vissi lika, að henni fannst móðir min reyn- ast sér bezt, þegar sárast svarf að, jafnvel vera þá sitt eina athvarf. enda 17 árum eldri og mátti þvi vel vera bæði móðir og systir. Sigriður var heit- bundin ungum manni og góðum dreng, sem hún unni heitt. Hann brá viö hana eiginorði. 1 einni svipan hvarf sól af heiðum himni um hádegisbil. Mvrkur

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.