Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENDIIMGAÞÆTTIR Laugardagur 16. marz 1974, 10. tbl. 7. árg. nr. 161. TÍMANS Jón Jóhannesson frá Klettstíu Hinn 26. okt. s.l. andaðist Jón Jóhannesson, fyrrverandi bóndi i Klettstiu, að Dvalarheimili aldraðra i Borgarnesi. Jón fæddist 7. des. 1884 að Miðvogi við Akranes. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Jónsson og Sigurborg Sigurðardóttir. Arið eftir flytja þau búferlum að Dýrastöðum i Norðurár- dal og voru þar við búskap i tvö ár, en flytja þá að Klettustiu i Norðurárdal og bjuggu þar til æviloka. Árið 1917 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni, Sæunni Klemenzdóttur frá Hvassafelli i Norðurárdal, myndar- og friðleikskonu. Hófu þau búskap i Klettstiu . sama ár og bjuggu þar allan sinn búskap, en siðustu árin i skjóli Karls sonar sins og tengdadóttur, en brugðu búi 1965 og fluttust þá i Borgarnes. Jón ól að kalla allan sinn aldur i Norðurárdal. Þar undi hann glaður við störfin, sem voru undirstaðan að vel- ferð fjölskyldu hans. A fyrstu bú- skaparárum Jóns var hart i ári, mátti heita, að hvert harðindaárið kæmi á eftir öðru, og voru árin 1918 og 1920 erfiðust sökum frosthörku og snjóalaga. Það liggur ljóst fyrir, að frum- býlingur, með litið bú á fjallajörð, verður að sýna fyrirhyggju og dugnað, til þess að geta séð fjölskyldu farborða við slik skilyrði. En er það ekki ein- mitt þetta, sem við gleymum svo oft, þegar við metum störf samferða- manna okkar á lifsleiðinni, og þá sér- staklega verk islenzka bóndans. Það hefur verið aðalsmerki islenzkrar bændastéttar um liðnar aldir og fram á vora daga að flýja ekki hættur og erfiðleika, heldur sigra þá. Jón i Klettstiu æðraðist ekki. Hann var gjörhugull og rasaði ekki um ráð fram i neinu, sá ávallt fótum sinum forráð, eyddi aldrei meiru en aflað var. Þegar élin birti upp, góðæri kom og framfarir jukust, þá var hann fljótur að breyta um búhætti og tileinka sér það, sem til heilla horfði, stækka bú, byggja og rækta, og ber jörðin Klett- stia glöggt vitni atorku hans. Synir þeirra hjóna, sem heima dvöldu, lögðu þar fram mikla hjálp. Siðustu ár Jóns og Sæunnar i Klettstiu var Karl, sonur þeirra, bóndi þar. Störfum Jóns fylgdi farsæld. Siðustu búskaparárin var hann vel efnaður á mælikvarða bænda og gat i ró litið til frumbýlingsáranna, sem oft voru erfið honum sem flestum stéttarbræðrum hans á þeim tima. Hann hafði sigrazt á erfiðleikunum og kunni vel með efni sin að fara, eyddi ekki i vanhugsaða spákaup- mennsku liðandi stundar. Máltækið segir, að meiri vandi sé að gæta feng- ins fjár, en afla. Jón i Klettstiu gætti þess fjár, sem hann aflaði, en var þó veitull, og á heimili hans rikti risna. Jón og Sæunn voru samhent um allt. A heimili þeirra rikt reglusemi og þrifnaður. Þar fór ekkert til ónýti^ hvorki úti né inni. Iðjusemi var i heiðri höfð og aldrei látið biða til næsta dags, sem hægt var að vinna i dag. Þau hjónin eignuðust fjóra mann- vænlega syni, en þeir eru: Karl, kvæntur Láru Benediktsdóttur, Gisla- sonar fræðimanns frá Hofteigi, nú starfandi við þungavinnuvélar hjá Vegagerð rikisins i Borgarnesi, en bjó áður i Klettstiu ásamt foreldrum sinum. Klemenz leikari, þjóðkunnur maður, kvæntur Guðrúnu Guðmunds- dóttur úr Reykjavik. Jóhannes, kvæntur Ernu Jónsdóttur, hreppstjóra á Geitabergi, nú bóndi þar. Elis, kvæntur Brynhildi Benediktsdóttur, Lindals hreppstjóra frá Efra-Núpi. Elis er nú yfirvegaverkstjóri i Borgar- firði. Allir eru þessir bræður vel metnir og duglegir menn. Störf Jóns og Sæunnar eru mikil og farsæl. Fyrir átta árum fluttu þau hjón til Borgarness, keyptu þar litið hús og bjuggu þar,unz heilsa Jóns bilaði, svo þau gátu ekki af eigin ramleik aðstaðið heimili sitt. Fluttu þau þá á Dvalar- heimili aldraðra i Borgarnesi og dvöldu þar,unz Jón andaðist 26 okt s.l., sem fyrr greinir. Ég kom oft til þeirra hjóna þann tima, sem þau voru á Dvalar- heimilinu. Þótt heilsa Jóns væri þrotin og sjonin biluð var hann ávallt sama prúðmennið, sem aldrei mælti æðru» orð. Kærasta umræðuefnið voru fréttir úr Norðurárdal, þar var hugurinn

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.