Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 3
Helgi Pálsson Skógum mátti, að þar væri allt endurbyggt og bætt og heyöflun stóraukin. Enda má vist með sanni segja, að þar lægi eng- inn á liði sinu, húsbóndinn vinnugarp- ur og lagvirkur áhugamaður, hygginn og reglusamur, og húsfreyjan engu siðri, enda búnaðist þeim vel, keyptu jörðina og gerðu hana að verðmætri eign. Erhúsbóndinn féll frá 1947,tók sonur þeirra hjóna við búi um tveggja ára skeið, en flutti þá til Akureyrar ásamt móður sinni. Og til Reykjavikur flutti svo Snjólaug með dóttur sinni, er hún giftist 1954, og dvaldi á heimili hennar og tengdasonar sins, og fór þár ágæt lega um hana(sem vænta mátti.og nutu börn þeirra hjóna þar sinnar ágætu ömmu. Var jafnan mjög kært með þeim mæðgum og tengdasyni, sem reyndist henni sá mannkostamaður, er hún dáði mjög. Og svo mátti raunar segja um fjölskyldu hennar alla, að hún nyti þar mikils ástrikis, er hún hafði vissulega til unnið. Og ávallt gladdi það okkur, er hún sótti samkomur Svarfdælinga hér i Reykjavik, er sjaldan brást, en þar hefur dóttir hennar, meðal annarra, mjög unnið um árabil. bar mætti hún jafnan broshýr og hress i máli,iklædd sinum þjóðlega búningi, er gladdi okk- ur, hina eldri ekki sizt. En stundum leitaði hugurinn norður, þótt hér væri gott að vera. Og 1972 flyzt hún norður á Elliheimilið i Skjaldar- vik, og ætluðu þau systkin þrjú að búa þar saman hin siðustu æviár, þar sem þau gætu þó verið undir læknishendi. En sú samvera varð styttri en ætlað var, þvi að nú var að kveldi komið, þrekið á þrotum og sjúkrahúsvist varð henni nauðsynleg það sem eftir var. Og á Kristneshæli andaðist hún 13. febr. sl. tæplega 80 ára að aldri, og var jarðsett að Tjörn 23. sama mánaðar. Frú Snjólaug Jóhannesdóttir var friðleikskona, sviphrein og broshýr, með yfirbragð mótað viljastyrk og festu. Hún var greindarkona, kjark- mikil og góðviljuð, trúrækin og fórnfús móðir, sem lét sér mjög annt um allan velfarnað þeirra, er erfitt áttu og hjálpar þurftu. Sjálf var hún hetja i hverri raun. Og allt handbragð hennar var mótað þeim hagleik og snyrti- mennsku, sem hún átti kyn til. Þeim hjónum varð 6 barna auðið. Eitt þeirra dó ungt og tveir uppkomn- ir synir einnig látnir, annar ókvæntur, hinn kvæntur Ernu Arnadóttur full- trúa á Akureyri, og áttu þau einn son, sem á lifi er. Hin börnin eru: Bragi, sýningarstjóri á Akureyri, var kv. Guðbjörgu Hermundsdóttur, eiga 5 börn. Brjánn, verzlunarstjóri, kv. Ragnheiöi Júllusdóttur, eiga 6 börn, og fæddur 16/10 1908 d. 18/1. 1974. Hverju sinni, sem náinn samferða- maður er kvaddur hinztu kveðju, getur ekki hjá þvi farið að strengur bresti og verði aldrei samur. Til þessa fann ég glöggt þegar ég hvarf heim frá jarðar- för sveitunga mins, Helga Pálssonar i Skógum. Minningarnar sóttu að og undraoft kom Helgi þar við, allt frá frumbernsku minni. Ég minnist hans fyrst, er hann var i barnaskóla á heimili foreldra minna. Hann var vist ekki talinn neitt sérlega kyrrlátur nemandi, en á þeim vett- vangi hafði ég engin sérstök kynni af honum. Hins vegar fylgdi ég honum fast eftir utan veggja skólastofunnar. Honum datt svo margt i hug, sem aðrir létu ógert, og var ódeigur að feta utan troðinna slóða, jafnvel þótt sumar hans hugdettur hlytu ekki almannalof. 1 ungmennafélagi sveitarinnar var Helgi virkur og athafnasamur, en ef til vill ekki að sama skapi leiðitamur og talhlýðinn. Hann mun aldrei hafa látið sannfæringu sina i skiptum fyrir friðarstólinn. Slikt var gagnstætt eðli hans. A yngri árum lagði Helgi mikla stund á iþróttir og náði þar undra- verðum árangri, þar sem likams- bygging hans var alls ekki sú, sem iþróttamönnum er talin bezt henta. Það var enda stundum haft að gaman- máli, að hann tæki á með hverjum likamsvöðva. bað eitt var vist, að i keppni var einbeitingin alger. Hann vildi vinna fyrir félag sitt þau afrek, sem honum var unnt og sparaði sjálfan sig hvergi. Það var honum ekki eiginlegt að ganga hálfur til leiks i einu eða neinu. Skák iðkaði Helgi mikið og náði þar Björk, gift Guðmundi Þórhallssyni bókbandsmeistara og eiga þau 3 börn. En alls eru afkomendurnir 23 að tölu. öllu þessu fólki sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Og hina svarfdælsku sæmdarkonu kveð ég með innilegri þökk frá mér og minum og bið henni guös b^lessunar i nýrri veröld. Snorri Sigfússon umtalsverðum árangri og skák- áhuginn entist honum til lokadægurs, þvi að við skákþrautir glimdi hann til hins siðasta. A uppvaxtarárum Helga þótti sjálf- sagt að unglingar læsu fornsögurnar og lestur þeirra hefur hann áreiðan- lega stundað i rikum mæli. Vist er það að minnsta kosti, að engan minna samferðamanna heyrði ég oftar vitna i þær, og hafa enda á hraðbergi heila kafla úr þeim orðrétta. Helgi var veiðimaður og naut veiði- skapar á margvislegan hátt. Sjálfsagt hefur hann á ungum aldri byrjað að veiða laxinn vegna brýnnar þarfar fátæks heimilis fyrir matföng, en veiðiskap stundaði hann aldrei i ábataskyni. Hins vegar opnaði veiði- skapurinn honum er fram liðu stundir, leið til þess að sýna sina eðlislægu rausn og gjafmildi, þvi að ófáir munu þeir laxarnir, sem komu á öngul Helga, sem hann flutti heim i búr granna og vina. og hlaut fyrir þakkir einar að launum. Ég er meðal þeirra, sem óverðugur hefi notið þessarar rausnar Helga. En enda þótt maður vissi sig gjafar- innar ómaklegan. var ekki unnt að afþakka hana, þar sem það hefði sært gefandann óbætanlega. Aftur á móti veitti það honum augljósa gleöi að vera veitandi, og það sem rausnarleg- astur veitandi. Enda var ekki trútt um, að hann þætti stundum ekki sjást fyrir með rausn og höfðingsskap. En viðhorf hans til fjármuna var aldrei það að komast yfir fjármuni fjár- munanna vegna, heldur sem tæki i þjónustu gjafmildi sinnar. Helgi var fæddur i Skógum 16/10 1908 og voru foreldrar hans Hólm- friður Jónsdóttir og Páll Sigurðsson, bæði komin af traustum þingeyskum bændaættum. Voru meðal bræðra .Hólmfriðar félagsmálaskörungarnir Sigurður i Ystafelli og sr. Arni á Skútustöðum. Móðursinnar naut Helgi skamma hrið og var hún tiðum sjúk siðustu ár æfinnar. En heimili átti hann ætið i Skógum, fyrst með föður og systkinum, en siðan bjó hann með Sigurveigu systur sinni um skeið. en siðast sem einbúi. Er heilsunni tók að hraka átti hann Islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.