Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 6
maður og sérstaklega hug- kvæmur og úrræðagóður, enda vafa- laust oft þurft á þeim eiginleikum að halda i sambandi við starf sitt. Hörður kvæntist árið 1944 Jóhönnu Guðmundsdóttur frá Kjörseyri i Hrútafirði, hinni ágætustu konu, þau hafa lengst af búið i Barðavogi 26. Þau hjón eignuðust tvö börn, Jónu Sigrúnu, gift Guðjóni Inga Sigurðssyni, leiksviðsstjóra hjá Þjóðleikhúsinu, og Halldor, trúlofaður Hólmfriði Sigur- jónsdóttur frá Sveinsstöðum i Dala- sýslu. Jóhanna bjó manni sinum og börnum gott heimili, hjónin voru einstaklega samhent, og á heimilinu rikti mikill einhugur, þangað var gott að koma og þar leið manni vel. Ég kynntist börnum þeirra ungum, þau dvöldu oft á sumrin á bernskuheimili Jóhönnu Kjörseyi, þar voru þau i nánum tengslum við fjölskyldu mina. Þau báru heimili sinu gott vitni sakir prúðmennsku og hlýrrar en fast- mótaðrar framkomu. Þó að Hörður ynni meginhluta ævi sinnar hér i höfuðborginni, unni hann sveitalifinu. Hann naut sin bezt úti i náttúrunni og hafði mikið yndi af þvi að ferðast um landið, og var fróður um landshætti. Hann átti sumarbústað á Skarði, ættarsetri sinu, og þar var margri helginni eytt i faðmi f jalla og i nánum tengslum við móður jörð. Hörður Sigfússon var mikið prúðmenni, dulur, hógvær, en fram- koman einstaklega alúðleg, svo að hann hrinti engum frá sér. Við nánari kynningu komst maður að raun um, að bak við hógværð og fastmótaða fram- komu sló hlýtt hjarta og sterkar til- finningar. Hann var traustur vinur og skemmtilegur félagi. Ég minnist þess sérstaklega, að við unnum eitt sinn saman að þvi að leysa vandamál þriðja aðila, kunningja okkar. Þá fyrst kynntist ég honum allnáið, og ég gat eki annað en dáðst að þvi, með hve miklu raunsæi og hjartahlýju hann iagði til, að málið yrði leyst. Hörður var einn af þeim mönnum, sem eru si- vinnandi, öll hugsun hans snerist um starf hans og heimili. Hann var umhyggjusamur heimilisfaðir og heimakær, hann eyddi margri fri- stundinni i það að fegra og snyrta heimili sitt. Með Herði er burtkallaður ágætur starfsmaður, mikill drengskapar- maður og traustur vinur. Það er bjart yfir minningu hans. Konu hans, börnum, tengdabörnum og aldraðri móður og öðrum aðstandendum sendum við hjónin hlýjar samúðar- kveðjur við hið sviplega fráfall hans. Jón Kristjánsson frá Kjörseyri 6 r Jóhann Tryggvi Olafsson „Af eilifðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir Vort lif, sem svo stutt og> stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir”. Jóhann Tryggvi Ólafsson er nú kvaddur hinztu kveðju. Segja má, að andlát manns, sem hafði barizt við erfiða sjúkdóma siðasta áratug komi engum á óvart. Þó er það jafnan mikið áfall að heyra lát vinar sins. Jóhann Tryggvi Ólafsson var fæddur að Krossum á Arskógsströnd 2. júli 1911. Voru foreldrar hans hjónin Asta Þorvaldsdóttir og Ólafur Þorsteins- son, er þar bjuggu. Eignuðust þau fjögur börn, sem upp komust, Sigur- laugu, er gift var Halldóri Halldórs- syni, arkitekt, sem nú er látinn, Grétu, sem gift er Vilhelm Hákansen, mál- arameistara, og Sigurjón, sem látinn er fyrir nokkrum árum, Jóhann ólst upp við öll algeng sveitastörf og hlóðst snemma mikil ábyrgð á ungar herðar hans, þar eð faðir hans var löngum heilsutæpur. En hugur hans stefndi til mennta og er hann hafði aldur til, hóf hann nám i Menntaskólanum á Akur- eyri, en vann á búi föður sins á sumr- um. Það átti þó ekki fyrir Jóhanni að liggja að stunda langskólanám, þó að hugur hans stæði allur til þess. Vegna veikinda föður sins og heimilisástæðna varð hann að hætta námi i 4. bekk og setjast að á Krossum, þar sem hann var stoð og stytta föður sins, unz hann lézt árið 1937. Þung mun sú ákvörðun hgætlega lesinn og hafði unun af að hafa verið Jóhanni að hverfa frá námi mála °§ teikna. Hann var viðkvæmur og bar hann ætið nokkurn harm i huga °8 tilfinningarikur og gulltryggur vin- þessarar ráðabreytni, enda náms- um sinum. Ifann hafði mikinn áhuga á maður ágætur. þjóðmálum og afdráttarlausar skoð- Jóhann gerðist bóndi á Krossum að anlr á þeim. Tók hann um tima virkan föður sinum látnum og bjó þar til árs- Þátt i félagsmálum og studdi ætið ins 1940, er hann fluttist tíl Akureyrar, dyggilega málstað hinna minnimátt- en siðar til Reykjavikur árið 1949. ar. Það má ef til vill segja nú að leiðar- 31. október 1933 gekk Jóhann að eiga lokum, að Jóhanni hafi verið hvildin unnustu sina, Guðnýju Gunnarsdóttur 1{ær eftir svo langa sjúkdómsþraut. frá Fossvöllum. Ég er sannfærð um. Hinu má ekki gleyma, hve mikils virði að allir kunnugir eru mér sammála hann var ástvinum sinum og fjöl- um, að það var hans mikla lifslán. 1 skyldú til hinztu stundar. Ég bið Guð óvenju þungum erfiðleikum, fyrst i ah styrkja Guðnýju i sorg hennar og heilsuleysi hennar, en siðar hans, báru missi. Sú vissa má vera henni huggun, þau hvort annars byrðar og kunnu aöhún var manni slnum þá ætiö styrk- einnig vel að njóta saman þeirra sól- ust stoð, er mest lá við. skinsstunda, er lifið gaf. Einkadóttir Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. islendingaþættir þeirra, Erla, er gift Friðgeiri Olgeirs- syni, stýrimanni. Sonur þeirra ber nafn Jóhanns afa sins og Sigurjóns bróður hans, en með þeim bræðrum var sérlega kært. Heimili þeirra Jóhanns og Guðnýjar stóð ætið með rausn og myndarskap. Þar var alltaf nóg hjartarúm og eng- inn kom þar inn fyrir dyr, svo að hann hrifist ekki af umgengni og heimilis- brag. Sigurjón, bróðir Jóhanns, átti hjá þeim sitt heimili i nokkur ár og Asta móðir Jóhanns, dvaldist hjá þeim sið- ustu æviár sin og naut frábærrar um- önnunar. Jóhann var listfengur að eðlisfari, ágætur söngmaður og tók virkan þátt i starfi söngkóra á Akureyri. Hann var

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.