Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 7
Guðbj örg Ágústsdóttir Syðri Löngumýri Laugardaginn 9. febrúar var jarð- sungin frá Svianvatnskirkju Guð- björg Sveinsina Ágústsdóttir, hús- freyja að Syðri-Löngumýri, A-Hún. Guðbjörg var fædd að Rútsstöðum i Svinadal, 21 ágúst 1923. Hún lézt 2. febrúar að Héraðshælinu Blönduósi, rösklega fimmtug að aldri. Foreldrar hennar voru þau Ágúst Björnsson og Borghildur Oddsdóttir, þá í hús- mennsku að Rútsstöðum. Þau eignuð- ust tvær dætur saman, þær Guðbjörgu og Guðmundu, sem nú er gift á Suður- nesjum. Tvö hálfsystkini átti Guðbjörg frá fyrra hjónabandi móður sinnar, Þóru, sem býr á Blönduósi og Tyrfing sem er látinn. Ágúst og Borghildur slitu fljótt samvistir og var Guðbjörg með föður sinum, en Borghildur fór til Reykjavikur og hefur átt þar heima siðan. Hún dvelur nú á Elliheimilinu Grund. Dóttir hennar, Bugga eins og við kölluðum hana, hafði oft boðið móður sinni að dveljast hjá sér fyrir norðan, en gamla konan kunni betur við sig syðra. Ágúst vann á ýmsum bæjum i Svina- vatnshreppi, meðan hann ól dóttur sina upp. Það má einsdæmi teljast, þvi að ekki var félag einstæðra foreldra eða önnur hjálp einstæðum feðrum til handa, og mætti margur af honum læra. Ágúst var vinnusamur og hug- ljúfur öllum, sem honum kynntust. Honum hefur eflaust þótt mjög vænt um dóttur sina, og hann naut þess lika siðar, er hún hóf sjálf búskap, þvi að þá fluttist hann til hennar og bjó hjá henni til dauðadags. Hann lézt á Löngumvri árið 1965. Guðbjörg mun hafa notið þeirrar barnafræðslu, sem tiðkaðist i sveit á þeim tima. Siðar, eða 1943—1944, fer hún á Kvennaskólann á Blönduósi, og mun það hafa orðið henni gott vega- nesti sem húsfreyju i sveit, en hún var fyrirmyndar búkona og gestrisin i fyllsta máta. Guðbjörg giftist eftirlifandi manni sinum, Iialldóri Eyþórssyni, 1945. Foreldrar hans eru Pálina Jónsdóttir, ættuð frá Hnifsdal, og Eyþór Guð- mundsson úr Svinavatnshreppi. Hall- dór og Guðbjörg voru að Guðlaugs- stöðum 1 ár og hófu búskap að Auð- kúlu, en keyptu Syðri-Löngumýri árið 1947 og hafa búið þar siðan. Tengdaforeldrar Guðbjargar, Pálina og Eyþór, hafa alla búskapar- tið Halldórs og Guðbjargar átt heima á Syðri-Löngumýri,þar til i haust, að þau fóru á héraðshælið sakir erfiðleikanna heima fyrir, lasleika og hárrar elli. Þeim Halldóri og Guðbjörgu varð ekki barna auðið, en 1959 tóku þau kjörbarn, dóttur, er Birgitta Hrönn heitir. en hún er nú tæpra fimmtán ára, i skóla. Þorsteinn Hallgrimur Gunnarsson, sem undanfarið hefur verið ráðunautur i sýslunni, kom til þeirra 8 ára gamall og dvaldi þar, þegar hann var ekki i skóla. Einnig voru systurdætur Halldórs, Eygló og Ingibjörg, i fjölda sumur hjá þeim svo og fleiri börn. Löngumýri árið um kring, en þó mest á sumrin, en enginn fór þaðan án góðs viðurgernings. Guðbjörg var i Kvenfé- lagi Svinavatnshrepps og starfaði þar dyggilega. Þess má vel geta, að þegar Halldór og Guðbjörg byggðu Löngumýri fyrst. var þar torfbær. Hann stóð ofarlega i túninu. Ég hafði ekki tækifæri til að koma þangað á þeim árum, en bænum var lýst fyrir mér, og ég veit, að það hafa oft verið erfiðir dagar á vetrum hjá húsfreyjunni, þegar allt fraus i eldhúsi og viðar. En ungu hjónunum auðnaðist að byggja upp myndarhús með þeirra tima þægindum, og sagði Guðbjörg méi; að það hefðu verið mikil umskipti. Mér er ekki létt um að rekja æviferil Guðbjargar mikið, en aö endingu vil ég biðja blessunar eiginmanni og dótt- ur, móðurinni og tengdaforeldrum hennar,einnig öðrum skyldmennum og vinum. Við vonumst öll eftir fegurös himins- ins, þegar við héðan hverfum, laus við veraldar strið. Eins og skáldið orti, vildi ég segja: 1 hendi Guðs er hver ein tið i hendi Guðs er allt vort strið hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (MJ). Gúð blessi þig. Aðalheiöur Magnúsdóttir. Leiðrétting 1 minningargrein um Steinunni Guð- mundsdóttur ljósmóður i 7. tbl. ts- lendingaþátta segii;, að móðir hennar hafi verið Kristbjörg Bergþórsdóttir frá Leirskálum. Hið rétta er, að móðir hennar var Þorgerður Jónsdóttir frá Lækjarskógi. Kristbjörg var hins vegar amma Steinunnar. Eru að- standendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. — AB. Leiðrétting 1 9. tbl. tslendingaþátta stóð i grein um Sigriði F. Jónsdóttur. að Sveinn Jónsson á Egilsstööum hefði verið for- maður Búnaðarsambands Austur- lands. Það mun vera rangt, og leið- réttist það hér með. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.