Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 4
Jóhannes Finnsson frá Kaldá í Önundarfirði fæddur 26. júni 1917 dáinn 15. febrúar 1974. Þvihefirlöngum verið haldiðfram, að flestir tslendingar bæru sins heimalandsmót, hvar sem leiðir þeirri lægju, siðar á lifsleiðinni. Af skaphöfn og lyndisfari mætti kenna manngerðina, hvar á landinu þeir hefðu alizt upp, hvaða aðstæður og umhverfi hefði mótað þá til þroska. Hvort heldur það hefði verið hörð barátta fyrir lifsframfæri við óblið náttúruöfl og frumstæð skilyrði — eða annars vegar áhyggjulitið lif og auð- fengin velsæld, án þess að þurfa að leggja hart að sér við að tryggja lifs- öryggi sitt. Hvað sem um það má segja, þá er það vist, að engum, sem þekkti Jó- sitt annað heimili i Skógahlið hjá Sigurði bróður sinum og Aðalheiði Þorgrimsdóttur konu hans, og naut þar hjá þeim hinnar beztu aðhlynn- ingar. Með systkinabörnunum bættist Helga nýr gleðigjafi. Þau ólust vel flest upp i næsta nágrenni við Skóga, svo að honum buðust næg tækifæri til þess að láta þau njóta gjafmildi sinnar og frænd- semi, og þau tækifæri notaði hann ótæpt. En verka sinna naut Helgi siðar þegar heilsan bilaði.Þá var frænd- fólkið hans boðið og búið að rétta honum hjálparhönd, svo að honum væri unnt að halda áfram búskapnum. En fátt var honum hugleiknara en að eiga kindur og annast þær. A engan er hallað þó að nafn Björns ófeigs frænda hans sé nefnt, sem hans beztu hjálpar- hellu við búskapinn. Þegar systkina-barnabörnin komust á legg, var Helgi þeim sem annar afi, gjafmildur og eftirlátur afi. Helgi andaðist á heimili Sigurðar bróöur sins 18/1 án undangenginnar sjúkdómslegu, enda þótt heilsan væri búin að vera tæp um langt skeið. Hann var jarðsunginn frá Húsavikurkirkju 25. sama mánaðar. Óskar Sigtryggsson. hannes Finnsson að marki, gat dulizt, að þar fór Vestfirðingur, svo mjög bar hann með sér — sin heimalandsmót. Vestfirðirnir, fremur öðrum lands- hlutum, hafa verið uppeldisstöðvar og skóli fyrir okkar sjómannastétt, til þess liggja sögulegar og landfræðileg- ar ástæður. Þaöan hafa lika komið færustu og duglegustu einstaklingar úr sjómanna stétt, aldir upp við óbliö kjör, hertir i eldi harðrar lifsbaráttu við óbliða náttúru, þar sem afburðamenn einir héldu velli. Við þessu likar aðstæður hóf Jó- hannes sina fyrstu skólagöngu, þá enn kornungur, eða innan við fermingar- aldur. Framundir tvitugsaldur stundaði hann sjómennsku ásamt öðrum störf- um, að hætti annarra ungra manna fyrir vestan, en brýtur þá i blaö og fer i Samvinnuskólann og lýkur prófi þaðan 21 árs gamall. Fer siðan vestur á sinar æskustöðvar, til halds og trausts fjöl- skyldu sinni. Það var 1945, þá 28 ára gamall, að Jóhann flytur til Akraness og gerist bókhaldari hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga, og þvi starfi gegndi hann hjá ýmsum fyrirtækjum öðrum þræði upp frá bvi. En sennilega hefir verið sjór i blóð- inu, þvi að alltaf kallaði hafið og stund aði hann þvi sjóinn öðru hverju, unz hann fór sina siðustu sjóferð á skipi Garðars bróður sins, en þeir bræður voru mikið saman til sjós, og mat Jó- hannes bróðir sinn fnikils og nefndi hann jafnan i min eyru „Garðar bróðir”. Jóhánnes var minnisstæður per- sónuleiki, sannur fulltrúi sinnar heimabyggðar. Greindur vel og prýði- lega hagorður. Þótt við kynntumst fljótt, eftir að hann fluttist til Akra- ness, var ei sú ástæðan að við værum sérstakir jábræður i skoðunum, enda sló oft i harðar brýnur okkar i millum, en Jóhannes var málafylgjumaður og létekki sinn hlut i skörpum orðræðum. Hversdagslega var Jóhannes frem- ur dulur maður og bar ekki tilfinning- ar sinar á torg og ekki tamt að tjá hug sinn allan, en undir skelinni fann maður, að sló viðkvæmt hjarta. Árið 1947 giftist Jóhannes eftirlif- andi konu sinni, Bjarnfriði Leósdóttui; gáfaðri merkiskonu. Bjuggu þau sið- ustu 15 ár að Stillholti 13,Akranesi og áttu sér þar glæsilegt heimili, sem jafnan stóð opið gestum og gangandi, og eru ýmsar minar beztu minningar frá Akranesi bundnar við það heimili. Börn þeirra þrjú eru nú öll uppkom- in. Steinunn leikkona, gift Éinari Karli Haraldssyni fréttamanni, búsett i Reykjavik. Leó kennari við Gagn- fræðaskóla Akraness og Hallbera nemandi i menntaskóla. öll eru þau systkin vel gefin, enda af góðu bergi brotin i báðar ættir. Einhvern veginn finnst mér, nú við leiðarlok, að við hjón megum hafa þann heiður að teljast til vina Jóhann- esar Finnssonar. En hafi ég verið i nokkrum vafa þar um, meðan við enn bjuggum i nábýli á Akranesi, tók þar af um allan vafa, þegar við hjón flutt- 4 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.