Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 14
Jónas Jóhannesson tryggingafulltrúi f. 4/2 15)04 (I. 15/2 11174. Siðast sá ég Jónas á sjötugasta af- mælisdegi hans. Þá duldist mér ekki að samferða yrðum við ekki öllu leng- ur i þessu lifi. Langvarandi vanheilsa hafði loks unnið bug á þrótti hans og lifsþorsta. jafnan er þegar vinir manns hverfa. Aðstandendur hans eiga allir um sárt að binda. og ekki sist öldruð og las- burða fósturmóðir hans. er hann hlynnti að eftir getu frá þvi hún missti manninn á siðasta hausti. Einvera hennar er mikil nú. Gunnþór var lika mikill afi. og sár- astur er kannski harmur barnabarn- anna. ekki sist Lilju, svo sterkum böndum sem þau voru tengd. Nú þarf ekki að opna fyrir honum afa meir. Hann kemur ekki oftar. En i hugum okkar mun minning hans lifa og þar mun hann verða áfram með okkur. Þökk fyrir mig og mina. Hjalteyri, 24. febr. 1974 Jón frá Fálmholti. t Gunnþór Bjarnason var fæddur i Miðfiröi, Skeggjastaðahreppi, Norður- Múlasýslu. Foreldrar hans voru Bjarni Oddsson frá Felli og Guðrún Vaklimarsdóttir hreppstjóra á Bakka. l>egar á l- ári tók fööurbróðir Gunn- þórs. Gunnar Oddsson, Gunnþór i fóst- ur og ólst hann siðan upp hjá Gunnari og Þórunni Kristinscjóttur konu hans. Þegar Gunnþór var 5 ára komu þau til Reykjavikur og bjuggu lengi á Bragagötu. Má segja að Gunnþór hafi verið Reykvikingur siðan. Gunnþór stundaði almenna verkamannavinnu meöan heilsan leyfði, var m.a. lengi hjá Rikisskip. Kona Gunnþórs var Valgeröur Ólafia Þórarinsdóttir og áttu þau 4 mannvænleg börn, sem nú eru upp komin. Þrátt fyrir það var það hans einlægi vilji, að þessa dags skyldi minnzt með fagnaði i hópi vina og venzlamanna. Við þessi leiðarlok er mér efst i huga þakklæti til þín fyrir hálfrar aldar samleið og órofa vinarþel. Ég þekkti þig að þvi, að vera litt gefinn fyrir skjall og raup. En ég stend i þakkar- skuld. Þess vegna verður þú að fyrir- Undirritaður knntist ekki Gunnþóri fyrr en fyrir örfáum árum, en þá tók Gunnþór að sér innheimtustörf fyrir Letur s/f og sá um þau störf með trú- mennsku og ósérhlifni þótt heilsan væri farin að bila, einkum s.l. ár, en þá var Gunnþór lengi frá vinnu vegna hjartasjúkdóms, sem nú hefur dregið hann til dauða. Gunnþór var drengur góður, vildi öllum vel og stóðst ekki reiðari en ef okkur vinum hans varð á að hallmæla öðrum. Hann vildi aö menn væru frjálsir að þvi að sinna hugðarefnum og var ekki laust við að stundum væri hin ..frjálsa sam- keppni” rædd af kappi i okkar hóp, er saman unnum. Sýndist þá sitt hverjum eins og gengur. en sannast mála er að beztu eiginleikar Gunnþórs voru ekki af þvi taginu, sem nýtast til aö troðast fram úr öðrum eöa láta kné fylgja kviði. Þótt við vinnufélagarnir höfum e.t.v. ekki i oröi kveönu aöhyllzt sömu hugsjónirnar eða stjórnmálastefnur að öllu leyti er þaö trúa min að virð- ingin fyrir einstaklingnum — hinum smáa órofa hluta heildarinnar — hafi verið rauður þráður i hugmyndum Gunnþórs eins og flestra sannra al- þýðumanna. í samfélagi framtiðar munu hæfileikar manna eins og Gunn- þórs fá að njóta sin betur en nú um sinn. Samstarfsfólk Gunnþórs þakkar honum samfylgd i starfi og striði lifs- ins og sjálfur vil ég sérstaklega þakka honum góða viðkynningu,einlæga vin- áttu og trúmennsku i starfi, sem ekki var alltaf þakkað sem skyldi. Sigur jón Þorbergsson. gefa mér, aö ég legg þetta litla blað á leiði þitt. Auk þess yljar það mér, að láta hugann reika til gamalla daga. Þær systur sorg og gleði knúðu dyra þinna, sem annarra, á langri æfi. En þér var ekki tamt að bera tilfinningar þinar á torg, eða iþyngja öðrum,væri þér eitthvað mótdrægt. Hitt var þér meira i mun að koma færandi hendi. ,,Ei vitkast sá sem verður aldrei hryggur hvert viskubarn á sorgar brjóstum liggur’.’ Gunnþór Bjarnason var fæddur i Miðfirði i Skeggjastaðahreppi 25. ágúst 1925, og dáinn 16. febrúar 1974. Foreldrar hans voru Bjarni Oddsson búfræðingur og Guðrún Valdemars- dóttir Magnússonar hreppstjóra. Þorbjörg móðir Guörúnar var Þorsteinsdóttir, Þorsteinssonar rika á Bakka i Skeggjastaðahreppi, og Gunn- hildur móðir Bjarna, Bjarnadóttir borgara á Raufarhöfn, Þorsteinssonar rika á Bakka. Foreldrar Gunnþórs voru þvi þremenningar. Bjarni og Guðrún áttu 10 mannvæn- leg börn, sem öll komust til þroska. Gunnþór ólst upp hjá Gunnari Odds- syni og konu hans Þórunni Kristins- dóttur. Hann var sem þeirra barn. Gunnþór var svo sem ættmenn hans grandvar um náungann i tali og prúð- ur. Hann vann ýmist á sjó og landi og nú siðast við innheimtu hjá ..Letur hf ”. Kona hans og móðir fjögurra barna þeirra, var Valgeröur Þórarinsdóttir. ftg votta aðstandendum hans inni- lega samúð. Blessuð sé minning hans. Þórarinn fró Steintúni 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.