Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 11
máttarvöldum. Þrátt fyrir marghátt- aða erfiðleika leið henni oft vel i litla húsinu sinu. Alltaf var þar vistlegt og allt hreint og fágað. Börnin voru vel gefin og efnileg og móður sinni góð. Enga konu hef ég þekkt, sem hefur verið jafn fær um að vera börnum sin- um bæði faðir og móðir. Oftast gat hún veitt sér það að fara með þau i stutt ferðalag á hverju sumri. Var það henni mikil ánægja. Þrúður hafði yndi af ferðalögum og glöggt auga fyrir fegurð landsins. Má til gamans geta þess,að sumarið 1932 fór hún ásamt annarri stúlku fótgang- andi frá Reykjavik austur um Suður- land og alla leið austur i Breiðdal. Þeirri fögru sveit unni hún meira en öllum öðrum stöðum á landinu. Ferð þessi tók tuttugu og þrjá daga og minntist Þrúður hennar með mikilli ánægju. t Vestur-Skaftafellssýslu átti hún margt frænda og vina. Ekki verður þeirra getið hér, utan einnar konu, er reyndist henni sem bezta sýstir. Var Þrúður hjá henni er hún gekk með sitt fyrsta barn. Þessi kona var Sigriður Guðjónsdóttir i Hlið i Skaftártungu. Taldi Þrúður hana eina sina mestu velgerðarkonu. Arið 1950 varð Þrúður kennari við Kópavogsskólann. Kenndi hún þar i mörg ár eða þar til Digranesskóli tók til starfa 1964. Kynni okkar hófust, er hún varð kennari hér i Kópavogi. Er margs góðs að minnast frá þeim samverustund- um. Þrúður hafði fengið i vöggugjöf góða og glaða lund, sem erfiðleikarnir höfðu ekki náð að buga. Hreinlyndi hennar og hispursleysi fluttu með sér hressandi blæ, hvar sem hún fór. Nærvera hennar var þvi alltaf ánægju- leg okkur, sem með henni unnum. Fyrir nokkrum árum tókst Þrúði að koma sér' upp fallegu húsi á lóð sinni. Þaðan er mjög fagurt útsýni. Oft nutum við þess saman að horfa á fegurð sólarlagsins og hin ólýsanlegu litbrigði lands og lagar. Það var óblandin ánægja okkar, vina hennar, að hún gat komið sér upp þessu fallega húsi og vonuðum við að vera hennar þar yrði lengri. En enginn má sköpum renna. Hins vegar er það ánægjulegt, að börnin hennar geta not- ið þess. Ég hef hér að framan minnzt á börn Þrúðar, en þau eru: Helga Kristin Einarsdóttir kennari og nú Háskóla- nemi, örn rafvirkjameistari og Rann- veig verzlunarmaður. Þau eru börn Þorvalds. Að endingu vil ég þakka minni látnu vinkonu fyrir allar okkar ánægjulegu samverustundir. Ég votta börnum Þrúðar og systkin- islendingaþættir um innilega samúð mina við fráfall hennar. Guð blessi minningu hennar. Áslaug Eggertsdóttir. f Dánartilkynning minnir alltaf á fall- valtleika og vinaskilnað. Og ef sá, sem látinn er, átti eitt sinn samleið með okkur, langan veg eða skamman, hrökkva menn kannske við, staðnæm- ast andartak á lifsgæðakapphlaupinu og lofa huganum að hverfa til farinna vega og liðinna daga. Þannig fór okk- ur, gömlum starfsfélögum Þrúðar Briem kennara, þegar við heyrðum,að hún væri dáin. Breiðdalur er dala mestur á Aust- fjörðum, frið sveit i umgerð hárra og svipmikilla fjalla. Þar sleit Þrúður Briem barnsskónum, fædd að Eyjum 27. febrúar 1908. Otþráin vitjaði henn- ar á sinum tima og leiðir lágu að heim- an i leit að menntun og nýrri reynslu. Hún settist i Menntaskólann i Reykja- vik og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1931. Fjórum árum siðar tók hún kennarapróf úr Kennaraskóla tslands. Eftir það stundaði Þrúður kennslu á ýmsum stöðum um alllangt árabil, hélt m.a. smábarnaskóla i Reykjavik nokkra vetur. — A þessum árum gekk hún að eiga Þorvald Guðmundsson, en siðar slitu þau samvistir. Börnin fylgdu móður sinni,og um svipað leyti gerðist hún kennari við barnaskólann i Kópavogi (1951), sem þá var nýlega stofnaður. Þar hófust okkar kynni. Þetta er auðvitað mjög ófullkomið og lauslegt yfirlit um það timabil i ævi Þrúðar Briem, sem oft er rikast af þeirri lifsreynslu, er ræður örlögum manna og framtið. Opinberar skýrslur og tölvuvisindi, svo merkileg sem þau eru, toga á grunnu vatni. Hamingja og gleði, sársauki og sorg eru þeim óvið- komandi. Margs væri að minnast frá frum- býlingsárum Kópavogsskóla og trú- lega mundi ýmsum virðast sumt með ólikindum, ef farið væri að lýsa að- stöðu og aðbúnaði við skólahaldið og bera það saman við nútimann. Ekki er þetta þó svo að skilja, að i minum huga hvili einhver hörmunganna skuggi yfir þeim tima. Það er öðru nær. Þegar öllu er á botninn hvolft, verða björtu dagarnir miklu fleiri og langlifari i minningunni en hinir, sem lifðu i skugganum af áhyggjum og tima- bundnu basli. Kennaraliðið var sam- valið og traust fólk, sem lét ekki ,,basl- iðsmækka sig”, en hélt gleði sinni,þótt nokkuð skorti á þægindin. Og margar stundir i þeim hópi ylja nú aldið blóð, þar rikti samstarfsvilji og góður félagsandi sveif yfir vötnunum. Þá gullu glaðir hlátrar, hendingar flugu, — jafnvel vandamálin sjálf urðu tilefni gamansamrar stöku. Þarna átti Þrúð- ur sinn gilda og góða þátt, þó að glað- værð hennar væri ekki hávaðasöm né ærslafengin. En hún var gædd fjarska notalegri kimnigáfu og næmri smekk- visi á ljóð jafnt og laust mál. Og hag- mælskan var henni tiltæk,ef þvi var að skipta, en hún flikaöi þvi litið. Þegar Þrúður hóf kennslu i Kópa- vogsskóla, voru börnin hennar þrjú enn i ómegð, á og innan við skólaaldur. Hlaut hún þvi, jafnframt skyldustörf- um sinum i skólanum, að rækja móðurhlutverk og annast heimilis- hald. Samanlagt mundi það teljast ær- ið starf. Hún hefði getað sagt likt og hafkonan i þjóðsögunni: ,,Mér er um og ó, — ég á sjö börn i sjó, — og sjö á landi”. En ekki var henni gjarnt að kvarta um annir né áhyggjur. Þrúður var óhlutdeilin um annarra hag og sýndarmennska og steigurlæti mjög fjarri hennar skapi. Sjálf var hún yfirlætislaus og olnbogaði sig aldrei fram i fremstu raðir. En ekki var hún þeirrar manngerðar, sem ..þegir við öllu röngu”. Kom það ekki sizt i ljós, ef hún taldi að hallað væri á börn og litil- magna. Það gat komið fyrir, að mér fyndist hlédrægni hennar heldur um of, slikum afbragðs gáfum sem hún var gædd. Hefði hún átt að sama skapi framagirni og baráttuvilja, mætti láta sér detta i hug, að leiðin hefði legið upp stigann þann, sem kenndur er við æðri metorð og mannvirðingar, heldur en þau. sem einn fátæklega búinn barna- skóli hefur upp á að bjóða. Nemendum sinum var Þrúður nær- gætin og hlý og agavandamál kaus hún að leysa með hljóðlátri góðvild fremur enhörðum ávitum og valdboði. Leitun hygg ég yrði að þeim nemanda Þrúðar Briem, sem ekki þótti vænt um hana. Og þeir eru nú orðnir nokkuð margir, Kópavogsbúar, sem nutu leiðsagnar hennar. Þegar um er að ræða menningarlega uppbyggingu okkar unga bæjarfélags, hljóta skólarnir að teljast framarlega i flokki þeirra aðila, sem þar leggja undirstöðuna. t þann grunn hefur Þrúður Briem lagt sinn stein, þótt nú sé hún sjálf af heimi farin. Hún lifði það að sjá börnin sin vaxa upp til manndóms og góðs þroska og njóta umhyggju þeirra og ástúðar, þegar sjúkdómur og erfiðleikar steðjuðu að. Þeim sendum við, vinir hennar og samstarfsmenn, innilegar samúðar- kveðjur. Og margir þakklátir vina- hugir fylgja nú þeirra góðu móður yfir á ókunna landið. Krímami Jónasson. 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.