Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 8
Jakobína Ingveldur Þorsteinsdóttir Y öglum Fædd 1. marz 1901 I)áin 2. ágúst 1973. Hinn 2. ágúst s.l. andaðist Jakobina Ingveldur Þorsteinsdóttir, húsfrú að Vöglum I Vatnsdal, eftir stutta en stranga legu á Landsspitalanum i Reykjavik. Áður var hún búin að dvelja um tima á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Þá sá ég hana nokkrum sinnum og bar hún þá þann banvæna sjúkdóm, sem hún gekk með,svo vel,að maður gat vænzt þess að leið hennar lægi aftur heim að Vöglum, en það for á annan veg. Þótt Jakobina i Vöglum lifði alltaf fábrotnu lifi og lengst af á afskekktum fjallabýlum, þar sem all- ar aðstæður buðu ekki uppá neitt sér- stakt dekur, var hún þó ein af þeim manneskjum, sem oftast var glöð og ánægð með sitt hlutskipti. Ég skal nú i örstuttu máli rekja ævi- feril þessarar merku konu, sem vann Jóhann Elíasson kveðja frá Póstmannafélagi Islands Fæddur 18. júni 1908 Dáinn 3. febrúar 1974 Jóhann E. Eliasson póstmaður hér i Reykjavik lézt 3. febrúar siðastliðinn eftir 7 mánaða dvöl i sjúkrahúsi. Hann var fæddur á Bergsstöðum i Vest- mannaeyjum 18. júni 1908, sonur hjón- anna Bjargar ísaksdóttur og Eliasar Sæmundssonar trésmiðs. Hann átti 6 systkini, og er ein systir hans á lifi, Margrét kona Jóns Þorsteinssonar kennara á Akureyri. Jóhann var kvæntur Helgu Helgadóttur, en missti hana árið 1965. Þau voru barnlaus. Jó- hann Eliasson kom i póstþjónustuna árið 1967 og vann þar sem bréfberi. Hann var hæglátur og dagfarsprúð- ur svo af bar, sérstaklega samvizku- samur i starfi sinu og rækti það að öllu leyti vel. Hann var afskiptalaus við vinnufélaga sina og kynntist þeim þvi fremur litið en átti fáa vini og trygga. Jóhann Eliasson naut sin vel i starfi sem bréfberi. Vinnan var honum þjón- usta, er hann lét i té við samfélagið og samborgarana. Bréfberastarfið i Reykjavik, eiiís og það er og hefur ver- ið, ereitt af erfiðari störfum, sem unn- in eru i þjóðfélaginu i dag, en vonandi er, að ráðamönnum fari að verða það ljóst, hvers eðlis starfið er og þeir meti það að verðleikum, enda þarf mikinn dugnað til þess að inna það vel og sam- vizkusamlega af hendi. Jóhann Eliasson átti þessa kosti i rikum mæli. Meðan hann var bréfberi var aldrei kvartað yfir starfi hans. Hann var þar sannur og heill og vann það af köllun og samvizkusemi. Póstmannastéttin má vera þakklát fyrir að hafa átt jafn góðan félaga og Jóhann Eliasson. Hann var sannur maður, jafnt i starfi sinu sem stéttar- félagi. Samvizkusemi hans og trúmennska gagnvartþjónustunni var sönn og heil. Við minnumst hans með þakklæti og söknuði. öll sín störf i kyrrþey og lagði ævinlega gott til málanna: Hún fæddist að Stóruhlið i Viðidal hinn 1. marz 1901, foreldrar hennar voru Rósa Sæmundsdóttir og Þorsteinn Gislason, sem þar bjuggu. Þau munu hafa verið litt efnum búin, enda kom bróðir Rósu, Jakob Sæ- mundsson i Stórahvarfi að máli við þau hjónin og bauðst til að taka Jakobinu i fóstur. Kona Jakobs var Ingveldur Sigurðardóttir orðlögð sæmdarkona. Hún andaðist i hárri elli hjá Jakobinu fósturdóttur sinni i Vögl- um. Þau hjónin i Stórahvarfi áttu eina dóttur barna, sem Sigurlina hét og var komin um fermingu þegar Jakobina kom að Stórahvarfi. Nokkrum árum siðar andaðist húsbóndinn og var þá ekki um annað að ræða en Sigurlina tæki að sér búsforráð með aðstoð móð- ur sinnar og Jakobinu, eða að þær yrðu að gefast upp við búskapinn, en það mun hafa verið fjarri þeirra vilja. Þær héldu þvi búskapnum áfram um margra ára skeið með annálsverðum árangri. Þær urðu sjálfar að leysa af hendi öll störf á heimilinu, svo sem skepnuhirðingu, heyskap o.fl. sem karlmannsverk eru talin. Auk þess sem þær önnuðust öll ferðalög i sam- bandi við aðdrætti að heimilinu. Arið 1927 deyr svo Sigurlina og stendur þá Jakobina ein uppi með aldraða fóstur- 8 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.