Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 12
o Páll Kristjánsson bóndi, Reykjum við Reykjabraut Ég vil meö nokkrum orðum minnast látins sveitunga, Páls Kristjánssonar bónda á Reykjum við Reykjabraut, sem vann aHt sitt ævistarf i sinni heimabyggð. A Reykjum er fagurt og vitt útsýni yfir blómlegar og gróðursælar hún- vetnskar byggðir og litrikur fjalla- hringur stendur vörð við sjónarrönd. A slikum stöðum er auðvelt að festa ræt- ur, sem endast til æviloka og svo hefur Páli farið. Páll var fæddur 17. april 1901 á Reykjum. Hann var sonur Kristjáns Sigurðssonar bónda þar og konu hans Ingibjargar Pálsdóttur frá Akri. Páll ólst upp i heimahúsum, en fór á unga aldri i Bændaskólann á Hólum i Hjaltadal og lauk þaðan búfræðiprófi meö góðum vitnisburði. Mun Páll hafa komið skólavistin á Hólum að góðum notum, þvi að hann var athugull mað- ur. Báru teikningar og smiöisgripir, er hann gerði á Hólum vott um hagleik hans og rithönd skrifaði hann mjög góða. Páll kvæntist árið 1929 Solveigu Er- lendsdóttur frá Beinakeldu, mikilhæfri dugnaðarkonu eins og hún á ættir til og hafa þau búið á Reykjum alla sina bú- skapartið. Voru þau hjón samhent og góð heim að sækja, þvi að gestrisni þeirra var sönn og hlý. Börn áttu þau ekki, en tóku fósturson, Kristján Páls- son, sem nú er fuiltiða maður og hefur dvalizt mikið sunnanlands siðari árin. A Reykjum er jarðhiti og mun frá fornu fari hafa verið nýtt heitt vatn, er þar streymir upp úr iðrum jarðar. Til eru áreiðanlegar heimildir um sund- kennslu á Reykjum 1923, en það vor kenndi Jón Þorláksson Kærnested 20 nemendum sund þar. Ungur lærði Páll sund heima og siöar fór hann til Reykjavikur til frekara náms i sundi. Læröi hann þar m.a. Miillerskerfið. Var hann snemma góður sundmaður og áhugamaður um sundmennt. Hóf hann sundkennslu I gamalli ófullkom- inni laug 1918, en árið 1924 var byggð sundlaug úr steinsteypu. Páll mun hafa kenntsund um 20ára skeiö og var siðan prófdómari i sundi um langt ára- bil. Sundlaugin var örskammt frá i- 12 búðarhúsinu og þegar sundnámskeið voru var mikill gestagangur á heimil- inu, þvi að margir áttu þá leið að Reykjum. Hjálpsemi þeirra Reykja- hjóna við börnin i sundinu var einstök og til fyrirmyndar. Oft var að börnun- um hlúð, þvi að einungis litlir skúrar til að klæða sig úr og i voru þar við laugina. Stundum var tiðarfar kalt, svo að aðhlynningar var oft þörf, enda var hún veitt af alúð og munu ekki allir hafa gert sér grein fyrir þeim átroðn- ingi á heimilið, sem I raun og veru sundnámskeiðin höfðu i för með sér. En alltaf var sama hlýja viðmótið hjá þeim Reykjahjónum við börnin — allt- af sjálfsagt að þurrka sundskýluna fyrir þau og þeim velkomið að vera inni og hlýja sér, svo að dæmi sé nefnt. Reykir eru góð fjárjörð. Þar var út- beit góð og vorgróður kom snemma vegna jarðhitans. Páll hafði löngum mikiö fjárbú og fór orð af hversu nær- færinn fjármaður hann væri, nýtti út- beit vel, ætti drjúgar fyrningar aö vori og fé vel framgengið. Arið 1967 byggði hann vönduð stein- steypt fjárhús yfir 400 fjár með grind- um og vélgengum áburðarkjallara. Aður hafði Páll byggt reisulegt ibúðar- hús á Reykjum og hitað það upp með heitu vatni frá uppsprettunni. Um skeið átti Páll i hreppsnefnd Torfalækjarhrepps og hafði löngum áhuga á málefnum hreppsins. Hann fylgdist vel með þeim miklu framför- um, er urðu i búskaparháttum með vaxandi ræktun og heyöflun með ný- tizku vélum. Og eftir að hann byggði sin góðu fjárhús sagði hann einhverju sinni við mig, að nú væri gaman að vera ungur og að hefja búskap á Reykjum. Mér fundust þessi orð lýsa þvi vel að hann var sáttur við lifsstarf sitt — bóndastarfið — haföi fundið þá ánægju og gleði i þvi að hann mundi velja það aftur ætti hann þess kost. Þó hafði Páll stundum átt viö nokkra erf- iðleika að etjá vegna vanheilsu. Löngum hafði það verið draumur Páls að jarðhitinn á Reykjum yrði nýttur og þar risi skólasetur. Minnist ég þess sem drengur að þeir ræddust oft við um þetta áhugamál sitt faðir minn og hann og fannst báðum löngum miða fullhægt. Nú er þetta orðið að veruleika. Risinn er barna- og ung- lingaskóli með heimavist að Reykjum — Húnavallaskóli — fyrir 6 sveita- hreppa sýslunnar, hitaður upp með jarðhita. Fann ég að Páli þótti vænt um að sjá skólann — þessa miklu byggingu — risa á Reykjum og hann vildi að gengi hans yrði sem mest og hollvættir fylgdu honum. Páll var mér minnisstæður persónu- leiki. Honum varð lítt þokað ef hann hafði myndað sér ákveðna rökstudda skoðun og var þá mikill málafylgju- maður. Páll andaðist 14. janúar á Heraðs- hælinu á Blönduósi og var jarðsettur að Þingeyrum 19. janúar s.l. Hugur Páls var til siðustu daga bundinn Reykjum. Þegar ég hitti hann siðastá Héraðshælinu, sagði hann mér að hann vissi að hverju stefndi hjá sér, ,en sjáðu, hér ligg ég og glugginn yfir rúminu minu snýr heim að Reykjum og það þykir mér vænt um, þvi að ég sé fjöllin min fyrir ofan bæinn heima.’' Stefán A. Jónsson islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.