Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 10
ÞRÚÐUR BRIEM f. 27. febr. 1908 d. 20. jan. 1974 „Vegir skiptast, allt fer ýmsar leiðir inn i fyrirheitins lönd. Einum lifið arma breiðir, öörum dauöinn réttir hönd.” Þannig byrjar eitt af okkar ágætustu skáldum ljóð sitt eftir látinn vin. Það kom mér i hug, er dauðinn rétti hönd sina þeim er héðan fer. Þessi hönd finnst okkur ýmist snögg og harkaleg eða mild og friðandi, þegar hún kemur eftir langvarandi veikindi og þrautir, sem engin mannleg hönd fær bætt. Þannig virtist mér þaö vera með mina góðu vinkonu, Þrúði, að höndin, sem leiddi hana „inn i fyrirheitins lönd” var henni kærkomin úr þvi sem komið var. Enda finnst mér að þar hafi beðið vinir i varpa, er hún var leidd inn i hin nýju heimkynni. Þrúður Briem var fædd 27. febr. 1908 að Eyjum i Breiðdal, Suður-Múla- sýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Haraldsson Briem á Rann- veigarstöðum i Álftafirði og siðar á Búlandsnesi við Djúpavog, Ólafssonar Briem á Grund i Eyjafirði. Er sú ætt þjóðkunn fyrir gáfur, listfengi og ann- að atgervi. Móðir Þrúðar var Kristfn Hannes dóttir bónda i Efri-Ey i Meðallandi, V,- Skaftafellssýslu. Er þar einnig vel gert og vel gefið fólk. Var móðir Þrúðar þekkt fyrir mannkosti og snyrti- mennsku i framkomu og allri um- gengni. Þessi hjón höföu þvi ákjósanlega hæfileika til að skapa gott heimiii. Ólafur faöir Þrúðar, var mikill gáfu- maöur, skáldmæltur vel, fróður og viðlesinn. Var þvi heimili þeirra hjóna hinn ákjósanlegasti skóli, þar sem bóknám og vinna skiptust á. Sýnir það bezt hve vel Þrúði dugði sitt heima- nám, að hún tók gagnfræðapróf upp i Menntaskólann i Rvik án þess að hafa setzt á skólabekk. Hafði hún þá notið tfmakennslu i þrjá mánuði áður en hi^n tók prófið. Stóðst hún það og fékk 1. einkunn. t Menntaskólanum var hún svo næstu vetur og tók stúdentspróf 1931. Ekki er mér kunnugt um að nokkur stúlka önnur en Þrúður hafi gengiö inn i Menntaskólann i Rvik með jafnlitla skólagöngu að baki og farið út þaðan með ágætar einkunnir. Sýnir þetta bezt glæsilegar gáfur hennar svo og menntun föður hennar og hæfileika sem kennara. Það bar af hve vel Þrúði lét að nema tungumál. Varð hún mjög vel að sér i þýzku og öðrum erlendum málum er hún lærði i Menntaskóla. Þó var móðurmálið henni hugleiknast og kær- ast, enda var hún þar mjög viða heima. Þar bjó hún ekki sizt að þeirri fræðslu sem hún hafði fengiö i for- eldrahúsum. Þar átti það við, sem St. G. segir i einu ljóði sinu: „En saga og ljóð voru sjálftekin mennt”. Já sagan og ljóðin voru lesin og lærð. Þar var þann fróðleik að fá, er margur ung- lingur þráði, en gat ekki veitt sér á annan hátt. Þrúður var alla tið mikill unnandi fagurra ljóða og kunni mikið, bæöi af fornum skáidskap og ljóðum góð- skálda okkar. Sjálf var hún og vel hag- mælt, en fór dult með. Nú mætti ætla að stúlku með gáfur og hæfileika Þrúðar hefði verið leikur einn að halda áfram námi, og vist stóð hugur hennar til þess. En þar þurfti meira til. Heilsa hennar var aldrei sterk. Á unga aldri hafði hún smitazt af berklum, en fékk þó yfirstigið þá og komizt tii sæmilegrar heilsu. Fannst mér alltaf að hún ætti þaö mest móður sinni að þakka. En það var annað, sem var óyfir- stiganlegt og það var fátæktin. Þegar Þrúður kom út úr Mennta- skólanum mátti hún heita blásnauð. Vinnu var erfitt að fá á þessum árum nema erfiöisvinnu og hún var illa launuð. Þetta voru kreppuár. En Þrúður gafst ekki upp.Hún fór i kaupavinnu og vann eins og heilsan leyfði. Haustið 1934 fór hún i Kennara- skólann og tók kennarapróf vorið 1935. Sótti hún þá um styrk til framhalds- náms i Bandarikjunum. Styrkurinn hafði verið auglýstur um vorið. Tveir nýútskrifaðir kennarar sóttu um hann og auðvitað fékk pilturinn styrkinn! Þar með var sú von úti. Um þetta leyti varð fjölskylda Þrúð- ar fyrir þeirri þungu raun að faðir hennar missti sjónina. Seldi hann þá jörð sina og bú fyrir sáralitið verð og mátti það teljast neyðarúrræði. Eftir þetta urðu þau systkinin, Haraldur og Þrúður, að sjá um for- eldrana á meðan þau lifðu. Hin syst- kini Þrúðar voru Hannes, sem var heilsulaus og oftast á sjúkrahúsum, og Þuriður, sem var miklu yngri. Það var aðdáanlegt hve vel Þrúður reyndist Hannesi bróður sinum. Oft var hann hjá henni á sumrin og um hátiðar ef hann mátti fara af sjúkra- húsi. Árið 1943 giftist Þrúður Þorvaldi Guðmundssyni á Bildsfelli i Grafn- ingi. Nokkrum árum siðar fengu þau erfðafestuland i Kópavogi. Er það innarlega á Kópavogshálsi, nú Álf- hólsvegur 115. Ekki var það heiglum hent að búa i Kópavogi á þessum árum. Þar vantaði allt til alls nema landrýmið. Frumbyggjar Kópavogs urðu þvi að treysta á samstöðu og samvinnu við hvern annan. Enda skapaðist svo traust vinátta með Þrúði og nágrönn- um hennar á þessum árum, að hún entist æ siðan. Þrúður og Þorvaldur slitu samvist- um 1951. Þrúður bjó áfram i litla hús- inu sinu. Hún lét stækka þaö og sumrin fóru að miklu leyti i að mála þaðog iagfæra. Þarna ól hún upp börnin sin og þar varð hún þess áþreifanlega vör, að yfir henni og litla heimilinu hennar var vakað af æðri 10 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.