Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 2
Snjólaug Jóhannesdóttir frá Skáldalæk Fædd 16/3 1888. Dáin 13/2 1974. Kveðja Það hrærði barm hennar bænarmál við brottför af ævivegi. Hér tigin, konungleg konusál var kölluð burt yfir dauðans ál til ljóssins að liðnum degi. Nú unnið er loks þitt langa stríð og lausnarstund þráð er fengin. bað augljóst sýndi þin ævitið, að átti þolgæði lundin blið. Þín braut var með Guði gengin. Þó von þin hnepptist i vetrarhjúp og væri um tima falin, ei beygði þinn vilja dauðans djúp né dökku skýin við yzta núp, þvi birtu bar yfir dalinn. Þar lifið færði þér gleði að gjöf er geislar himinsins skina. Þó næddu stormar við nyrztu höf, skein náðarljós bak við dauða' og gröf, sem lýsti leiðina þina. Þú ótrauð bentir á æðri mátt, þann andans kraft, sem vér fundum. heima, hvort grasspretta væri góð, hvernig búskapurinn gengi , hvernig skepnuhöld væru o.s.frv. Hann vissi, ef þetta gengi vel, væri von um farsæld og öryggi hjá ibúum sveitarinnar. Sæunn stundaði Jón af mikilli ná- kvæmni allan þann tima, sem hann var veikur, þrátt fyrir áfall, sem hún hlaut, er hún handleggsbrotnaði s.l. sumar. Frá rúmi hans vék hún ekki fyrr en yfir lauk. Þannig var sambúð þeirra hjóna til æviloka, traust og vinátta. Jón frá Klettstiu skildi sáttur við lifið og sam- fylgdarmenn sina. Þannig er gott að enda sitt æviskeið. Ég færi þér, Sæunn alúðarkveðjur minar, og óska þess, að ævikvöldið verði friðsælt. Sonum ykkar, tengda- dætrum og barnabörnunum óska ég alls góðs. Daníel Kristjánsson. og Herra þins greindir hjartaslátt, sem hug þinum beindi i sólarátt á sólskins og sorgar stundum. Hans elska gaf þér þann eld, sem brann og yljaði mörgu hjarta. Við barm þinn öryggi barnið fann, þú blessaðir lúinn ferðamann og varðaðir veginn bjarta. Nú vinir kveðja þig vitt um sveit og vilja hér þakkir gjalda. í Svarfaðardal er sólin heit og sólbráð á hjartans akurreit, þó fold beri feldinn kalda. Nú leið þin er greidd um lifsins svið, þú leizt oft til þeirra stunda. 1 lausnarans nálægð fannstu frið, hann flutt hefur þig sitt hjarta við til ástrikra endurfunda. J.S. Hún fæddist á Göngustöðum i Svarf- aðardal 16/3. 1888 og voru föreldrar hennar hjónin Jóhannes Sigurðsson og Jónina Jónsdóttir, búandi hjón þar miklu myndarbúi. A þeirri tið voru heimilin mannmörg og verkefnin margs konar. Og má vist með sanni segja, að þar um slóðir lægju menn ekki á liði sinu, enda féll þeim sjaldan verk úr hendi. Þvi að auk venjulegra hússtarfa var við ýmsan heimilisiðnað fengizt ár og sið, ei sizt þar á fremstu bæjum dalsins. En i ættum Snjólaugar var fólk gætt fjölþættum hagleiksgáf- um. Og svo var um foreldra hennar og nána frændur. Þar voru smiðir á tré og málma, spónasmiðir og rokkasmið- ir, sem flest lék i höndum og alltaf voru önnum kafnir i starfi heima og heiman. Og einn þeirra var Jóhannes faðir hennar, er á sinni tið mun hafa byggt flestar baðstofur i sveit sinni og öðr- um fremur sett svip á byggð ból þar fyrir og um siðustu aldamót. Er mér i minni þessi hraðvirki og skemmtilegi smiður, jafnan glaðvær og kappsam- ur. Og slikir voru þeir bræður og frændur fleiri, er flest verk léku i höndum. Og vefarar þóttu þeir Göngu- staðamenn með ágætum, og minnir mig,að þar á bæ væru suma vetur tveir vefstólar i gangi. Þau foreldrar Snjólaugar bjuggu fram til aldamóta i Göngustaðakoti, en siðar um langa ævi á Hæringsstöðum. Þá jörð byggðu þau upp Sg bættu stór- lega. Var þar oft mikið lif og fjör i öll- um vinnubrögðum hins glaða og starf- sama systkinahóps, svo á orði var haft, þvi að oft var húsbóndinn fjarri heimilinu við smiðar hér og þar. En börnin urðu 9, sem upp komust. Á þessu starfsama og glaðværa heímili ólst Snjólaug upp, var aðeins að heiman stuttan tima við nám og starf. En 1916 giftist hún Guðjóni Baldvinssyni frá Steindyrum, hinum mesta dáðadreng, syni hjónanna Guð- laugar Sigfúsdóttur og Baldvins Jó- hanssonar, er þá og lengi siðan bjuggu þar. Og árið 1917 fluttu ungu hjónin að Skáldalæk þar i sveit, þar sem þau bjuggu i 30 ár, stórbættu jörðina að ræktun og húsakosti, svo að segja islendmgaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.