Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 13
Gunnþór Bjarnason Fæddur 25. 8. 1925. Dáinn 16.2. 1974. AÐ kvö'idi 16. febrúar s.l. kvaddi vinur minn Gunnþór Bjarnason snögglega þennan heim. Sól að morgni, myrkur að kvöldi. Þessi andlátsfregn kom mér ekki al- gjörlega á óvörum, þvi um nokkurt skeið hafði hann borið þann sjúkdóm, er lék hann svo hart, en veikindi sín bar Gunnþór með mikilli hugprýði. Hæglátur — prúður og hrekklaus mað- ur hefur nú lokið sinni lifsgöngu meðal okkar, eftir lætur hann minningu góðra kynna. Gunnþór fékkst viö ýms störf i lifi sinu, lengi vann hann hjá vöruaf- greiðslu Skipaútgerðar rikisins, en nú siðustu árin hjá Letri h.f. Likaði hon- um það starf vel, enda bar hann vinnuveitanda sinum og samstarfs- fólki mjög gott orð. Ýms áhugamál átti Gunnþór Bjarnason, þar á meðal lestur góðra bóka, og ef tækifæri gafst að sumri til, að renna fyrir silung. Fór hann oft ein- samall með stöngina sina, og undi sér vel I fallegu og friðsömu umhverfi. Aratuga kynni okkar Gunnþórs geyma margar góðar minningar, enda var hann traustur vinur, skemmtileg- ur og spaugsamur. Ég er sannfærður um, að Gunnþór hefði ekki óskað neinnar lofgreinar um sig, enda er ég ekki fær um þau rit- störf, ég óska honum góðrar ferðar, þakka samfylgdina, og bið honum Guðs blessunar. öllum ástvinum Gunnþórs Bjarna- sonar votta ég mina innilegustu sam- úð. T.N. f Tengdafaðir minn Gunnþór, varð bráðkvaddur að kvöldi 16. febr. s.l. Sú fregn kom mjög að óvörum. Hann átti að visu við sjúkdóm að striða, þess eðl- is að búast mátti við þessu, en allt um það gerðum við ekki ráð fyrir þessu svona fljótt. Hann var svo hress i bragði og rikur af lifi. Aðeins tveimur Islendingaþættir dögum fyrir andlát sitt hringdi hann til okkar hingað norður og hafði i huga að koma um páskana. Mun hann vist hafa hlakkað til þeirrar ferðar, eins og við hlökkuðum til komu hans. Þetta mátti þó ekki verða, það er undarlegt hve ranglætið fer oft með sigur af hólmi. Gunnþór Bjarnason var fæddur að Miðfirði i Skeggjastaöahreppi 25. ágúst 1925 og var þvi ekki fimmtugur er hann lézt. Hann var góðrar ættar, sem kallað er. Foreldrar hans voru Guðrún Valdemarsdóttir frá Bakka Magnússonar og maður hennar Bjarni Oddsson frá Felli Gunnarssonar. Bæði fædd og uppalin i Skeggjastaðahreppi. 1 ættinni eru afi á Knerri, Þorsteinn riki á Bakka og Bjarni borgari á Raufarhöfn, sem var langafi Gunn- þórs. Þessar ættir eru rikar af dugandi fólki sem bar drjúgan hlut frá lifsins skiptaborði. Það má nefna hér til fróð- leiks að Oddur á Felli afi Gunnþórs var bróðir Guðmundar á Hóli á Langanesi föður Gisla alþingismanns og Oddnýj- ar rithöfundar. Bjarni i Miðfirði, faðir Gunnþórs, lézt i blóma lifsins frá konu og tiu börnum ungum. Það hefur verið stór hópur föðurleysingja. Þegar þetta gerðist var Gunnþór kominn i fóstur til Gunnars föðurbróöur sins og konu hans Þórunnar Kristinsdóttur og ólst hann upp hjá þeim eftir það.Fjölskyld- an flutti til Reykjavikur þegar Gunn- þór var fimm ára og var hann Reykja- vikurstrákur eftir það. Gunnar Odds- son andaðist siðastliðið haust eftir stranga legu, en Þórunn er enn á lifi ein eftir af fjölskyldunni. Hefur hún nú á hálfu ári orðið að sjá á eftir eig- inmanninum og fóstursyninum yfir hið mjóa bil er aðskilur lif og dauða. Um tvitugsaldur kynntist Gunnþór ungri Reykjavikurstúlku, Valgerði Þórarinsdóttur. Gengu þau i hjóna- band og eignuðust fjögur börn, sem öll lifa. Þau hjón slitu samvistum, en héldu þó kunningsskap til hinztu stundar, og i arma hennar féll hann þegar hann dó. Ég kynntist Gunnþóri fyrst fyrir um það bil sex árum er ég geröist tengda- sonur hans. Tókst þá strax náið sam- band milli hans og minnar fjölskyldu og hélzt það siðan. Var hann i reynd meiri heimilisvinur og félagi en faðir, tengdafaðir eða afi. Og var hann þó allt þetta lika. Fjölskylda min er litiö samkvæmis- fólk á nútima borgarvisu, en þvi stærra hlutverki gegnir eldhúsborðið á heimilinu. Margar stundir sátum við þar með afa og ræddum málin. A Bergstaðastrætinu áttum við lika stóran stofuglugga, og útum hann gaf margt að sjá. Ég mun seint gleyma þeim stundum er Lilja litla dóttir min sá hattinn á afa sinum bera við glugg- ann. Þá var hún vön að hrópa með öll- um likamanum: Hann afi er að koma. Svo var hún þotin af stað til að vera fljótari en hann að opna útidyrnar. Þau voru svo miklir mátar afi og hún og skildu vel hvort annað. Á ég nú eng- an afa lengur, sagði Lilja er við sögð- um henni hvaö gerst hafði. Nei, nú á hún engan afa, enginn afa- pakki verður á sex ára afmælinu henn- ar I næsta mánuði. Um þann pakka var afi einmitt að tala þegar kallið kom. Gunnþór stundaði ýmsa vinnu um dagana, en siðustu árin var hann inn- heimtumaður hjá fjölritunarstofunni Letri. Hlaut hann traust og vinsældir allra er viðhann áttu skipti. Naut hann sin vel i þessu starfi og var ánægður þar. En nú hefur sá innheimtumaður, sem honum var meiri, rétt honum sið- asta reikninginn og fengið borgun. Við burtför Gunnþórs afa, eins og hann var jafnan nefndur á minu heim- ili, koma i hugann margar myndir frá samverustundum liðinna ára, eins og 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.