Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 9
L ^ *•
Sveinbjörg I íelga Jónsdóttir Blöndal
Brúsastöðum
fædd 7. júli 1896, dáin 4. október 1973.
Þann 4. október s.l. andaðist að
sjúkrahúsinu á Blönduósi Sveinbjörg
Helga Jónsdóttir Blöndal, fyrrverandi
húsfrú að Brúsastöðum i Vatnsdal.
Sveinbjörg heitin var fædd á Blöndu-
bakka þann 7. júli 1896. Foreldrar
hennar voru hjónin Jón Helgason
bóndi, oftast kenndur við Skrapatungu,
og Ingibjörg Ragnheiður Sveinsdóttir,
Kristóferssonar af hinni fjölmennu
Hnjúkaætt, sem nú er. Sveinbjörg var
elzt af 14 systkinum, þar af lifa nú að-
eins fjórar systur og tveir bræður. Hún
var ekki gömul,þegar hún fór að hjálpa
móður sinni við barnagæzluna og
heimilisstörfin. Hún tók sér það ekki
nærri, þótt hún yrði að leggja fram
alla sina krafta við að hjálpa foreldr-
um sinum. En það tók hana sárast að
geta ekki fengið að læra neitt sem hét,
eins og hún var eðlisgreind og þráði
mikið að geta menntað sig eitthvað.
En þess var enginn kostur, bæði vegna
þess að hún mátti ekki missast frá
heimilisstörfunum, og svo átti hún
enga peninga til að kosta sig,og for-
eldrar hennar höfðu áreiðanlega ekki
nema til hnifs og skeiðar, eins og það
var kallað, ef fólk var efnalitið. Svein-
móður slna. Hún er þó enn nokkur ár
við búskapinn, eða til ársins 1932, þá
ræður Jakoblna sig I vist til Hannesar
Pálssonar bónda á Undirfelli I Vatns-
dal. Þar var hún samtiða ungum
manni Ingólfi Konráðssyni, sem leiddi
svo til þess að þau settu saman bú að
Vöglum vorið 1935 og gengu þau slðar i
hjónaband I janúar 1937.
Vaglir eru afskekkt jörð og stendur
nokkuð hátt og var á þeim tima erfitt
með aðdrætti þangað. Ég held samt að
ég megi segja að þar hafi flestum bún-
ast vel eftir aðstæðum. Það var að vlsu
enginn auður I garði þeirra Vagla-
hjóna I þeirra búskapartlð. En þangað
var alltaf ánægjulegt að koma.
Við hjónin fórum þangað stundum til
berja á góðviðrisdögum þá var þar
friðsælt og fagurt um að litast.
björg vinnur svo hjá foreldrum sinum,
þar til haustið 1918 að hún ræður sig
sem vetrarstúlku að Haukagili I
Vatnsdal. Sumarið eftir er hún svo
kaupakona hjá Jóni Hjartarsyni,
bónda i Saurbæ. En þá um haustið 1919
ræðst hún sem ráðskona til Benedikts
Blöndal, bónda á Brúsastöðum, sem
þá var ráðskonulaus.
Þessi fyrsti vetur Sveinbjargar á
Brúsastöðúm var harði veturinn
1919—20, sem mörgum, er þá voru
komnir til vits og ára,er minnisstæður,
þvi að hann olli miklum erfiðleikum og
jafnvel vandræðum sums staðar. Og
er mér sem ég sjái Sveinbjörgu taka til
hendinni við heimilisstörfin, þvl hún
var jafnvig bæði úti og inni, enda fór
allt vel á Brúsastöðum, þrátt fyrir
harðindin.
En nú verða þáttaskil I lifi þeirra
ráðskonunnar og bóndans á Brúsa-
stöðum, þvi þau ganga i hjónaband
vorið 1920. Ekki er hægt að segja, að
Brúsastaðabærinn væri nein ,,lúxus”-
ibúð, hann var nokkuð gamall torfbær,
þvi að Benedikt átti ekki nema hálfa
jörðina, en hinn helminginn átti
Margrét, systir Benedikts, og bjó' þar
með manni sinum, Kristjáni Sigurðs-
syni, sem var barnakennari hér i
sveitinni i 40 ár. Það hefur þvi verið
Þau Vaglahjón eignuðust tvo drengi,
Helga 7. október 1937 og Hjörleif 4.
september 1940. 1 Vöglum bjuggu þau
svo til ársins 1958, en þá tók Helgi son-
ur þeirra við búinu með aðstoð móður
sinnar, en Ingólfur vann við smiðar og
annað sem til féll, þar til hann réðst til
Eggerts bróður síns á Kistu I Vestur-
hópi, sem þá var veill til heilsu.
Alla tið vann svo Jakobina að búinu i
Vöglum með sömu eljunni og trú-
mennskunni, sem henni var svo riku-
lega i blóð borið.
Og hér llkur æviferli einnar alþýðu-
konu, sem aldrei lét erfiðleikana
beygja sig, enda var hún vel hugsandi
og greind kona og virt af samtiðarfólki
sinu. Hún var jarðsett að Undirfelli
hinn 11. ágúst siðast liðinn.
Guðm. Jónasson.
nokkuð þröngt setinn bekkurinn i
Brúsastaðabænum, þegar fjölskyld-
urnar stækkuðu. Það voru oft i heimili
milli 10 og 20 manns, þegar ég þekkti
bezt til þar, en aldrei varð maður svo
mjög var við þrengsli. Það gerði sá
góði andi, sem alla tið rikti á heimil-
inu, um það var allt heimilisfólkið
samtaka. Þarna var þó áreiðanlega
ekki siður við erfiðleika að striða en
víða annars staðar.
Benedikt, maður Sveinbjargar, átti
við þann stóra annmarka að búa, að
hann mátti heita blindur, og geta menn
gert sér i hugarlund þá óskaplegu erf-
iðleika, sem slíkt veldur búandi
manni. Mun það næstum einsdæmi, að
maður reki búskap i marga áratugi við
slikar aðstæður, en Benedikt var dug-
mikill kjarkmaður og fluggreindur og
lét ekki erfiðleikana beygja sig. Það
var þvi eins og við samferðamennirnir
tækjum naumast eftir þvi,að svona var
ástatt. En það held ég, að aldrei hafi
verið fullmetið , hvað kona hans átti
ipikinn þátt I velgengni heimilisins,
bæði verklega og ekki slður andlega.
Það voru ekki fáar bækurnar, sem hún
las upphátt fyrir Benedikt, þeim báð-
um til fróðleiks og skemmtunar.
Þau Brúsastaðahjón máttu heita
samhent með flest,sem að búskapnum
laut, þó var það alveg sérstætt, hvað
þau voru miklir dýravinir bæði. Þau
höfðu yndi af að umgangast skepnur
og fara vel með þær. Á Brúsastöðum
var gott að vera, enda hjónin hjúasæl
og höfðingjar heim að sækja og mátti
segja að þau vildu hvers manns vanda
leysa ef þau gátu.
Þau Sveinbjörg og Benedikt eignuð-
ust eina dóttur, sem Ragnheiður heit-
ir, er hún gift Lárusi Konráðssyni, orð-
lögðum dugnaðarmanni. Þau hafa bú-
ið á Brúsastöðum nú um 10 ára skeið,
og i skjóli þeirra voru gömlu hjónin
siðustu æviárin, en Benedikt lézt árið
1968.
Að endingu biðjum við hjónin guð að
biessa minningu þeirra Brúsastaða-
hjóna og þökkum þeim áratuga ágætt
nágrenni, sem aldrei bar neinn skugga
á.
Guðm. Jónasson
islendingaþættir
9