Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 5
Hörður Sigfússon Fæddur 24. desember 1919 Dáinn 24. janúar 1974 Svo hljóður hvarfst þú, og háttvis kvaddir það heyrðist ekki sem reiðarslag. Þvi eðli þitt var hin þögla göfgi, sem þjáning breytir i sólskinsdag. Frá æsku þinni þú ætið geymdir það allt, sem foreldrar kenndu þér. Það reyndist vel þetta veganesti sá vöknar ei, er þær hlifar ber. Til höfuðstaðar þó leið þin lægi og leystir störf þar af höndum vel, þú áttir rætur i ranni feðra sú ræktin nær yfir gröf og Hel. Og kona og börn þinni ástúð undu og einnig móðir og systkin kær þvi heimilið var þér helgur reitur um húsið andaði friðarblær. Og alll hið smáa þú örmum varðir þér unni jafnan hið veika lið þvi börnin hændust að hlýju þinni og hjá þér fundu þau vörn og grið. En þegar voraði var svo gaman að vitja ieiða um fjallastig þá tókst þú hnakkinn, á hestinn lagðir þú heyrðir öræfin kalla á þig. umst suður fyrir rúmum 10 árum. Þá skýrðist mynd hans,og þá fundum við, að hann taldi okkur til vina sinna. Ef hann hafði tima, þegar hann var hér á ferð, leit hann jafnan heim til okkar, ávallt glaður og hress, lét fjúka gam- anyrði, áður en hann heilsaði, og brátt glumdi i ibúðinni af gamanmálum hans og hlátri — og engan hef ég heýrt hlæja innilegar. Það var ekki langt um liðiö, frá þvi að þau hjón heimsóttu okkur siðast, — og einhvernveginn finnst mér nú, að þá hafi Jóhannes verið að koma til að kveðja — það var að visu stutt stund, en eftirminnileg. — Sú stund mun okk- ur hjónum seint úr minni iiða. — Samúð okkar ílyt ég öllum aðstand- endum. Halldór Þorsteinsson. Nú bið ég drottinn, sem meinin mýkir að minnast ástvina á sorgarstund. Það glatast ekkert þeim góðu vinum sem glaðir trúa á endurfund. Og ennþá Landsveitin huga heillar þó hafi myrkvazt um stundarbil. En Hekla og Bjólfell þér brosa að nýju og bjóða hollvinum fagnaðs til. Þ.S. f Mig setti hljóðan, er ég að morgni þess 25. þ.m. frétti andlát mins góða vinar, Harðar, en hann lézt skyndilega kvöldið áður. Fyrir skömmu höfðum við hjónin verið að skemmta okkur með Herði og konu hans, eins og við gerðum oft i seinni tið, og vorum jafn- framt búin að ákveða, hvenær við færum aftur út saman. Þá kvaddi hann okkur með sinu hlýja brosi og þéttu handtaki. Þá kom mér ekki i hug að það yrði siðasta skiptið. Hörður var fæddur að Skarði i Land- mannahreppi i Rangárvallasýslu þann 24/12 1919. Foreldrar hans voru hjónin Sigfús Guðnason og Jóna Jónsdóttir. Sigfús var sonur Guðna fyrrum bónda i Skarði, en sú ætt hefur búið þar mann fram af manni um all- langt skeið. Jóna kona hans var ættuð úr Arnessýslu. Árið 1920 flytja þau hjón að Háfi i Djúpárhreppi, og búa þar til ársins 1934, en þá flytja þau til Reykja'vikur og bjuggu i Blönduhlið, en nytjuðu einnig jörðina Kirkjuból. Búrekstur þeirra var aðailega mjólkurframleiðsla, en alltaf höfðu þau eitthvað af hestum, en það var nauðsynlegt vegna búrekstursins, þvi að þá var vélaöldin ekki skollin á, og svo hafa þeir Skarðsverjar alltaf verið hesthenigðir, og virðist það fylgja ættinni nokkuð fast. Þau hjón eignuðust 11 börn, tvö dóu i æsku en hin náðu öll fullorðins aldri. Hörður ólst upp hjá foreldrum sinum og vann á búi foreldra sinna til fullorð- ins ára. Hann var næst elztur sinna systkina og elztur af bræðrunum og þvi ekki óliklegt að hann hafi verið styrkasta stoð föður sins við bústörfin, meðan þau yngri voru að vaxa upp. Hann vandist þvi ungur öllum bústörfum, þar með að hirða og umgangast búpening. Ahugi hans fyrir hestum og hestamennsku vaknaði snemma, og hafði hann mikið yndi af þeim eins og hann átti kyn til. En starfs sins vegna gat hann ekki sinnt þessu hugðarefni sinu eins mikið og hann hefði kosið. Arið 1941 réðst hann til Almenna byggingarfélagsins og vann hjá þvi óslitið i nær 30 ár, eða þar til félagið hætti störfum. Vinna hans var marg- þætt. Hann vann mikið við keyrslu, oft með stóra bila i véla og tækja- flutningum. Einnig vann hann mikið með þungavinnuvélum og þess á milli á verkstæðum. Eftir að Almenna byggingarfélagið hætti störfum, rak hann ásamt fleirum vélaverkstæði i tvö ár. Eftir það vann hann á véla- verkstæðum, og nú að siðustu hjá Hegranum h/f. Hann var félagi i járn- smiðafélaginu og var með hinu langa og giftudrjúga starfi sinu búinn að vinna sér þar full félagsréttindi. Svo sem að framan greinir, hefur Hörður unnið meginhluta ævi sinnar við bila, vélar og viðgerðir á þeim. Ég er ekki kunnugur starfi hans þar, en eftir þvi sem ég bezt veit, hefur hann reynzt dugmikill og traustur starfs íslendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.