Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 15
Kveikja gleði og yl þar,sem kalt var i ranni. Þin drengilega framkoma, og væmnislausa viðmót var hressing i mótlæti, og gleðiauki á góðra vina fundum. Ég á margar slikar minning- ar með þér. Þær eru minn sparisjóður, sem ég rek með sjálfum mér á hljóð- um stundum. Ég minntist áðan á lifs- þorsta. Þér var lifið vettvangur starfs og athafna. Það var þér tækifæri, sem skyldi notað og notið. Ég held að þér hafi ekkert fallið verr i geð en hálf- velgja og smámunasemi Þú varst é vallt heill, aldrei hálfur. En umfram allt þú sjálfur. Ég efast um, að þú hafir haft hugann við það að skapa þér inn- eign i eilifðarsjóð. Héill þins heimilis, trúmennska og atorka i starfi, það var þinn lifsþorsti. Margir munu sakna þin, og enn fleiri minnast þin, er þeir heyra góðs manns getið. Hitt vissu þeir, sem þekktu þig bezt, að sannfæring þin var ekki föl fyrir málsverð. Við hjónin þökkum þér og konu þinni margar glaðar og góðar stundir á heimili ykkar austur i Vik og siðar hér i borginni. Eftirlifandi konu Jónasar svo og skylduliði öllu vottum við sam- úð og hlutteknignu i miklum missi. Jón Pálsson Jónas tryggingafulltrúi Jóhannes- son fæddist að Mjóanesi i Skógum hinn 4.2. 1904. Foreldrar hans voru: Jóhannes G. Jónasson, snjall hag- yrðingur, er kenndur var við Skjögra staði (nú eyðibýli) i Fljótsdal, en þar bjó hann um skeið, og kona hans, Jónina Jónsdóttir, sem var rómuð friðleikskona. Samfelldur æviferill Jónasar verður ekki rakinn hér, aðeins flutt nokkur minningar- og kveðjuorð: Jónas flutti með foreldrum sinum til Vikur i Mýrdal árið 1921. Þar dvaldi hann við ýmiss konar störf til 1956, að hann flutti til Reykjavikur og gerðist tryggingafulltrúi hjá Samvinnu- tryggingum. Þvi starfi gegndi hann með svo frábærum dugnaði og samvizkusemi að iandsfrægt varð. Hann fór margar ferðir um nærri gervalt landið, mun hafa komið á flest byggð ból og þótti jafnan góður gestur. Þessa varð ég viða var, þvi að við röktum tiðum hvor annars slóðir: hann við tryggingar en ég við mæl- ingar. Jónas vakti athygli, hvar sem han fór, fyrir glæsimennsku, greiðasemi og höfðingsskap. Á mannamótum vakti hann slika eftirtekt. að menn, sem ekki þekktu hann, spurðu, hver og einn: ,,Hver er þessi maður”? Hann eignaðist ýmist góðkunningja eða vini viða um landið, og var sannur vinur vina sinna, tók ávallt málstað litil- magnans og var óspar á greiðasemi eftir beztu getu. Ég kynntist ekki Jónasi verulega fyrr en á árunum 1941-48, en þá hafði ég vetursetu i Vik i Mýrdal (Suðurvik). Siðan hélzt með okkur óslitin vinátta. Arið 1935 kvæntist Jónas frændkonu sinni, Láru Gunnarsdóttur, ágætri konu i livivetna. Þeirra börn urðu fjórir synir og tvær dætur, sem öll eru á grænni grein, og eina efnilega dóttur á niunda ári misstu þau og aðra á fyrsta ári. Barnabörnin eru sjö. Þetta var um nokkurt skeið allþungt heimili fyrir tiltölulega tekjulágan mann, en sameiginleg hagsýni vann bug á öilum erfiðleikum, og jafnan sat höfðingslundin i fyrirrúmi. Árið 1962 varð Jónas fyrst sjúkdóms var. Það var mikið áfall fyrir þennan hrausta, skapmikla atorkumann, sem aldrei hafði þurft að hlifa sér, og kunni það raunverulega ekki eins og sýndi sig, þegar sjúkleikinn ágerðist, að þá var ekki slakað á fyrr en orkan var þvinær tæmd. Áriö 1970 ágerðust hinir margþættu sjúkdómar svo, að siðan varð Jónas að sætta sig öðru hver ju við sjúkrahúsvist. Allir kunnugir undruðust lifsseigluna. Bardaginn var harður til hinzta dags. Það átti ekki að gefa sig fyrr en i fulla hnefana. Hinn 4. s.l. hélt Jónas upp á 70 — ára afmæli sitt. Þrátt fyrir allt, kom ekki annað til greina. Og afmælisbarnið bar höfuðið hátt i sæti sinu meðal fjöl- skyldu og vina. Höfðingleg veizla, er jafnframt reyndist verða kveðjuhóf, fór fram við söng og gleði og var honum sýnilega til ánægju. Þrátt fyrir þróttleysið, skálaði hin gamla hetja með mikilli ánægju við gestina. Þráð tækifæri gekk um garð — nú mátti slappa af. Á öðrum degi frá afmælinu var Jónas fluttur á Borgarspitalann. Þar lá hann rænulltill til 15. 2 s.l. Þá bar vistaskiptin að. Kæri vinur! Við hjónin kveöjum þig með alúðarþökk fyrir langa vináttu og tryggð. Jafnframt vottum við fjölskyldu þinni innilega samúð. Asgeir L. Jónsson. Islendingaþættir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.