Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1974, Blaðsíða 16
Aldarafmæli 1. apríl Steinunn Jónsdóttir Inge Steinunn Jónsdóttir Inge, sem fædd- ist á tslandi, en hefur verið búsett i Kanada frá þvi fyrir aldamót, verður 100 ára 1. april næstkomandi. Og hljóta þeir, sem til hennar þekkja, að telja það skemmtilega á hittast, að aldarafmæli hennar skuli standast á við ellefu alda afmæli tslands byggð- ar. Þvi að vel islenzk kona er Steinunn, hvaðsem landamærum liður, og góður er hugur hennar til Islands og is- lenzkra málefna, enda þótt mestan hluta ævi sinnar hafi hún dvalið i Kanada, og eigi þar heimili sitt, fjöl- skyldu og afkomendur. Stdinunni hef ég aldrei séð, en samt finnst mér ég þekkja hana vel, af þeim bréfaskiptum, sem ég hef átt við hana alit frá árinu 1966. Hófst það þannig, að hún hafði mikinn hug á að senda vinum og kunningjum ritverkið Nýal eftir dr. Helga Pjeturss frænda sinn, en það hefur lengi verið hið mesta áhuga mál hennar. að þeim fræðum yrði verðug athygli veitt. Sigurjón Ós- land, bróðir hennar, — sem dr. Helgi nefnir ,,góðan frænda” — segir hún mér, að komið hafi með fyrsta hefti Nýals til móður sinnar og systkina þar vestra árið 1920, og var þetta fólk svo vel gert, að það sá undireins hve „stórmerkilegt og fræðandi” þetta málefni var, sem þar var að koma fram. Og þarna var ekki verið að hvika frá þvi, sem einu sinni var séð til sanns. Eitt þessara systkina var Jakob Norman skáld, annað Steinunn, og mörg voru þau önnur og þeirra afkom- endur og frændlið, sem nú er dreift viðsvegar um Norður-Ameriku. En Sigurjón kom heim og bjó á Óslandi i Skagafirði, og sonur hans var Kári stúdent, sem dó úr berkaveiki innan við þritugt, og ég ætla að mikill mannskaði hafi verið að. Steinunn mun hafa verið heilsugóð lengst af, en þegar hún var 87 ára að aldri, missti hún annan fótinn um hnéð, og hefur ekið i hjólastól siðan. Var algróið fyrir stúfinn fjórum mán- uðum siðar, og sýnir þetta lifsþrótt hennar, eins og lika hinn hái aldur, sem hún hefur náð, og einnig hið örugga fylgi, sem hún hefur veitt þvi, sem rétt er að nefna málefni lifsins. Hún hefur verið landnámskona i hinu nýja Kanada aldamótatimans, eiginkona, móðir, fóstra og formóðir margra afkomenda, sem hún er óþreytandi að fylgjast með, bréflega og á annan hátt, hvetja og leiðbeina. Og umhyggja hennar er ekki bundin við afkomendurna eina. Þegar ,,hippa”-faraldurinn stóð sem hæst þar vestra, skrifaði hún mér, að „margt af þessu væri stórgáfað fólk”, sem ætti þó ekki málungi matar og engan visan náttstað, og að það þyrfti harðan hug til að visa þvi frá sér án þess að gera nokkuð fyrir það. Svona er góðvild Steinunnar rik og hugur hennará aðhjálpa án takmarkana. Og vafalaust hefur það verið rétt hjá henni, að margir af hippunum hafi verið stórvel gefnir, en vissu aðeins einga leið til að nota hæfileikana á verðugan hátt. A ð gömlum og góðum islenzkum sið hefur Steinunn miklar mætur á sönn- um hugargáfum, og mikill vinur og að- dáandi var hún og er skáldanna, sem eitt sinn spruttu upp eins og laukar i túni hinnar islenzku menningar. Og henni nægir ekki aðdáunin ein, þvi að hún vill að farið verði eftir þvi, sem hinir beztu menn hafa kennt og lagt til. Engin auðkona held ég, að Steinunn hafi verið, en þó hafa fáir styrkt málefni Nýalssinna betur en hún, með fjárgjöfum, þó að ekki væri annað talið. Og einu sinni hvatti hún mig til einurðar i máii, sem ég I fyrstu veigr- aði mér við, en það var að endur- heimta peninga, sem ranglega höfðu verið frá málefni Nýalssinna teknir. A aldarafmæli Steinunnar vil ég fyrir hönd allra, sem kunna að meta slika konu sem hún er, óska henni hægrar elli, það sem eftir kann að vera ævinnar, og þó einkum þess að góðar óskir hennar til annarra rætist, þvi af sllkum óskum á hún nægst til. Og allra heizt hljóta vinir hennar um leið að óska með henni framgangs þess sann- leiks, sem henni er vel ljóst, aö einn mætti verða til þess að breyta stefn- unni á jörðu hér. Þorsteinn Guðjónsson ATHUGIÐ: Fólk er eindregið hvatt til þess að skiia vélrituðum handritum að greinum í Islendingaþætti, þótt það sé ekki algjört skilyrði fyrir birtinf»u greinanna. 16 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.