Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 3
Snjalli alvitur!
Við erura hérna tvær frænkur og
okkur langar til að fá svör við nokkr-
um spurningum. Hvaða skóla þarf
maður að fara i eftir gagnfræðapróf til
að verða handavinnukennari? Þarf að
fara i einhverja undirbúningsdeild?
Kemst maður úr gagnfræðaskóla i
handavinnukennaraskóia eða þarf að
fara i kennaraháskólann? Hvað er
þetta margra ára nám eftir
gagnfræðapróf?
Tvær vopnfirzkar
Svar: Þvi miður verð ég að valda
ykkur vonbrigðum, því bjá mennta-
málaráðuneytinu fékk ég þær upp-
lýsingar, að enginn yrði handavinnu-
kennari, nema hafa stúdentspróf.
Handavinnukennaraskóli er vist ekki
til ennþá. Og svona að endingu:
Stafsetningin er afleit.
Alvitur
Kæri Alvitur.
Ag hef skrifað þér áður og fengið
gott svar. Nú er ég hér aftur með
spurningu svipaðs eðlis. Það er varð-
andi kvæði eftir Kristján Jónsson, sem
hefst þannig: „Norður við heimskaut,
i svalköldum sævi” og þá einkum
fjórðu ljóðlinuna, en hún virðist nokk-
uð á reiki. , „Þrúðvangi SVEIPUÐ
með mjallhvita brá” er sums staðar,
en annars staðar „Þrúðvangi SVIP-
UÐ....” A plötu er sungið SVEIPUÐ og
tel ég það rangt með farið. Ég hef við
höndina 3 bækur og I þeim öllum
stendur SVIPUÐ. Einhvers staðar las
ég að Þrúðvangur væri leikvangur eða
orrustuvöllur og það getur verið erfitt
að sveipa honum um eitthvað. Getur
þú sagt eitthvað um þetta?
E.G.
Svar: Kennarar minir i skóla minntust
á þetta ósamræmi á sínum tima, en
enginn þeirra treysti sér til að vita
hvort er rétt. Ég fletti upp i tveimur
bókum, sem ég hef við höndina, önnur
er Ljóðmæli Kristjáns siðan 1946 og i
hennistendur „þrúðvangi sveipuð” og
er þrúðvangur þar með litlum staf.
Hin bókin er vasasöngbók siðan 1965
og i henni er þetta öfugt. „Þrúðvangi
svipuð” og Þrúðvangur með stórum
staf. Ég treysti mér ekki til að skera úr
um neitt I þessu sambandi, en áreiðan-
lega hefur Fjallaskáldið átt við eitt-
hvað ákveðið með þessum orðum.
Alvitur.
Kæri Alvitur.
Ég ætla að biðja þig að svara tveim-
ur spurningum fyrir mig: Er hægt að
þreyta inntökupróf i Verzlunarskólann
eftir þriðja bekk gagnfræðastigs? Hve
há eru vetarskólagjöldin i Verzlunar-
skólanum.
G.H.
Svar: Venjulega er inntökupróf i
Verzlunarskólann miðað við gagn-
fræðapróf eða landspróf, en 3.
bekkjarpróf er þó ekki útilokað Við
þær aðstæður þarf nemandinn þó að
taka inntökuprófið i mun fleiri grein-
um. Vetrarskólagjald hefur verið
10.500 krónur.
Alvitur.
Kæri Alvitur.
Ég ætla að biðja þig að svara eftir-
farandi spurningum:
1. Hvar fást stultur og hvað kosta þær?
2. Hvað heldurðu að góður plötuspilari
kosti næsta haust?
3. Hvað kostar Afrikuferð fram og til
baka með skipi?
Ein forvitin.
Svar: Eftir þvi sem ég kemst næst fást
stultur hvergi i Reykjavik, að minnsta
kosti ekki i venjulegum verzlunum,
svo að þú verður bara að láta smiða
þær undir þig. 2. Þú ættir nú að vera
farinn að gera þér grein fyrir þvi, að
verðlag á Islandi er einn óáreiðanleg-
asti hlutir i heimi og ég gæti ekki svar-
að um það ár fram i timann, þó ég ætti
að vinna mér það til lífs. Eina ráðið er
að hringja i hljómtækjaverzlun næsta
haust og spyrja. 3. Afrika er nokkuð
stór og verð ferðar þangað fer talsvert
eftir þvi hvert er farið og hvaðan, en
um það nefnir þú ekkert. Ég veit held-
ur ekki til þess að skip séu i Afriku-
ferðum frá Islandi.
Alvitur.
Meðal efnis
gr I || W Hvað veiztu? — 19
i þessu blað ■ • Nokkrir blómkálsréttir — 20
1 • Faðir og sonur: Könnuðirnir — 22
Merkar uppf inningar: Ritvélin .. — 24
Eruþæreins? — 25
Onedin er önnum kaf inn ... bls 4 ,,Moldvörpumaðurinn" — 26
Fullmótuð kona — 28
Engill í tötrum, smásaga ... — 6 Er HANN meðskegg? — 29
Þrettán er happatala sumra ... — 9 Skólav.esti með tíglamynstri — 30
Hlekkjaðar sálir ... — 10 Börnin teikna — 31
Pop—Todd Rundgren ... — 12 Af lesarinn gerði skyssu — 32
Uggi urriði á ferðalagi, barnasaga .... ... — 13 Kötturinn Bastian, f rh. saga .... — 33
Spé-speki ... — 15 Ókunnur eiginmaður, f rh. saga . — 35
Hann glataði æsku sinni ... — 16 Ennfremur skrítlur, krossgáta, Alvitur svarar
Aðeldastsaman ... — 18 o.fl. -
3