Heimilistíminn - 24.10.1974, Qupperneq 8
— Þaö kemur heim. David létti yfir aö
vera kominn yfir þennan hjalla.
— Ertu i frii hérna? spuröi hún.
— Ekki beinlinis. Ég leigöi þetta hús I
þrjá mánuöi til aö skrifa bök — og raöa
hlutunum saman.
— Voru þeir þá farnir aö ruglast?
— Ja, London. Skrifstofur, þú veizt,
hvernig þaö er.
— Nei. Hún ætlaöi ekki aö vera hvöss,
en nú haföi hún fengiö áhuga.
— Ég uppgötvaöi aö ég liföi eiginlega
fölsku lifi. Var að eltast viö frama, án
þess þó aö eltast viö neitt sérstakt. Auk
þess fannst mér aö ég mætti alveg rétt-
læta alla mina gagnryni á aöra og skrifa
eitthvaö sjálfur.
— Mér heyrist þetta vera sjálfspynding,
sagöi Sue.
— Kannske er þaö þaö, svaraöi hann og
hellti I bollann hennar. Svei mér, ef stelp-
an er ekki farin að yfirheyra mig.
Hún hélt á bollanum I báöum höndum
eins og barn og andaði aö sér heitri guf-
unni, sem myndaöi perlur á nefinu á
henni.
Þaö var langt frá þvf aö hún væri ólag-
leg.hugsaöi David. Sannleikurinn var sá,
aö hann sá eitthvað heillandi viö þessa
ungu konu, sem kæröi sig kollótta um
hvernig hún leit út. Hann heyrði rödd
Monu fyrir sér: — Þaö er kannske eitt-
hvaö variö I hana, en skelfing er hún sóöa-
leg.
— Llöur þér betur, þegar þú ert slopp-
inn? spurði hún.
— Erfitt að segja. Það er enn eftir hálf-
ur annaö mánuöur, en mér liöi betur, ef
mér gengi eitthvað meö bókina.
— Gengur hún hægt?
— Heldur hægt, já. Ég vonaöist til aö
veröa búinn með uppkastiö áöur en ég
færi, en einhvern veginn gengur þaö ekki.
Hann var ekki ánægöur með þær braut-
ir, sem samræðurnar voru komnar inn á
og ákvaö aö breyta umræöuefninu: —
Hvaö gerir þú svo, þegar þú ert ekki á
puttaferðalagi til Glouchester.
— Ég er rétt búin meö skólann og fer I
listabrautina i háskólanum I næstu viku.
Tónninn var þannig, aö henni var greini-
lega ekki vel viö aö tala um sjálfa sig. Þaö
var sannarlega óllkt stúlkum á hennar
aldri.
— Þú fellur ekki inn I umhverfiö hér,
sagöi hún. — Þetta er ekki þitt eðlilega
umhverfi og þaö sést á þér.
— Llklega gerir þaö það. David haföi á
tilfinningunni, að veriö væri aö álasa hon-
um á einhvern hátt. Hann stillti sig um aö
segja: — Og hvaö meö þaö.
— Má ég reykja? spuröi Sue og hann
kinkaöi kolli.
— Hvernig er skrifstofan þin I London
— hvernig er hitt fólkiö á blaöinu? hélt
hún áfram aö spyrja.
— Duglegt og fær gott kaup.
— Þú lfka?
— Já, ég fæ mjög gott kaup....
Hún brosti svolitið, glettnislegu brosi. —
En ert þú ekki duglegur?
— Ég býst viö aö maður veröi aö hafa
vissa hæfileika til aö lifa þetta allt af.
— Já, og ég býst viö aö þú sért ekki
kvæntur, þvl þá kæmiröu ekki hingaö til
aö grafa þig niöur einan I þrjá mánuöi.
— Þú hefur mjög rétt fyrir þér i flestu,
svaraöi hann og fór aftur aö hugsa um
Monu. Hann langaöi til aö kvænast henni,
en hún myndi vafalaust hlægja aö uppá-
stungunni.
— Mér finnst heimskulegt af þér aö
koma hingað til að skrifa bók, sagöi stúlk-
an ákveöin.
— Ég.... David varö næstum mállaus.
— Það sem ég á viö. er aö þér hlýtur aö
drepleiðast. Ekki furða þótt þér gangi illa
aö skrifa. Þessi staöur á ekki viö þig. Þú
lætur bara sem hann geri þaö, ekki satt?
— Þú ert dálltiö djörf, unga kona. Eig-
um viö ekki aö hætta að tala svona per-
sónulega?
— Allt I lagi. Hún drap í sígarettunni,
lauk úr bollanum og stóð upp. — Ég verö
aðhalda áfram. Verð aö ná gistiheimilinu
I kvöld.
Hann stóð llka upp og leiö hálf illa yfir
aö hafa þaggaö niöur I henni. — Er langt
þangaö? Get ég ekiö þér?
—■ Þaö er talsvert langt og ég segi bara
já, takk.
— Allt i lagi. Bíddu meöan ég sæki lykl-
ana.
Hann sótti lyklana fram I gang. Þau
gengu út um eldhúsdyrnar og kringum
húsiö. Lóla þefaöi ákaft I kringum sig.
— Þetta er aldeilis bill, sagði Sue.
— Takk. Hann ætlaði ekki aö láta hana
lina sig upp, en þaö leit ekki út fyrir aö
hún tæki eftir hörku hans. Hann settist
fram I og opnaði. — Gættu þess aö hund-
urinn gangi ekki uppi i sætinu.
Meöan hún kom sér fyrir, leit hann á
sjálfan sig í speglinum. Honum fannst
hann aldrei hafa litiö betur út og var þó
fertugur. Svolitið grátt I hárinu, og augun
stálblá og hvöss eins og I kúrekaleikara
eöa ráösettum skipstjóra. Harla ánægður
setti hann bflinn I gang, brosti til stúlk-
unnar og spurði: — Hvar er svo þetta
gistiheimili?
— Um þaö bil fimm kllómetrum neðar
til hægri. Þaö er ekki hægt aö villast, hús-
iö er stórt.
Skömmu síöar kom David auga á helj-
arstórt hús, dálltið frá veginum. Hann
beygöi upp aökeyrsluna og drap á vélinni.
Hann hallaöi sér aftur og lagöi handlegg-
inn upp á sætisbakiö. Allt var hljótt um-
hverfis þau.
— Takk fyrir teið, sagöi Sue. Hún var
næstum falleg núna. Æsandi, hugsaöi
David, eins og hún sat þarna í peysunni
hans, sem var allt óf stór. Hann snerti hár
hennar.
— Ekki gera þetta, sagöi hún.
— Hvaö?
— Ekki snerta mig.
Hann lét höndina falla og Sue tók upp
veskið sitt og ól hundsins og lagði höndina
á handfangiö.
— Heyrðu, sagöi hún. — Af hverju gerir
þú ekki það sem þig langar mest, i stað
þess aö leika harmleik? Farðu aftur til
London og hættu eð reyna aö telja fólki trú
um aö þú sért eitthvað merkilegur.
Hann horföi á hana ganga út úr bílnum,
veifa til sln og ganga heim að húsinu.
Hann var reiöur, þegar hann setti bílinn I
gang meö miklum hávaða.
Þaö var kalt og dimmt I húsinu. David
gekk aö slmanum I þröngum ganginum og
valdi númeriö hjá Monu I London.
— Halló? Rödd hennar var kuldaleg og
ákaflega kurteisleg.
— David hérna.
— Dave, elskan. Hvernig er I sveitinni?
— Ég er aö koma heim.
— Hvaö þá? Strax?
— Mona, ef ég á að skrifa eitthvaö aö
gagni, verö ég að gera það I London, þar
sem ég heyri til. Mér leiðist og ég er ein-
mana og óhamingjusamur hérna.
— ó, Dave, þetta er óllkt þér.
— Ég er ekki búinn ennþá. Viltu giftast
mér?
— Fyrirgeföu....
— Ég er aö biöja þln! Rödd hans hækk-
aði ískyggilega.
Svar hennar kom honum á óvart. — Ég
vil þaö gjarnan, David. Hún notaði sjald-
an fullt nafn hans. — Ég hef nefnilega
saknaö þln. Komdu fljótt heim.
Hann hljóp upp stigann, fleygði fötun-
um slnum I tösku og fannst hann ekki hafa
veriö svona snarlifandi vikum saman.
Nokkrum dögum seinna fékk David
bréf, sem eigandi hússins hafði sent á-
fram.
— Kæri herra Cannon.
Ég mundi allt í einu, að ég er ennþá meö
peysuna þlna. Ég skal senda hana aftur
eins fljótt og ég get. Þér hlýtur aö hafa
fundist ég hræðilega frek um daginn. Ég
biö afsökunar, ef ég hef fariö yfir strikiö.
Trúöu mér, ég vona, aö þú ljúkir bókinni
og ég er viss um, að þú gerir hið eina sem
rétt er. Þln Sue Jones.
David las bréfiö þrísvar, áöur en hann
reif það. Hann hló enn, þegar hann
hringdi til Monu til að segja henni aö hann
elskaði hana og þegar hún spurði, hvaö
væri svona fyndiö, svaraði hann. — Veiztu
hvaö er aö hitta engil í tötrum? En hún
vissi þaö ekki.
h^gið
Tveir hundar stóðu á götunni og horfðu
á hjón, sem komu akandi á
tveggja-manna hjóli.
— Þvillkt óréttlæti, sagði annar
hundurinn. — Ef við höguðum okkur
svona, kæmi einhver og skvetti vatni á
okkur.
8