Heimilistíminn - 24.10.1974, Page 9
Þrettán er
happatala sumra
Hvers vegna ætti 13 að vera óhappatala?
Því ekki 10 eða 22?
TALAN 13 hefur lengi veriö sett i sam-
band viö óheppni, en þótt ótrúlegt megi
viröast, er taliö heppilegt aö vera fæddur
þann þrettánda!
Viö segjum aö það boði ógæfu að sitja
þrettán til borös, vegna siöustu kvöld-
máltiöar Jesú, en raunverulega er þessi
hjátrú eldri en kristnin. I norrænu goða
fræðinni sátu þrettán til borös, og
þrettándi gesturinn, sá óboöni, var Loki,
sem siðar olli dauða Baldurs hins góöa
Ass, sonar Óðins. í báðum tilvikum var
svikari viöstaddur, og siðan er það al-
menn trú, að dauðinn sitji við borö, þegar
þannig stendur á.
Nokkuð er mismunandi eftir stööum,
hverju trúað er i þessu sambandi. Sums
staöar á sá, sem fyrstur yfirgefur boröiö,
að vera feigur, annars staöar er þaö sá
siðasti, og enn annars staðar eiga allir aö
vera i lifshættu, sem hætta sér tii að setj-
ast aö 13 manna boröi. Fyrir kemur lika
að taliö er, stórhættulegt að vera I her-
bergi með tólf öörum, einkum þó, fyrir
þann, sem næstur er dyrunum.
Ógæfa er einnig tengd tölunni 13 aö ööru
leyti, sumpart vegna þess, aö trúaö var aö
nornasamkvæmi væri 13manna veizla, og
að sá 13. væri hinn vondi sjálfur. Hóteleig-
endur hafa sjaldan númer 13 á herbergi,
og viöa er ekki til 13. hæð i hótelum. Hús
númer 13 er oft erfiöara aö selja en önnur,
og til dæmis i Paris er hvergi til hús
númer 13. Þar er líka til fólk, sem tekur fé
fyrir aö vera 14. manneskja i veizlu, ef
þannig stendur á.
Þá er taliö varasamt að byrja á nokkru
nýju 13. dag mánaðar, alls ekki gifta sig
né leggja af staö i feröalag. Sjómönnum
er illa viö aö láta úr höfn 13., einkum ef
það skyldi lika vera föstudagur (kross-
festingardagurinn), og eins og sagan seg-
ir, einnig dagurinn þegar Adam og Eva
átu forboðna ávöxtinn og þegar þau dóu.
9