Heimilistíminn - 24.10.1974, Qupperneq 37
spenningi og kjóllinn var eins og hanzki niður að
mitti, en breiddi síðan úr sér niður undir gólf. Þegar
hún snéri sér var pilsið eins og ský í kringum hana.
Hún stóð grafkyrr, þegar Neil barði að dyrum.
— Janet?
— Já, ég er að verða til.
— Fínt! AAá....má ég koma inn? Þetta var í fyrsta
sinn, sem hann hafði spurt um nokkuð slíkt og hon-
um fannst hann kjánalega feiminn, því hann var
hræddur um að hún neitaði og vissulega hafði hún
fullan rétt til þess.
— Auðvitað. Rödd hennar var róleg, þó hjartað
tæki undir sig svolítið stökk. — Dyrnar eru ekki
læstar.
— Ekki læstar? hrökk upp úr honum í undrunar-
tón og hann tók i handfagið.
— Þær voru ekki læstar, þegar ég kom og hafa
ekki verið það síðan, sagði hún, þegar hann nam
staðar í gættinni. Hann renndi augunum niður eftir
henni og hún stóð og beið...þráði að hann segði, að
hún liti vel út.
— Þú lítur mjög vel út, sagði hann, í dálítið
þvinguðum tón og var alveg undrandi á, hvað hún
gat breytzt. — Kjóllinn þinn...mér finnst hann
fallegur.
— Það var gaman, sagði hún og vonaði að honum
fyndist það líka, þegar hann fengi reikninginn. En
hvers vegna kom hann inn til hennar, Hann hafði
aldrei áður notað dyrnar milli herbergjanna.
— Þú ert allt öðruvísi, sagði hún andstutt. Það var
ekki furða, því hann var í kjól og hvítu, hreinn og
rakaður og vandlega greiddur. Afar virðulegur
maður, hugsaði hún.
Hann rétti henni kassann og tók um leið eftir, að
hún hafði perlufesti um hálsinn. Ef hann mundi
rétt hafði hún fengið hana í brúðargjöf frá starfs-
fólkinu í AAávakaffi..
— AAér datt í hug, að þú vildir kannski hafa þetta.
AAamma átti það...hann opnaði kassann og Janet
starði stóreyg á glitrandi demantana.
— Ó, Neil! Húnsnerti festina varlega með fingur-
gómunum.
— Þeir eru eitthvað svo raunverulegir....Hún leit
á hann næstum með skelfingarsvip.
— Þeir eru ekta, sagði hann stoltur. — Demantar.
Pabbi gaf henni þá, ég held, að það hafi verið á
tuttugu ára brúðkaupsafmælinu.
— Og svo vilt þú, að ég haf i þá um hálsinn í kvöld?
hvíslaði hún.
— Já, gjarnan og alltaf þegar tækifæri gefst. Þú
átt þá núna.
— 0, þúsund þakkir. Heimskuleg, ófullnægjandi
orð. Hún lyfti handleggjunum og reyndi að opna
lásinn á perlufestinni, en var svo skálfhent, að hún
gat það ekki. Hún hugsaði stöðugt um hvernig hún
gæti þakkað honum almennilega.
— Lofaðu mér að hjálpa þér. Hann færði sig og
hún fann f ingur hans snerta húð hennar. Hún skalf
við snertinguna. Hann fann það og beit saman
vörunum. Hann næstum þreif af henni perlurnar og
lagði síðan hina festina á sinn stað. — Þarna! Hann
steig skref aftur á bak.
Janet gekk beint að speglinum. — O, þetta er dá-
samlegt, sagði hún lágt. — Ég vona, að það detti
ekki af.
— Það er með öryggislás. Hann rétti henni kass-
ann. — Það er bezt að þú geymir þetta og þegar þú
ert ekki að nota það, skal ég geyma það i peninga-
hólfinu á skrifstofunni.
— Ég hef aldrei á ævi minni séð svona ekta
steina! Ó, Neil, þúsund, þúsund þakkir. Hún starði
bergnumin á steinana, sem glitruðu þegar hún
hreyfði sig.
— Nei. Honum leið undarlega og óþægilega þar
sem hann stóð þarna í miðju herberginu. Þetta var
orðið ákaf lega kvenlegt herbergi, tók hann eftir og
veika ilmvatnslyktin sem hann hafði fundið á bað-
inu, var hérna Ííka.
— Ég meina já. Það er fallegt. Ertu tilbúin? Ray
bíður áreiðanlega eftir okkur og við þurfum að
koma við hjá Luke.
Ray beið eftir þeim í ganginum. Hann haf ði heyrt
þau tala saman inni í herbergi Janetar og horft
spyrjandi á dyrnar. Athyglisvert, mjög athyglis-
vert. Spurnin í svip hans jókst um helming, þegar
hann sá þau koma út úr herberginu. Janet brosti,
svolítið feimnislega, að því virtist og Neil var eins
og hann hefði verið staðinn að einhverju ólöglegu.
— Ég var að gefa Janet hálsfestina hennar
mömmu, sagði hann hátíðlega og Ray leit á mág-
konu sína. Það fyrsta sem hann tók eftir, var að hún
bar enga aðra skartgripi, þá hefði hún líka eyðilagt
heildarsvipinn. Hann hafði svo sem vitað að hún
myndi eignast skartgripi móður þeirra einn góðan
veðurdag, þrátt fyrir allt. Hún var eiginkona eldri
bróðurins, svoþað var ekkertáfall. Hins vegar varð
það honum áfall, að komast að raun um, að Janet
var falleg. Þetta var allt önnur Janet, alveg frá
hvirf linum á glansandi hárinu til tánna á litlu gylltu
samkvæmisskónum Hún var ekki lengur föl,
vangarnir voru rjóðir og augun Ijómuðu. AAeira að
segja liturinn á varalitnum var alveg hárréttur og
Ray setti upp viðurkenningarsvip um leið og hann
kinkaði kolli.
— Já, hún tekur sig reglulega vel út þarna, sagði
hann.
— En afgangurinn af mér? spurði Janet bros-
andi.
— Það er ekkert út á hann að setja.
Janet var ánægð með þetta svar, því það var
miklu jákvæðara en hún hafði búizt við.
Leiðinlegt að hún skyldi þurfa að fela alla dýrð-
ina undir gömlu vetrarkápunni, en hún átti ekkert
annað og það var nauðsynlegt að vera í einhverju
hlýju þessa löngu leið. Hún sat við hlið Neils í fram-
sætinu og þau fóru ekki út úr bílnum, þegar þau
komu að heimili Lukes. Hann stóð og beið þeirra,
hávaxinn og glæsilegur með sígarettu í munnvik-
Framhald
37