Heimilistíminn - 20.03.1975, Síða 27

Heimilistíminn - 20.03.1975, Síða 27
^EGAR fer að vora, fara drengirnir að uSa að flugdrekunum sinum eða smiða ^ja, ef sá gamli er orðinn ónýtur. Nú j^.til margar tegundir af flugdrekum, en yt\r byrjendur i flugdrekasmiði mun bezt að gera „danska” drekann, Þen ®an sem sézt hér á teikningunni. ^áið ykkur tvo létta trélista, til dæmis •hapinna úr bambus, sem oft fást i bló: ^ótnabúðum, eða lista úr furu. Sá lengri 90 sm á lengd, en sá styttri 60 sm. be™ merki á lengri listann við 30 sm og ^•hdið styttri listann þar fastan, vel og ^aodlega (lim) eins og sézt á mynd I. ^ siðan teiknibólur eða litla nagla e° haus i alla fjóra endana og strengið seglgarn þar á milli (mynd II). Brúnn, sterkur umbúðapappir er sniðinn 4 sm stærri á alla kanta en drekinn (mynd II) og þessi 4 sm brún er limd niður yfir snúruna. Gætið þess að strekkja dálitið á pappirnum um leið og limt er (mynd IV). Gerið tvö smágöt á langa listann, þar sem merkt er fyrir á mynd IV, en i gegn um þau er stýrissnúran dregin og hnýttir hnútar á endana. Þá litur drekinn út eins og mynd V. I þessa lykkju er bundinn endinn á langri, léttri seglagarnssnúru, sem gott er að hafa á kefli. Þvi næst þarf að búa til halann, en hann þarf að vera um hálfur fimmti metri á lengd. í halaflöggin má nota saman- brotinn silkipappir, eða annan léttan pappir. Á milli flagganna eru um 30 sm. Tveir drengir þurfa að vera I félagi viö að koma drekanum á loft og það er bezt i dálitilli golu. Annar heldur drekanum á lofti, skáhalltupp á við, en hinn sætir lagi, þegar golan er mátuleg og hleypur þá af stað, en hinn sleppir. Vilji drekinn ekki fljúga vel, er reynandi að lengja halann litið eitt og athuga hvort styrissnúran er rétt tengd við drekasnúruna. Oftast mála menn andlit i stórum dráttum á þá hlið drekans, sem niður snýr, og er ágætt að nota sterka liti, til dæmis Hörpu-silki til þess. G.H. 27

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.