Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 18
Einkastjörnuspáin 15. nóvember bú þarft að temja þér þolinmæði og festu ef þér á að takast að hemja marg- brotið skaplyndi þitt. Lif þitt gengur i tiðum bylgjum góðs og ills, og þú verður að læra að framkvæma á réttum andar- tökum, þá tekst þér oft hið ómögulega. Stjörnurnar hafa veitt þér ýmsa hæfi- leika, sem geta gert þig að stórmenni, ef þeir fá að þroskast á réttum tima i réttar áttir. Þú ert frumlegur og finnur upp á ýmsu og hefur að likindum viðskiptavit. Þú hefur lika áhuga á visindum, sögu og heimspeki. Andleg málefni vekja hins vegar ekki áhuga þinn, en þú veizt hvernig koma ber hugmyndunum i fram- kvæmd. Skaplyndi þitt sveiflast til og frá og stundum lifir þú i dagdraumum þótt mikil vinna biði þin. Þú verður að reyna að hemja duttlunga þina og haga þér eins skynsamlega og þér er unnt. Gættu þess að skapvonzka þin komi ekki niður á öðrum, sem eru þér ekki sammála i einu og öllu. Þar sem þú ert mjög ástrikur og til- finninganæmur i eðli þinu, verðurðu ánægðastur ef þú giftist snemma og eign- ast fjölskyldu, svo börnin geti vaxið upp með þér og glaðzt yfir velgengni þinni. 18 Það er eitt og annað leyndardómsfullt við persónuleika þinn. Þú hefur mikinn áhuga á samfélaginu, sem þú lifir i. Þú ert aðlaðandi og margt fólk heillast af þér. Þar sem þú ert ekkert á móti þvi að tala á mannamótum, færðu ýmsu framgengt, þvi að þú gengur að málefnunum með llfi og sál. Það er mikilvægt fyrir þig, að ein- beita þér að einum hlut snemma i lifinu og þú starfir að honum, þar til árangur næst. Einbeittu þér að þeim vinum, sem geta hjálpað þér i starfi þinu og stöðu. Leggðu mikla áherzlu á það. Stjörnurnar hafa veitt þér ýmsa hæfileika, en það er ekki nóg að hafa vott af snilligáfu til að komast á tindinn. Þú þarft iika að leggja hart að þér til þess. Þú hefur viðskiptavit og skalt nota þér það. Þú ert einn hinna fáu, sem getur grætt fé á list. Þú ert sannfærður um að starf listamannsins sé jafn mikil- vægt og iðnaðarmannsins. 16. nóvember. 17. nóvember. Þú hefur fengið ótal góða hæfileika i vöggugjöf, en það er vita ómögulegt að þroska þá alla og nota, nema þú hafir manneskju beinlinis til að skipuleggja allt fyrir þig og ýta þér áfram. Þú hefur hæfi- leika bæði á tónlistarsviðinu, bókmennta- sviðinu og ert teiknari góður. En þér hætt- ir of mikið til að fara þinar eigin leiðir og hlýða ekki fyrirmælum i þeim efnum. Þú'lætur einnig það fólk, sem þér þykir vænt um, hafa áhrif á þig. Ef þú varpar ást þinni á réttan aðila, verðurðu mjög hamingjusamur og færð þar með þá stoð, sem þú þarfnast, en þú verður lika sjálfur að leggja talsvert að mörkum. Þú munt komast að raun um, að ef þú temur þér að treysta eigin dómgreind i stað þess að fara alltaf að ráðum annarra, mun það bæta mikið fyrir þér. Þú hefur ótviræða leiðtogahæfileika, og átt að nota þá. Þar sem þú ert bráður I skapi, verður nauðsynlegt fyrir þig að hemja það. Teldu upp að tiu eða hundrað ef þarf, áður en þú ákveður að rjúka upp út af smámunum. Vertu viss um að hafa stjórn á þér, áður en þú lætur til skarar skriða. Hvað fjármálin varðar, muntu verða vel bjargálna alla ævi, en gættu þess að halda ekki svo fast um þitt, að þú verðir talinn nizkur.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.