Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 8
Pylsur eru ákaflega vinsæll matur, einum hjá yngri kynslóðinni. En þær eru líka einkar þægilegar að fást við og misheppnast aldrei 1 langt Parisarfranskbrauð (má lika nota pylsubrauð). 8 Vinarpylsur, olia, sinnep og tómatsósa. Skerið franskbrauðið i þykkar sneiðar, svona helmingi styttri en pylsurnar eða pylsubrauð i tvennt, eftir að bláendarnir hafa verið skornir af. Stingið skafti á tré- sleif eða öðrum sivölum hlut gegn um endilangt brauðið, þannig að holrúm myndist, sem ekki má vera viðara en svo, að pylsurnar sitji þar vel fastar. Þegar þeim hefur verið stungið i brauðið, er þeim raðað hlið við hlið i ofnfast fat eða ofnskúffuna. Steikið þær siðan i 10 minút- ur i 170stiga heitum ofni. Berið á þær oliu, áður en þið steikið þær. Berið sinnep, tómatsósu og salat með. Hér er uppskrift af, salati, sem öllum finnst gott, einkum börnum: 1/4 hvitkálshöfuð, 1 dl. rúsinur, 2-3 stappaðir ananashringir, 2 epli, 1 1/2 dl. sýrður rjómi, svolitill sykur og sitrónusafi eftir smekk. Skerið kálið fint niður og epl- in i litla bita. Blandið saman rjómanum og ananasmaukinu. Bragðbætið með sykri og sitrónusafa. Bætið kálinu, rúsin- unum og eplabitunum i og jafnið varlega saman. Geymið á köldum stað þar til bor- ið er fram. Pylsupottur meö lauk, eplum og karrýi 800 gr reyktar pylsur, 1-2 laukar, 3 epli, 1 msk smjör, 2 tesk karrý, 3 msk tómat- mauk, 1 1/2 dl vatn, 1 dl rjómi, salt, sykur og steinselja. Saxið laukinn gróft. Fjarlægið epla-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.