Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 37
hertogaynjuna við hliðina á mér og skammbyssu í töskunni, jáarf ég ekkert að óttast, sagði hún hlæj- andi. — Almáttugur barn, hvernig þú talar! Frú Lonsdale hló. — Ég virðurkenni, að skammbyssa getur komið að gagni, en hvernig svona agnarlítill loðhundur getur verndað nokkurn, er ofvaxið mín- um skilningi. Hvar á hún að sofa? Þú færð ekki að hafa hund með þér inn á hótel, jafnvel þótt hann heiti því virðulega nafni Stórhertogaynjan. — O, hún getur sofið í bílnum. Það geri ég sjálf lika áreiðanlega öðru hverju. Pabbi er búinn að láta breyta framsætinu, þannig að hægt er að leggja bakið niður og þá er komið bezta rúm. Við Fíf i lát- um áreiðanlega fara vel um okkur þar. — Mér heyrist það ekki vera þægilegt, sagði Nan og renndi höndinni gegn um hrokkinkollinn á sonar- dóttur sinni. — En ég veit vel, að þú ert fær um að bjarga þér sjálf og ert snillingur í að bjarga þér úr furðulegustu vandræðum, sem þú ert alltaf að koma þér í. En það hlýtur að minnsta kosti að vera friðsælla að vera á ferðalagi um landið, en starfa á þessu stóra sjúkrahúsi allan daginn. — Já, viðurkenndi Mary. — Ég hef séð mikið af lifinu, f rá f lestum hliðum. Þetta verður tilbreyting fyrir mig. Það var nærri því ótrúlegt, hugsaði amma Mary, hvernig þessi sonardóttir hennar gat ennþá elskað lífið og mannfólkið svo mikið, eftir að hafa verið hjúkunarkona svo mörg ár. Allt frá sextán ára aldri, hafði ekkert annað komizt að í kollinum á henni, en að verða hjúkrunarkona. Nú var hún tuttuguog f jögurra ára og hafði tekið öll þau próf, sem hægt var að taka í því starfi í Ástralíu. Allir vissu, að hún hafði ætlað sér að fara til útlanda og læra meira, en af einhverri óþekktri ástæðu ákvað hún skyndilega að eyða næstu mánuðum í að kanna sitt eigið land. Hún þarfnaðist langs leyf is og lang- aði til að ferðast og hvað var þá betra en að aka um Ástralíu i litla bílnum sínum með hundinn sem ferðaf élaga? Frú Lonsdale hafði fagnað þessari ákvörðun og foreldrar Mary líka. Þau hefðu ekki hindrað dóttur sina i að fara til Englands, en Mary var einkabarn og þeim fannst indælt að hafa hana, að minnsta kosti í sömu heimsálfu, þótt hún byggi ekki í for- eldrahúsum lengur. — Ertu búin að ákveða hvert þú ætlar að fara á morgun? spurði faðir hennar og teygði makinda- lega úr sér um leið og hann greip pípuna sína af reykborðinu. Mary leit niður á stóra kortið, sem lá útbreitt á gólfinu. — Ég get eiginlega ekki ákveðið mig. Ég held, að ég fari vestur á bóginn til að komast í rneiri yl. — Vestur? spurði hann hissa. ;— Já, er það ekki áttin, sem sólin fer venjulega í? — Mér kæmi ekki á óvart, þótt þú lokaðir augun- um og potaðir blindandi á einhvern staðá kortinu og ®kir svo þangað, sagði faðirinn mæðulega. Það er sannarlega ágæt hugmynd, sagði hún og hló. — Kannski þú getir gert það enn flóknara, hélt faðir hennar áfram.— Hér er tíeyringur snúðu þér við og kastaðu honum yfir öxlina á þér og sjáðu hvar hann lendir, stakk hann upp á. — Þetta þykir mér undarleg aðferð við að leita sér að sumarleyfisstað, sagði Nan og hallaði sér áhugasöm áfram, þegar sonardóttir hennar sneri sér frá kortinu. — Aldrei dytti mér í hug að fara svona að því. — Það gerir þessi meðfædda ævintýraþrá min, svaraði Mary. — En nú skulum við sjá, hvar ég hafna. — Svo þegar þú kemur þangað, ertu vis til að kasta f leiri tíeyringum yfir öxlina á þér til að vita, hvert skal halda næst. Þú kastaðir of langt, hann fór út af kortinu, vina mín. Mary skreið á f jórum fótum eftir gólf inu og Stór- hertogaynjan kom fast á eftir og velti fyrir sér hvort þetta væri nýr leikur. — Hvað skyldi yfirhjúkrunarkonan segja, ef hún sæi mig núna sagði Mary og skreið til baka með ti- eyringinn. — Það þarf alltaf að vera stífur, form- legur og ópersónulegur, þegar hún er viðstödd. Þess vegna er svo indælt að geta verið heima og verið eins og maður á að sér. Þarna! Hvar lenti hann núna, amma? — Þú ferð til Cobar, staðfesti amma hennar. Faðirinn hló. — Já, hún vildi f rá sól og hita, og það er nóg af þvi þar. — Þar er áreiðanlega dásamlegt lof tslag á þessum árstima, sagði Mary, sem þegar tók upp vörn fyrir þennan óþekkta stað fyrir vestan. — Þar er miklu hlýrra en hér. Settu meiri brenni á eldinn, pabbi, meðan ég athuga, hvað það er langt til Cobar. Hún skoðaði kortið gaumgæf ilega, en kinkaði síðan kolli — Svona 65 mílur. — En þú getur ekki ekið alla þá leið á einum degi, sagði faðir hennar ákveðinn. — Þaðtekur mig kannske heila viku. Ég stansa alls staðar sem mig langar til þess. Ef til vill hitti ég at- hyglisvert fólk og þarf að hlusta á ævisögu þess. hún leit upp, þegar móðir hennar kom inn með te- borðið. — Nýbakaðar bollur, húrra! Sybil Londsdale andvarpaði. Þessi dóttir hennar! Hún var ennþá mjög falleg kona, en Mary, sem var rauðhærð, freknótt og með stóran munn, gat alls ekki kallast falleg. Sybil var iétt og kvenleg í hreyfingum og hafði árum saman reynt að kenna dóttur sinni svipaðar hreyfingar. En tvær vikur á sjúkrahúsinu, þar sem Mary vann, höfðu fært henni heim sanninn um sitt af hverju. Mary í hvita, smekklega hjúkrunarkonubúningnum, var allt önnur manneskja en frjálslega unga stúlkan, sem fékk sér gönguferðir í garðinum á náttfötunum, eða veltist um grasf lötina með hundinum. Já, þetta var eiginlega furðuleg stúlka. Alltaf hafði hún verið dugleg að bjarga sér sjálf, en steypti sér út í hvað sem var og var aldrei hrædd við neitt. Hún varð að viðurkenna að faðir hennar hvatti hana fremur en hitt í því síðarnefnda, en það var enginn efi á að Mary var ung kona, sem gat bjargað sér sjálf og að því leyfi var hún gjörólik móður sinni. Sybil Lons- Framhald 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.