Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 25
Pétur Hraunfjörð:
Þeir skálmuðu eftir gangstéttinni sitt
hvoru megin götunnar. Drógu á eftir sér
trillurnar og keifuðu snjóinn. Nútfminn
skauzt framhjá þeim, ýlfrandi og hvæs-
andi eftir miðri götunni og orgaði á það
manneskjulega seinlæti að draga á eftir
sér ruslatunnur fet fyrir fet. Þeir þok-
uðustvestur götuna, hægt og bitandi, með
bflinn við hægri gangstétt. Atta manna
flokkur i meiri hluta eldri menn er voru
aldir upp i bændaþjóðfélaginu, og höfð
lært átið með spæni úr aski. Hægra megin
við götuna var brött brekka, húsin stóðu
yfirleitt nokkuð uppi i lóðinni og margar
tröppur upp að hverju húsi.
Mennirnir fikruðu sig hægt og varlega
upp hálar tröppurnar. Þeir gengu aftur á
bak og drógu trillurnar. t fjærsta horni
lóðarinnar himdu öskutunnurnar, eins
langtfrá götunnioglóðarstærð hvers húss
frekast leyfði. Þeir slitu tunnurnar uppúr
klakanum, drógu þær úr snjónum og settu
þær á trillurnar. Niður á tröppurnar höfðu
þeir trillurnar með tunnunni á undan sér
og sig á, en reyndu þó að halda aftur af og
i þyngdarlögmálið, sem sagði áþreifan-
lega til sin á flughálum tröppunum.
Fyrir aftan bilinn stilltu þeir sér upp i
einfalda röð, blésu úr nös og biðu eftir þvi,
— Þetta er svo hugleiðsluherbergið
hans Viggós.
AAyndin
að stólmaðurinn losaði tunnurnar.
Aldeilis var það undravert, hvað þær gátu
verið þungar og illmeðfærilegar, þessar
tunnur, svona niður tröppur — i hálku og
snjó ^þó ekki sé nú talað um myrkrið að
.morgni dags fyrir kaffið.
— Þú ert byrjandi i þessu og kannt ekki
réttu handtökin. Það var stólmaðurinn,
sem talaði, samanrekið heljarmenni
undan Jökli. Það er einmitt jafnvægið,
sem skiptir öllu máli. Fyrst verður leiðin
að vera hrein niður tröppurnar og opið
hlið út á götu — siðan verður að beygja sig
i mjóhryggnum og halda trillunni eins
neðarlega og mögulegt er, fara þá niður
einsgreittog boginn hryggur og hnjáliðir
frekastleyfa. Lærdómurinn felst einmitt i
þvi að halda i þyngdarlögmálið með jafn-
væginu. Kannski má segja að í þetta þurfi
sæmilegan hry gg, og herðar, um fæturna,
tala ég ekki. Það er auðskilið mál, að fóta-
lausir menn geta ekki verið i öskunni.
Tunnan, sem var komin hátt á loft, skall
niður með brauki og bramli, sentist úr
stólnum og hafnaði á hliðinni við fætur
— Þú ert mesti svikahrappur, sem cg
hef kynnzt. Viltu verða auglýsinga-
stjóri hjá mér.
I
|
— Fyrst verð ég að biðja afsökunar á
þvi að ég las ranga veðurspá i gær-
kvöldi.
byrjandans. Hann hrökk við og hentist
frá, en lenti þá á næsta manni fyrir aftan.
— Ég var búinn að margsegja ykkur,
að stóllinn er hættulegur, hrópaði stól-
maðurinn. Þið megið ekki standa svona
nálægt.
Byrjandinn reisti upp tunnuna og fór að
tina upp i hana draslið. Var þetta vinna
fyrirhann? Hefði ekki verið betra að vera
áfram hjá sendiráðinu? Hann sópaði
saman eggjaskurn, kaffikorgi, og kjöt-
beinum, tiundaði innihald tunnunnar og
hugsaði um framtiðina. Hvað myndi biða
hans i þessu starfi? Billinn hafði haldið
áfram vesturgötuna, oghonum yrði að ná
til að losa tunnuskrattann. Það virtist
ekki glæsilegt að eiga að standa i svona
samantekt, sizt þegar birti af degi, og
borgararnir kæmust á ról upp úr kaffinu.
Þetta var lika bölvuð lygi hjá blesanum i
sendiráðinu, að hann heföi verið i mót-
mælagöngunni, þótt það kæmi svona út á
myndinni.
Hann hafði bara staðið við gangstéttina,
og fólkið hafði fyllt út i götuna, það var
svo margt.
HVAÐ VEIZTU
1. Iiver er Takeo Miki?
2. i hvaöa horg heimsins eru framin
flest m orð?
3. Hver hafðist við i Skirisskógi?
4. Hvor borgin er norðar Peking eða
Tókió?
5. Hvaða ár lést Marylin Monroe?
6. Eftir hvern er bókin „Námur
Salómons konungs”?
7. Tvær örlagagyðjanna hétu Urður
og Verðandi. Hvað hét sú þriðja?
8. Hver lék Soames i „Sögu Forsyte-
ættarinnar”?
!). 1 hvaða landi er Montevideo höfuð-
borein?
10. Hvaðan fær Siglufjöröur rafmagn?
Hugsaöu þig vandlega um — en svörin
er að finna á bls. 39.
25