Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 33
Hans Peterson:
Magnús í hættu
stööugt, og ég þoli ekki læti. En samt er hlýtt og
notalegt hérna.
— Svei mér þá, það var gaman að heyra. Já,
ég kynti svolitið áðan, þvi það verður svo
hráslagalegt i þoku, og þá verður gömlum sjó-
manni kalt, sagði skipstjórinn. Þú getur ekki
flutt hingað, en þú mátt koma öðru hverju, ef
þig langar til þess. Ég er næstum alltaf heima.
Þetta með tómu flöskurnar er bara til að ég
hafi eitthvað að sýsla með.
Nú gerðist Jack óróiegur, og Magnús opnaði
varlega dyrnar og gægðist út. Þokan var þétt,
og hann heyrði ekkert eða sá, annað en gelt-
andi hundana.
Jack smeygði sér út milli fóta hans, og Patti
tók i hÖnd hans. Þeir kvöddu skipstjórann og
lögðu af stað upp bratta brekkuna upp að
akrinum. Nú vissi Magnús nokkurn veginn
hvar Sólskinsgata var, og Patti gekk áfram, án
þess að geta athugasemdir. Skipstjórinn hafði
gefið Magnúsi band, sem hann hafði bundið i
hálsól Jacks. Fyrst Jack hafði komið með alla
þessa leiö, hlaut honum að lika vel við Magnús.
Þá var lika eins gott að hafa hann bundinn, svo
hann hyrfi ekki i þokuna. Þá rataði hann
kannski hvorki aftur til hafnarinnar né
Magnúsar, en villtist ef til vill til fólks, sem
ekki kunni að meta hunda.
Skömmu seinna komu þeir að götu. Þeir fóru
framhjá nokkrum brúnum húsaröðum og
komu að annarri götu. Þá komu sex, átta hæða
hús i ljós i þokunni. Eins og venjulega heyrðust
hróp og köll og hávaði i börnunum, og Jack
færði sig enn nær Magnúsi. Þokunni hafði létt
aðeins, og nú sáust húsin öll, ekki bara neðsti
hluti þeirra, eins og um morguninn, þegar
Magnús og Patti lögöu af stað.
Magnús stóð kyrr, þegar hann kom að götu-
horninu.
— Viö skulum ekki standa hér, sagði Patti
óþolinmóður.
— Ég held, að ég biði svolitið hérna,.sagði
Magnús og setti frá sér töskuna. — Þú getur
hlaupið upp til mömmu þinnar á meðan, svo
hún veröi ekki hrædd um þig.
— Af hverju ætlarðu að . standa hér? spurði
Patti. — Við erum ekki villtir lengur, er það?
— Ég þarf að hugsa, svaraði Magnús.
Patti svaraði ekki. Hann horfði á Jack. Svo
gekk liann varlega nær og klappaöi honum á
bakið.
— Eiginlega lield ég ekki að þú bitir mig,
sagði hann lágt. —En mamma segir, að maður
fari aldrei of varlega.
Magnús svaraði ekki, og Patti gekk einn að
húsunum. Þegar hann var kominn dálitinn
spöl, sneri hann sér við og veifaði, og Magnús
veifaði lika. Þegar Patti var horfinn, settist
Magnús á hækjur sér. Það var auðveldara að
hugsa, þegar maður sat þannig, og nú ætlaði
Magnús að hugsa um, hvað hann ætti að gera
við Jack. En jafnframt gat hann ekki stillt sig
um að hugsa svolitið um smyglarana. Hann
óskaði þess, að hann gæti hringt til Matthiasar
og spurt hann, hvað hann ætti að gera við Jack.
Jack kom og settist við hlið hans. Hann var
ennþá dálitið óhreinn, og Magnús hugsaði um,
hvað mamma hans segði. Það bezta væri lik-
lega að fara með Jack niður i kjallarann og
geyma hann þar, fara siðan upp og tala við
mömmu, ósköp varlega, en ef það dygði ekki,
yröi hann að fara og finna annað ráð.
Hann stóð upp og andvarpaði, og Jack leit
eftirvæntingarfullur á hann.
— Þú ert ágætur liundur, sagði Magnús. Það
skilja bara ekki allir, hvað þú ert góður hund-
ur.
Hann tók aftur upp töskuna og gekk yfir göt-
33