Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 14
Svipmynd af eyðileggingunni á eyjunni fögru. lika. Ég varð að nauða mikið i pabba til þess að fá að koma með, en hann lét undan, þegar skipstjórinn sagði, að ég gæti áreiðanlega lika gert gagn. Skipið sigldi i höfn. Hafflöturinn var þakinn dauðum fiskum af öllum tegund- um, kolkröbbum og hákörlum, sem höfðu bökstaflega soðnað. Ég grét af sorg yfir þvi. Við nálguðumst höfnina hægt og sig- andi. Fjallið var ógnþrungið að sjá. Tind- ur Peleé, sem yfirleitt rauk alltaf svolitið úr, var rauðglóandi og svartur, þykkur reykur valt upp úr honum, og hitinn var eins og veggur. Ekki var einn einasta bát að sjá i höfninni og etir þvi sem við sáum bæinn betur, varð okkur ljóst, að hann var gjör- samlega i rústum. Allt var þakið ösku, og viða loguðu eldar. Ekkert hljóð heyröist, nema drunurnar i eldfjallinu. — Guð minn góður, sagði pabbi. Gefðu' okkur hugrekki og styrk. Getur nokkur manneskja hafa lifað þetta af? Bær dauðans — Ég fékk lánaðan sjónauka skipstjórans, heldur Sarah áfram. Ég vildi óska, að ég hefði ekki gert-að. Ég sá hrunin hús og tré, sem voru aðeins svartir stofnar. Og lik meðfram allri strandlegj- unni. Fólkið hafði reynt að forða sér frá gosinu, en ekkert komist, þvi að sjórinn sauð. Skipstjórinn reyndi að setja einn af lif- bátunum út, en sjórinn var of heitur. Við urðum að biða klukkustundum saman, áður en við gátum róið til strandar. — Það voru alls staðar lik, segir Sarah. Og brunalykt, römm, kæfandi fýla. Ég gekk eins og i draumi. Aldrei hafði ég getað gert mér i hugarlund, að neitt gæti verið svona grimmilegt. Að náttúran gæti eyðilagt allt svona gjörsamlega. Við kölluöum i sifellu og sperrtum eyr- un, ef minnsta hljóð skyldi heyrast frá einhverju húsanna. En allt var þögult sem gröfin. Siðan kom öskufallið aftur, fint ryk en heitt, og það brenndi, þar sem það féll á bert hörund. Við sáum, að bezt var fyrir okkur að fara aftur til skips. Rödd úr rústunum Daginn eftir komu þrjú frönsk herskip til eyjarinnar. Gosið hafði sézt langt út á haf. Nú tóku áhafnir þeirra einnig þátt i leitinni i landi. Þeir dauðu voru grafnir eins vel og hægt var. Skömmu siðar kom einnig brezkt skip. — Við leituöum alls staðar. En við fund- um ekkert nema lik. Þaö var prestur um borð i einu frönsku skipanna, og hann las útfarartextann yfir þeim látnu. Viö hin skiptum okkur i hópa og héldum áfram að leita að einhverjum, sem gæti hafa lifaö af, en leitin virtist vonlaus. En skyndilega heyrði pabbi eitthvað. Stunu, að hann hélt. Hann kallaði á hjálp 14 og reyndi að komast inn i húsið sem hljóðiö kom frá. Þeirkomustað raun um, að þetta var fangelsi bæjarins. 1 tvær klukkustundir grófu mennirnir af öllum kröftum, og þeir fundu raunveru- lega mann á lifi. Hann var i litlum klefa i kjallaranum. Þetta var negri, væskils- legur gamall maður með hvitt, hrokkið hár. Hann kvaðst heita Auguste Ciparis og vera fangi, dæmdur til dauða fyrir glæp, sem hann hefði ekki framið. Björgunarmennirnir ræddu, hvað gera skyldi við hann. Einn frönsku skipstjóranna ákvað, aðhann skyldi fara frjáls ferða sinna, en fá fyrst mat, drykk og fatnað. — Hann lifði þetta af, sagði skipstjórinn. Það getur ekki verið skylda okkar að afhenda hann yfirvöldum til að dauðadómnum verði fullnægt. Nei, hann á skiliö að lifa. Það hlýtur að hafa verið einhver meining i þvi að hann er sá eini, sem er á lifi i bænum. Sá St. Pierre seinna — Ég gleymi aldrei þvi sem geröist i St. Pierre. Sarah Williams verður fjarræn á svip og röddin hljóðnar næstum. — Af 40 þúsund ibúum lifði aðeins einn. Ég reyndi mörgum árum siðar að komast eftir, hvað orðið hefði um Ciparis, en enginn vissi neitt. Hann hefur sennilega tekið upp annað nafn og byrjað nýtt lff á nýjum stað. Árið 1933 kom ég aftur til Martinique. Ég bað fyrir öllum þeim, sem farizt höfðu. St. Pierre var ekki lengur til. Upp var risin ný borg, sem heitir Fort-de-France. Pabbi, sem lifði til 1957 mundi einnig harmleikinn fram á siðustu stund. Hann var þá hátt á tiræðisaldri. Hann sagði alltaf, að hann hefði aldrei átt að taka mig með um borð. Ég hefði orðið hamingju- samari, ef ég hefði sloppið við að upplifa þessi ósköp. En ég veit það ekki. Þetta hefur á vissan hátt kennt mér auðmýkt og þakklæti. Ég held, að allt i lifinu eigi sina ástæðu, líka harmleikirnir. Þessi mynd af blómarósum I St. Pierre er tekin nokkrum vikum fyrir ósköpin. Þær fórust allar.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.