Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 24
Byltingin tekur aldrei enda ÞAÐ eru konur eins og Angela Davies sem koma fólki til að hugsa um, hversu ranglátt ogheimskulegt er að skipta fólki i hópa eftir hröundslit. Hún er sjálf glöggt dæmi um kynþáttamisrétti það, sem enn viðgengst um allan heim. Angela Davies varðheimsfræg á meðan hún sat 16 mánuði i fangelsi, en þaðan losnaði hún 4. júni 1972. Þá hafði hún öðlazt þann vafasama heiður að verða „aðalstjarna” fjölmiðlanna, en án þess' titils hefði hún helzt viljað vera, og þess vegna hefur hún látið litið á sér bera undanfarin þrjú ár. En nú er aftur farið að tala um hana og þá vegna sjálfsævisögu hennar, sem ný- lega er komin út. Þar segir Angela frá hlutunum áður, eftir og meðan mála- ferlin stóðu yfir gegn henni. Frá þvi, þegar hún var efst á lista Alrikislög- reglunnar FBI yfir hættulega glæpamenn. Frá þvi, hvernig hún var hundelt, hand- tekin, ákærð fyrir morð, samsæri og mannrán i sambandi við tilraun til að frelsa hóp svartra fanga úr Soledad-fang- elsinu i Kaliforniu. 1 bókinni eru engar athyglisverðar ástalifslýsingar, en hún gefur mjög góða mynd af þeirri kúgun, sem svört manneskja þarf að þola allt frá frumbernsku. Nú býr Angela Davies i litlu timburhúsi i útjaðri negrahverfisins i Oakland i Kaliforniu. Hún er ekki lengur „gott fréttaefni” en á stjórnmálasviðinu lætur hún enn allmikið að sér kveða. — t minum huga hefur byltingarkennd starfsemi aldrei verið neitt, sem „allir stunda” áður en þeir vitkast með árunum, segir hún. — Þegar maður varpar sér út i baráttuna, er það fyrir lifstið. 24

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.