Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 24
margt fólk i Asíu greinir ekki oft á milli þess sem viö eigum viö meB raunveru- leika og þess sem „ fyrirfinnst” I sannfæringu þessog trúarlegum sögnum. Þaft lltur á þaö allt sem einn raunveru- leika. Frá suölægari breiddargráöum koma hins vegar frásagnir sem erfiöara er aö gefa skýringar á. i fjallaheruöum Malakkaskagans, Súmötru og Borneó hafa meira aö segja þrautreyndir nátt- úrufræöingar séö einkennileg fótspor, sem likjast mannssporum, án þess þó aö vera þaö. Skuggalegt skrimsli. Brezkur dýrafræöingur aö nafni John McKinnon hefur til dæmis árum saman rannsakaö dýrin á þessum svæöum og þá fyrst og fremst órangutang-apann. Hann hefur skrifaö doktorsritgerð um lifnaöar- hætti hans, en hann hefur h'ka gefiö út feröafrásagnir, m.a. „í leit aö rauöa apanum” sem kom út fyrir tveimur árum. bar segir hann aö hann hafi á feröum sinum i fjahafrumskógun- um á noröurhluta Borneo oft séð spor, sem ibúar haldi fram aö séu eftir dular- fulla mannveru. Þessi mannvera er alls ekki orangutang, heldur kallast „Batutut”, þar semhljóö þau er hann gefur frá sér, munu vera eitthvaði áttina að „tútútútú”. Aö sögn fólksins er veran um tveir metrar á hæö, gengur upprétt eins og maöur oghefur sitt, svart hár eöa makka. Hiö furöulega er, aö hann er sagöur lifa á sniglum úr ám og vötnum. Eins og aörir „skógarandar” er hann hræddur viö ljós og hita. Sagter hka, aö hann nái stundum til sin börnum, en geri þeim aldrei neitt illt. Hins vegar mun hann stundum drepa full- oröiö fólk til aö borða lifrina, sem gegnir sama hlutverki i hugarheimi þessa fólks eins og hjartað geröi hjá okkur áður. En þótt flestar upplýsingarnar séu dæmigeröarþjóösögur af þessum slóðum, stendur ein staöreynd óhögguð: sporin eru eftir einhvern. MacKinnon, sem teiknaö hefur nokkur þeirra, segir aö tærnar lfkist mannstám, en ilin sé hlut- fallslega styttri og mun breiðari en á mannsfæti og stærsta táin viröist vera utanfótar. Jafnframt er lengd sporanna — 15sentimetrar eða svo — of mikil til að þau geti veriö eftir litla Malaybjörninn,- sem er algengur þarna. 011 önnur þekkt dýr koma ekki til greina. A Súmötru er sá sem setur sporin dular- fuhu kahaður „Sed-aða” eða „orang pendek” (sem þýöir litil manneskja) og berþaövott umaðveranséekkieins risa- vaxin þar og á meginlandinu, til dæmis á suöurhluta Malakkaskagans, þar sem spor eftir svonefndan „orang dalam” hafa veriö ljósmynduö viö ósa árinnar Endaus, þar sem er þéttur fenjaskógur. Þessi spor eru sögö hafa verið 40 senti- metra löng og 20 sentimetra breið og úti- 24 lokar það þvi fremur Malay-björninn. Ibúar svæðisins lýsa Endaus-verunni sem tveggja til þriggja metra hárri, með loðinn likama, blóðhlaupin augu og afar illa þefjandi. Ópið úr myrkrinu. Methafinn — meira að segja saman-* borið við ótrúlegustu sporin úr Himalayafjöllum — „lifir” á miðjum Malakka-skaganum, i rfltinu Pahang, þar sem álika dularfull vera að nafni „orang hitam” (svartur maður) skilur eftir sig spor, sem eru hvorki meira né minna en 56 sentimetra löng. Yfirmaður villidýraverndar i Pahang hefur tekið afsteypur af sporunum og sent náttúrufræðistofnuninni i Singapore, þar sem norski dýrafræðingurinn Immanuel Vigeland hefur gert nánari rannsóknir. Hann hefur m.a. sagt frá leit sinni að „orang hitam” i' háalvarlegu timariti náttúrufræðinga i Noregi. Vigerlandfór upphaflega til Singapore til aö rannsaka sjávardýr, sem setjast á skipskili i hitabeltinu og er afar kostnaðarsamt að hreinsa burtu. Saga hansum leitina að „orang hitam” er hin merkilegasta. Auk þess sem hann heimsótti yfirmann villidýraverndar i Pahang hafði hann áður samband við frægan malayiskan töfralækni, Awang bin Nong. Sá sagði, að hann heföi snemma morguns eins mætt mörgum „orang hitam” uppiá hinu 2300 metra háa fjalli Gunong Benom. Sökum aldurs og slæmrar heilsu gat töfralæknirinn þvi miður ekki fariðmeðá svæðið,enleiðin er afskaplega erfið. En Vigeland fékk með sér skógarvörð og eftir ráöum töfra- læknisins kveiktu þeir litið bál á ákveðn- um stað. Kastað var stykki af „Kemiang” efni sem llkistgúmmii, á báliö og átti lyktin af þvi að fá hina stórfættu veru tilað gefa frá sér lifsmark. En ekkert geröist. Við annað tækifæri tóks Vigeland að fá með sér þrjá töfralækna af lægri stigum, sem voru þá nýkomnir heim úr pilagrimsferð til Mekka. Takmark þeirra var djúpur hellir, Kota Papan, en þar hafði skömmu áður fundizt sporeftir „oranghitam”. Til öryggis tók Vigeland með sér haglabyssu, sem skógarvöröurinn réöi honum þó eindregiö frá að beita. Þar sem talið var að „veran” væri meira eða minna mannleg, gat hann átt á hættu að verða dæmdur fyrir morð... Inni i hellinum kom Vigeland sér fyrir með segulband og ljósmyndavél ef eigandi sporanna skyldi birtast. Jafn- framt gerðu töfralæknarnir ráðstafanir sinar til að töfra fram einn eða fleiri af skógarrisunum. —1 það skiptið, skrifar Vigeland i skýrslu sina — gaf reykurinn þann undar- lega árangur, að meira að segja ég, sem var langt inni i hellinum heyrði öskur og óp, sem virtust koma einhvers staðar úr næsta nágrenni. Hljóðin komu greinilega inn á segulbandiö og sérfræöingar i' þess- um hlutum segja, að þau séu frá „orang hitam”. Margar kenningar. Það væri freistandi að gruna töfralækn- ana um að framkalla hljóöin, segir Vige- land. En þrátt fyrir það að hann var sjálf- ur ekki viðstaddur athöfnina við bálið, er hann viss um, að ekki hafi verið brögð i tafli. Þegar hann lék bandið fyrir þá á eftir, virtust þeir verða æstir. — Þeir skulfu bókstaflega af ótta og æsingi. Hann sá þó engan risa, ekki einu sinni fótspor. Svæðið umhverfis hellinn var svo erfitt yfirferöar, aö þaö var ekfci nokkur möguleiki aö gjörleita það. Erfiðar að- stæður eru einmitt ein höfuðástæöa þess að ekki hefur verið hægt að finna þessar dularfullu verur i Himalaya. Löng grein i timariti brezka dýra- verndarfélagsins eftir McNeely, Croin og Emery, fjallar um rannsóknir þeirra á skógum Himalayafjalla, i 2800 til 4500 metra hæð. Þeir segja, að allir, sem leitaö hafa snjómannsins, hafi leitað fyrir ofan trjá- beltiö. Menn hafa látið villa fyrir sér, aö öll þau spor, sem fundizt hafa, hafa verið ofarskógum. Af þeirrieinföldu ástæöu , aö þarna er ekki nóga fæöu að hafa fyrir veru meö svo stóra fætur, getur hún ekki lifaö þar uppi, Meira aö segja nafniö „snjómaöur” er villandi. 1 staöinn geta höfundár greinarinnar sér þess til, að skógarverur hafi markaö sporin á leiö sinni yfir fjöllin milli dala. En þaö er erfitt aö komast aö dölunum og gróöurinn er svo þéttur, aö erfitt er að komastgegnum hann. Auk þess er þarna þétt þoka og skordýr gera mönnum lifiö afar leitt á þessum röku slóöum. Skógar þessir eru svo litt kannaöir, aö vera eins og Yetin gæti sem bezt hafzt þar viö án þess aö nokkur vissi. Það er einmitt i þessum frumskóga- dölum sem þeir telja, að Yetin haldi til. Þeir búast meira aösegja viö, að Yetin geti verið það sama og risamannapinn Gigatopitheus. Visindamenn hafa vitaö aö hann var til vegna steinrunninna tanna og kjálkabrota, sem munu vera allt að 100 þúsund ára gömul og hafa fundizt á ýmsum stöðum, allt frá Bilaspur i Indlandi til Kwangsi i Kina. Gátan er óleyst. Þremenningarnir segja einnig I grein sinni, frá undarlegum fótsporum. Ein þeirra voru 22,5 sentimetra löng meö fimm tám og voru hvorki eftir mann né þekkt dýr. Sporin voru umhverfis t jald fé- laganna einn morguninn. Þetta atvik viröist hafa oröiö merkilegasta uppgötv- un leiöangursins, ef dæma má eftir frétta- skeyti þann 21. október 1975, þar sem Conin segir, aö sé „snjómaöurinn” til, sé

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.