Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 28.04.1977, Qupperneq 11

Heimilistíminn - 28.04.1977, Qupperneq 11
fræði og lesið hana og numiB af fræðum og iBkun, enda hefur honum sennilega ekki veitt af aB styrkja sig i fræðunum undir væntanlegt biskupsstarf, þar sem hann hafBi aBeins hugsað um veraldarvafstur um ævina. Einnig greina heimildir, aB hann hafi tekiB saman húspostillu eina, og var hún mjög hjartnæm f orBum og kenn ingum, tilfinningarik og mótuB af heitum straumum sanns guBsmanns. En ekki er vitaB aB þessi ritsmiB sé nú varBveitt. Einnig lagBi hann stund á pislarfræBi frelsarans, eins og algengt var um sanna og lærBa guBfræðinga aldarinnar. Jón varabiskup þurfti aB biBa i 10 ár þar til aB forveri hans féll frá. En sumariB 1684 lézt Gislibiskup Þorláksson á Hólum, og reiB Jón yngri þá þegar norBur aB Hól- um til aB taka við biskupsembættinu. Honum var fremur kuldalega og illa tekiB nyrðra, sérstaklega af prestunum. Hann var um veturinn viB heldur lélegan kost meB sveini sinum á Hólum. ÞaB var þvi næst tiltiBinda, aB 16 prest- ar Hólabiskupsdæmis mótmæltu embætt- istöku hans, og voru meðal þeirra fjórir fyrrverandi skólameistarar á Hólum, og margir helztu prestar biskupsdæmisins. Þeirsendu mótmælinbeinttilkonungs, og kröfðust þess, aB Jón biskup yrBi þegar sviptur embætti. Þeir rituBu kæru á hendur Jóni biskupi og sökuðu hann um eftirfarandi: 1. AB hann hafi veriB grunaBur um galdur og kærður fyrir galdaykti, og hefBi hann svariB þaB af sér meB eiBi, en góBum biskupi bæri að hafa hreint rykti i sllku. 2. Að hann hafi stundaB óleyfilega tóbaksverzlun viB erlenda menn og meB þvi brotiB lög konungs og af þeim sökum misst sýslumannsembætti i Þverárþingi. 3. Að hann hafi, eftir aB hann vigðist til biskupsembættis, stundaB tóbakssölu og fleiri verzlun ólöglega. Þetta hefBi hann viBurkennt fyrir þeim, og taldi sig hafa selt tóbak jafnvel dýrara en konungs- ákvörBun um verð mælti fyrir frá árinu 1679. Hann hafði sér til afbötunar i þessu, aB hann hefBi ekki notiB neinna embættis- launa, meBan hann var varabiskup. 4. Þeir kröfBust, aB hann framvisaBi háskólaprófi sinu, sem þeir ekki kváöust hafa séð,nemaþað sem magisterstitilinn, sem hann var titlaBur þegar hann var bréfaðurvarabiskup tilHóla, og magister BrynjólfiSveinssyniskipaB að vigja hann. Þeir kröfðust að hann framvisaði raun- verulegu háskólaprófi frá Kaupmanna- hafnarháskóla I guðfræði, þeir töldu hann ekki hafa slikt próf, og vegna þess, hefBi verið fyrirskipað, aö hann væri vigður hér á landi, þar sem hann ekki þurfti aö fram- visa slíku prófi. Allt voru þetta þungar sakir, og senni- lega erfitt aö standast þær. En þrátt fyrir það tók Jón áhættuna, aB standa á móti prestum sinum i biskupsembætti og sótti mál sitt af kappi, eftir þvi sem bezt veröur séö. 7. En kærur noröanpresta á hendur Jóni biskupi Vigfússyni voru teknar fyrir eftir eftir boði konungs og fyrirskipaði hann aieB bréfi 22. nóvember 1684, að ÞórBur Þorláksson og Heidemann landfógeti skyldu kveBa til meB sér nokkra presta og rannsaka máliö. KonungsbréfiB kom til landsins um voriB 1685. Þórður biskup og landfógeti kvöddu þá með sér 4 prófasta og 3 presta til mál- rannsóknar og kölluöu jafnframt fyrir sig Jón biskup Vigfússon og andstæðinga hans, er sumir höfðu þá sætzt viB hann. Aöalákærandinn gegn Jóni bi$kupi, var Þorsteinn Gunnarsson kirkjuprestur á Hólum I Hjaltadal, siðar skólameistari i Skálholtiog prófastur i Arnessýslu. Hann sættist aldrei við Jón biskup, en hann dó sama sumar og biskup. Jón biskup svaraði hispurslaust fyrir á- kærur prestanna, nema um háskólapróf- iö. Þar var honum svarafátt og vék sér undan. Jón biskup Vigfússon reyndi aö komast utan haustið eBa sumariö 1685 vestur i Rifi, en skipiB laskaBist I stórviðri áöur en þaB lagði úr höfn. Sneri Jón biskup þá aftur norBur aö Hólum. Málsókn prestanna gegn Jóni biskupi lauk þannig, aB konungur bauð ÞórBi biskupi Þorlákssyni og helztu kennimönn- um ibréfi 8. mai 1686 að jafna ágreining- inn meB Jóniog mótpörtum hans igóðu, ef unnt væri. ABalákærandinn, Þorsteinn prestur Gunnarsson, hafði fariö utan til Kaupmannahafnar, en kom aftur án þess aB fá nokkra áheyrn. Sáttafundur var ákveöinn i málinu samkvæmt konungsbréfinu i Kalmans- tungu um haustiB, en þangaö komust eng- irnoröanprestar sökum illviöra og ótiöar, og varð þviekkertaf fundinum. A alþingi sumarið 1687 lauk þessum málum svo, aö Jón biskup og prestar hans sættust að fullu, án áviröinga á hvoruga hliö. Slra Þorsteinn prestur Gunnarsson kom ekki við þessi málalok. 8. Allt virtist nú vera I lagi meB biskups- dóm Jóns Vigfússonar, og hann hafa unn- iö fullan sigur yfir andstæðingum sinum, og leit út fyrir, aö hann gæti gegnt emb- ætti sinu i friði. En svo varð samt ekki. Hann sat ekkilengi á friöarstóli, enda gaf hann sjálfur tilefni til þess. Hann hélt á- fram launverzlun, eftir að hann tók við biskupsembætti á Hólum, og stundaði kaupskap viö hollenzka duggara meB tóbak og fleiri vörur miður nauðsynlegar, er gáfu góðan arö í aöra hönd eftir borg- aralegum kröfum. Danskir einokunarkaupmenn komu nú til sögunnar og ófrægöu Jón Hólabiskup erlendis fyrir mikla og óleyfilega verzlun og okur meB tóbak og fleiri litt nauösyn- legar vörur, er hann keypti af erlendum þjóöum, og seldi ólöglega meö mikilli á- lagningu og okri. Þetta komst brátt til æöstu stjórnenda danska rikisins i Kaup- mannahöfn. Arið 1688 urBu mannaskipti I æBsta embætti konungs hér á landi. Kristján Muller var þá skipaður amtmaöur, en Heidemann varB áfram landfógeti. Höfðu danskir kaupmenn kært til hans fyrir greind brot Jóns biskups á Hólum. Um vorið 1688 riðu þeiramtmaöur Muller og Heidemann landfógeti noröur i land til aB sannprófa mál Jóns biskups. Þeir stefndu til þings i Viövik i SkagafirBi, og stóö það i nokkra daga samfleytt. Þangaö var stefnt Jóni biskupi og öllum þeim, sem kærur höfðu á hendur honum eBa vitni áttu aB bera. Nú var gengiB aö málunum af miklu kappi, framburöur mættra bókaBur og svör biskups vitnuB og svarin. Sumir báru þaö, að þeir heföu ver- ið sendir af Jóni biskupi i hollenzkar duggur til að kaupslaga og lögðu til styrktar bréf og sannindi. Það kom einnig fram, að biskup hafði neytt landseta stóls- ins á sjávarjörðum, einkum i Fljótum, aö selja sér hálf skip sin, hótaB þeim ella af- arkostum. Einnig aö hann hefði viða auk- iBkúgildi á stólsjörðum, og sett á landseta óvenjuleg lambseldi og enn aörar nýjung- ar, og kæröu bæöi læröir og leikir. . AB rannsókn lokinni, voru skýrslurnar sendar konungi og ráöunautum hans til skoðunar og álits. Inn i þessar deilur flétt- uðust lfka þrætur biskups og Heidemanns landfógeta, er risu út af jörBum. Konung- ur tók siðan málið i sinar hendur og sendi bréf tvö til landsins 1689, 20. april. Annað var tilamtmanns Mullers og Heidemanns landfógeta, en hitt til Þórðar Skálholts- biskups Þorlákssonar og lögmanna beggja, og skyldu þeir dæma um ákærur á hendur Jóni biskupi Vigfússyni, bæöi um yfirgang hans viö almúgann og óleyfilega verzlun við erlenda menn. En Heidemann skyldi verBa saksóknari gegn Jóni biskupi. Um sumariB riBu þeir Heidemann land- fógeti og amtmaður norður á ný og háðu ,þing i Viövik til nánari rannsóknar og vitnatöku um máliö. En Jón biskup var þá á bak og burt úr biskupsdæmi sinu. Hann sigldi til Kaupmannahafnar, án vegabréfs og fararleyfis. Hann hét skipstjóranum, er flutti hann fullri tryggingu og ábyrgB, ef hann flytti sig óleyfilega til Danmerk- ur, og varö skipstjórinn viB þvi, og er ekk- ert um þaö I heimildum, að hann hafi tap- aB á þvi eBa liBiB fyrir þaö á nokkurn hátt, þó fullkomiö lögbrot væri. Sýnir þaö vel, að Jón biskup var ekki sviptur tiltrú, þó mál hans horföu illa viö og ósigurstrang- lega. Jón biskup Vigfússon náöi konungsfundi og flutti mál sitt i garöi stjórnarherra Kaupmannahafnar. En nú var honum vant vinar I staö. Pétur Griffenfeldt var fallinn I ónáð, og sat i fangelsi á eyju norB- ur I Þrándheimi. Konungur og ráðgjafar hans visuðu 11

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.