Heimilistíminn - 28.04.1977, Síða 12
Jóni biskupi til dóms rannsóknardómsins
norður á Islandi, en gáfu honum til
raunhóta leyfi til að sækja mál sitt fyrir
nýstofnuðum hæstarétti konungs i Kaup-
mannahöfn, likaöi honum ekki dómur
hennar. En sá réttur var stofnaður árið
1661, og var um mikla réttarbót að ræða.
Voriö 1689 kom Jón biskup árla Ut til Is-
lands í Hólmakaupstaö. Heidemann land-
fógetifrétti bráttútkomu hans, og lét ekki
á sér standa. Hann fór þegar á fund hans,
og birti honum undir vitni, að honum hefði
veriö stefnt til alþingis á siðastliðnu sumri
á heimili hans norður á Hólum i Hjalta-
dal, að halda þar uppi vörn i málum sin-
um fyrir dómi.
Aö þvi búnu, fór Jón biskup rakleitt
norður að Hólum, og hóf þegar aö búa sig
til þingreiðar. Lét amtmaður kyrrsetja
allar tekjur Hólastóls um vorið, áður en
nokkur dómur væri genginn gegn biskupi i
málum hans.
9.
Vorið 1690 gekk landfarsótt allskæð um
vestanvert landið, og náði norðurum land
að nokkru. Varð hún þess valdandi, að illa
gekk að fá menn til þingreiöar, þrátt fyrir
ströng fyrirmæiiyfirvalda, og það jafnvel
úr nálægum sveitum við þingstaðinn.
Varð þessi sótt mest I Borgarfirði og i
vestursveitum. En það er af Jóni biskupi
Vigfússyni að greina, aö hann bjóst tii
þingreiðar norður á Hólum. En áður en
hann komst af stað, veiktist hann af um-
ræddri landfarsótt, og lézt 30. júni 1690.
Að sjálfsögöu heföi Jón biskup ekki
fengið neina miskunn hjá dómendum á al-
þingi 1690, og er næstum öruggt, að hann
hefði veriö sviptur embætti og lfklega
eignum. Jón Halldórsson prófastur hinn
fróöi i Hitardal segir svo um þetta: ,,Nú
bauö fleirum en færri góðum mönnum við
kappi og fylgi I þessum málum, þótt ófög-
ur sýndust og ill að forsvara, þvi á bervis-
uðum kaupskap með ófrihöndlara lagði
konungleg hátign á þeim árum embætt-
istöpun, búslóðar- og Bremerhólms-
straff, þenktu þvi að sneiða sig hjá slikt
sem færi sýndist, i engan máta að óhlýön-
ast við kónginn, og ei heldur af gúnst til
biskups Jóns, heldur aö honum mundi
vegna óvinsælda veita bágt með afbatanir
sinar, þó til væru.”
Rannsóknardómendur nefndu á alþingi
7. júli 1690 tuttugu og fjögurra manna
dóm, skipaðan 12 prestum og 12 sýslu-
mönnum úr báöum biskupsdæmum. ,,Og
þá fyfirkalliö var svarið lögieg dæmt og
taka skyldi til varna, frambar skóla-
meistarinná Hólum i Hjaltadal, EgillSig-
fússon, aö biskupinn magister Jón hefði
fullkomlega ásett i eigin persónu þangaö
að koma.ogþinglesthans á leið komin, en
af strangri og hastarlegri sótt hefði hann
heima á Hólum snemma morguns þann
30. júni dáið.”
„En þrátt fyrir það, að enginn talsmað-
ur varfyrir biskup né málfærsla, né ekkju
hans og ómyndug börn, var dómur látinn
ganga. Að visu tóku dómendur þaö fram,
12
að þeir viti ekki, hverjar málsbætur til
kynnu að vera, sem nauðsynlega yfirveg-
ast ættu, áður en endileg dómsályktun
væri lögð á svo vandasamt mál, þá vildu
nokkrir dómsmenn ekki fara lengra á-
fram i það sinn og setja málið upp, en
komu ekki sinu fram fyrir kappi saksókn-
arans, og þeirra er honum fylgdu.”
Var svo dæmt, að konungi skyldi greiða
1000 rikisdalir í sekt, 50 rikisdalir til fá-
tækra i Skagafirði, og auk þess 600 rikis-
daiir til Heidemanns landfógeta. Alit
skyldi þetta greittfyrir næsta alþingi 1691
til Christians Mullers amtmanns. En ekki
var biskupsembættið dæmt af Jóni Vig-
fússyni dauöum, og visuðu dómendur I
þeirri sök þvlliku til kóngsins náöar, og
eins og það, hvort ekkja hans ætti að njóta
náöarársins á stólnum að lögum réttum.
10.
En málum Bauka-Jóns Hólabiskups var
ekki þar með lokið, þó alþingisdómurinn
félli. Sonur hans Þórður að nafni, 18 ára,
var stúdent við Kaupmannahafnarhá-
skóla, og fékk fulltingi ráðamanna I
Danaveldi að mega nota leyfið, er faðir
hans hafði fengið til að sækja mál sitt
fyrir hæstarétti Danakonungs, félli hon-
um ekki dómsniðurstöður rannsóknar-
nefndarinnar, Þórður fékk þvi framgengt,
að málinu skyldi verða stefnt fyrir hæsta-
rétt.
Umvorið 1691 fór Þórður heim til Is-
lands með hæstaréttarstefnu á hendur
Heidemann landfógeta og saksóknara i
máli föður sins, rannsóknardómsmönn-
unum, meðdómendum og nokkrum mönn-
um norðan lands, er vitnað höfðu gegn
föður hans um hollenzka kaupskapinn og
fleira er snerti málareksturinn.
Heidemann landfógeti fór einn utan
með umboð hinna stefndu. Gekk hæsta-
réttardómur i málinu 15. júni 1693, og er
hann á þessa leið:
„Commissariorum harði dómur ber
ekki að koma sál. Mag. Jóni Vigfússyni i
hans gröf, ei heldur nokkrum af hans erf-
ingjum eða náungum til minnkunar,
præjdise hindrunar eða skaða i nokkurn
máta, ei heldur til frekari peningaútláta,
en að sál. Mag. Jóns erfingjar skulu
betala til landfógeta Christófers Heide-
manns 100 rikisdali i málskostnað. Svo
ber og þvi geröu arreste eður kyrrsetn-
ingu á biskupsinnkomstum að vera öld-
ungis úti og enduð, og að ekkjan og erf-
ingjar njóti náðarársins, svo sem siðvan-
legt verið hefur.”
Þórður Jónsson vann frægan sigur i
máli föður sins, og markaði með þvi þýð-
ingarmikið spor i sögu landsins, þar sem
þetta mál var þaö fyrsta er fór fyrir
hæstarétt Danaveldis frá Islandi, og opn-
aði leiðina fyrir komandi málsaðila við
réttinn.
Guðriður Þórðardóttir, ekkja Jóns
biskups, fluttist frá Hólum eftir lát mann:
sins aö Leirá og bjó þar siðan. Hún fékk
litt notið náðarársins, sem henni var
dæmt af hæstarétti sökum stjórnleysis á
Hólastól og ennfremur guldust biskups-
tekjurnar, er hún átti inni, illa.
Þórður Jónsson varðhinn merkasti mað-
ur. Hann varð prestur á Staðarstað á
Olduhrygg og er einn af þekktustu prest-
um landsins um sina daga.
Börn Bauka-Jóns voru mörg og komust
öll vel til manns. Sigriður dóttir hans var
gift Magister Jóni Þorkelssyni Vidalin
Skálholtsbiskupi. Hann hóf ættmenn konu
sinnar mjög til vegs og frama, enda voru
þeir vel til þess hæfir, sökum gáfna og
metnaðar. Frá Bauka-Jóni er margt
manna komið, og hafa afkomendur hans
mjög komið við sögu landsins.
Nafnið Bauka-Jón var biskupi gefið af
samtiðinni, og er til af völdum alþýðunn-
ar, dregið af tóbakssölu biskups og óleyfi-
legri verzlun. Jón biskup varð þess vald-
andi, að alþýða og valdsmenn fóru betur
og gætilegar með viðskipti sin við erlenda
fiskimenn og duggara. En alltaf var tals-
vert um slik skipti meðan einokunin rikti i
landinu. En hugsjón islenzkra manna um
innlenda borgarastétt varð ekki að veru-
leika fyrrená 19. öld. Það má þvi telja, að
Bauka-Jón hafi verið nokkuð langt á
undan timanum I kaupskap og aðferöinni
til að lifa af verzlun og viðskiptum.
Heimildir: Saga Isl., Biskupasögur Jóns i
Hitardal. Isl. æviskrár, alþingisbækur
HVAOVEIZT U
1. Hvað heitir greifinn i Kátu
ekkjunni?
2. Hver samdi tónlistina við
Hollendingurinn fljúgandi?
3. Hvaða tslendingi var nýlega
stungið upp á sem forseta Al-
þjóða skáksambandsins?
4. Hverjir voru Huginn og
Muninn?
5. Hver varð skákmeistari ís-
lands að þessu sinni?
6. Hvaðan og hvert á Lagarfoss
að flytja drykkjarvatn á
næstunni?
7. Hvað eru Volvo-verk-
smiðjurnar gamlar?
8. Og hvað er Leikfélag Akur-
eyrar gamalt og hvenær var
afmælið?
9. Hvað heitir steinrunnin
eftirmynd plöntu eða dýrs?
10. Hvort sigraði eða tapaði
Karl XII við Poltava?
Lausnin er á bls. 39