Heimilistíminn - 28.04.1977, Page 14

Heimilistíminn - 28.04.1977, Page 14
Það er heilsufarslega bezt bæði fyrir móður og barn, að kona eignist ekki barn fyrr en hún er orðin 18 ára, né eftir að hún er orðin 35 ára. Mun meiri hætta er á þvi, að móðir eða barn verði veik eða jafnvel deyi fæðist barnið fyrir 18 ára eða eftir 35 ára aldur móður- innar, heldur en á árunum þar á milli. Þetta á við i öllum löndum heims og i öllum stétt- um hinna ýmsu þjóðfélaga, að þvi er segir í Arbeiderbladet i Osló. Upplýsingarnar eru teknar úr nýút- kominni skýrslu.sem gefin er út af stofn- uninni Worldwatch Institute, sem aö nokkru er tengd Sameinuðu þjóöunum. í skýrslunni, sem samin er af Erik Eckholm og Kathleen Newland og er köll- uð The Family Planning Factor fjallar m.a. um f jölskylduáætlun, og er þaö meö- al annars bent á eftirfarandi staöreyndir: I Sao Paolo I Brasiliu er dánartala barna, tvisvar sinnum hærri séu þau fædd af mæörum rétt innan viö tvitugt. Dánar- tala kvenna sem eiga börn i Bandarikjun- um, og komnar eru yfir þritugt, er átta sinnum hærri en mæöra á þrltugsaldri. Þá er þvi einnig haldiö fram I skýrslunni, aö konur, sem eiga of mörg börn, eöa meö allt of stuttu millibili, stofni eigin llfi og llfi barna sinna, og einnig heilsufari beggja, i mikla hættu. Heilsufar barna og mæöra myndi batna óendanlega mikiö bæöi I rikum og fátæk- um löndum, ef auöveldara væri aö kenna fólki notkun getnaöarvarna eöa fóstur- eyöingar ættu sér staö, meira en nú er. — Fjölskylduáætlanir eru álika þýð- ingarmiklar fyrir gott heilsufar og hreint vatn og næringarfikur matur, segir I niöurstööum skýrslunnar. Minnst er áhættan viö barneignir I eftir- farandi tilfellum: —ef konan á ekki barniö, áöur en hún er 18 ára eða eftir 35 ára aldur. — fæöingar eiga sér ekki staö meö minna en tveggja ára millibili. Barneignir hættulegar — ef móðirin er yngri en 18 ára eða eldri en 35 ára — engin kona á fleiri en fjögur börn. — foreldrar, sem hafa eignazt þann barnafjölda, sem þeir hafa óskaö sér, láta gera á sér ófrjósemisaögeröir. Viö slikar aögeröir dregur úr þeirri hættu, sem staf- ar af notkun getnaðarvarnarlyfja. Samkvæmt niöurstööum athugana vis- indamanna búa 2/3 hlutar kvenna i heim- inum I löndum, þar sem fóstureyöingar annaö hvort eru leyfilegar, eöa ekki þarf aö óttast málshöfðun eða sektir séu þær framkvæmdar. Þrátt fyrir þaö rekur kostnaðurinn eða félagsleg afstaöa til fóstureyðinga margar konur til þess aö leita aðstoðar skottulækna i þessu sambandi, eöa þær eru framkvæmdar viö ófullkomin skilyröi. Getnaöarvörnum getur einnig fylgt nokkur áhætta. Sem dæmi má nefna notk- un pillunnar eöa lykkjunnar svokölluöu. Þó er aöeins hægt að meta áhættuna af þessu i samanburði viö þá hættu, sem er samfara þvi aö fæöa barn. Upplýsingar frá Bandarikjunum og Bretlandi sýna, að öruggara er fyrir konur á öllum aldri aö nota einhverjar getnaöarvarnir, heldur en aö fæöa börn. — En fjölskylduáætlun hefur ekki aö- eins i för með sér betra heilsufar móöur og barns. Þvi færri óvelkomin börn, sem fæöast i þennan heim, þeim mun betra sálarlegt og efnahagslegt ástand má reikna með aö riki I hinum einstöku fjöl- skyldum. Að lokum segir, aö þvi fleiri konur, sem geti á árangursrikan hátt skipulagt fjölskyldustæröina, þvi fleiri konur fái tækifæri til þess aö notfæra sér þá menntunarmöguleika, sem opnazt hafa fyrir þær um alian heim, og geti I framhaldi af þvi unniö þau störf, sem hugur þeirra stendur til. — (Þ.fb.) 14

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.