Heimilistíminn - 28.04.1977, Side 33

Heimilistíminn - 28.04.1977, Side 33
horfði í glampandi augu hennar. — Jæja? Ætlarðu að koma? — Fjárinn hafi það< ég kem, sagði hann. — En í guðs bænum fáum okkur drykk fyrst. Pearl veitti því eftirtekt, að koma þeirra í klúbb- inn vakti óskipta athygli viðstaddra. Joey, barþjónninn, var nærri búinn að missa kokkteil- hristarann út úr höndunum á sér og Thistlewaite ofursti, sem Pearl hafði geðjazt illa að frá barn- æsku, sagði upphátt: — Hneykslanlegt! Blátt áfram reginhneyksli að koma með þennan mann hingað inn! Frú Hammerton flissaði lágt og sagði: — Hugsa sér að Pearl skuli koma með Freeman hingað. Ég hefði ekki trúað því að Desmond lofaði henni að umgangast hann. En hún er viljasterk, stúlkan, og svo er hún ekki raunverulega dóttir hans, ef til vill er það skýringin. Judson hafði heyrt síðustu athugasemdina, því frú Hammerton lá hátt rómur. Hann sagði við Pearl næstum hvíslandi, þegar þau voru setzt við barinn: — Er það satt að þú sért munaðarleysingi? — Já, sagði hún.---En með öllu velsæmi. Ég er fædd i hjónabandi. Mamma fullvissaði mig um að annars hefði hún aldrei tekið mig í fóstur. — En áttu þá enga ættingja? — Ég held að ég eigi einhvers staðar tviburasyst- ur. Hún sagði þetta létt um leið og hún rétti út hönd- ina eftir salthnetu. — Tvíburasystur? Veistu ekki hvar hún er? Hún hristi höf uðið. — Nei. AAamma lét mig lofa að reyna aldrei að hafa samband við hana. Hún varð eftir á barnaheimilinu og guð má vita, hvernig far- ið hefur fyrir henni. — En ertu ekki forvitin um það? — Jú, viðurkenndi Pearl. — Ég hugsa oft um hana og langar til að sjá hana aftur. Röddin varð mjúk. — En gætirðu ekki reynt að ná sambandi við hana? Hún hristi höfuðið. — Nei, mömmu mundi ekki geðjast að því. Þau láta sem ég sé raunverulega dóttir þeirra og ef hún... birtist allt í einu, yrði það þeim um megn. — Ég skil, sagði hann rólega. Þau yfirgáfu klúbbinn bráðlega og óku í kvöld- svalanum i áttina til Catchart Park. Judson vildi ekki viðurkenna það, en hann var kviðinn. Hann hafði aldrei stigið fæti á stað eins og þennan. Herra Freeman verður í kvöldmat, Perkins, sagði Pearl við yf irþjóninn, þegar hann kom til dyr- anna. — Já ungf rú, sagði Perkins lágt, en leit út eins og hann hefði getað dottið niður dauður á staðnum. Hann bókstaflega skalf á beinunum. Freeman, frambjóðandi verkamannaf lokksins hér á Catchart Park! Og David Woolf líka! Var Pearl búin að gleyma því? Pearl visaði Judson inn langan gang að dagstof- unni. Desmond var ennþk að gefa David góð ráð og ábendingar. Hann gekk um gólf í brúnum flauels- jakka og inniskóm, og David sat og hlustaði og kink- aði kolli öðru hverju, en AAary skrifaði niður athuga semdir, Hún gat ekki varizt þeirri hugsun, að ýmis- legt af þessum upplýsingum um kjósendurna væru furðulegar. Hún var alltaf að líta á klukkuna. Hún var orðin sjö. David átti að vera í kvöldmat, en eng- inn haf ði minnzt á hana sjálfa í því sambandi. Samt vildi hún vera kyrr, ef vera kynni að hún fengi að sjá Pearl. Kvöldið áður á dansleiknum, hafði hún virzt eins og draumsýn. Það var erfitt að ímynda sér hana raunverulega. Frú Desmond kom inn í hvítum kjól, allt of mikið skreyftum, sem minnti helzt á stóra, hvíta hænu. — Ertu enn að vinna Oswald? spurði hún hissa. — Hefurðu ekki boðið David drykk? Hún gekk þvert yfir gólfið til að hringja bjöllunni. Um leið og hún sneri sér við, leit hún spyrjandi á AAary. Hún hikaði þegar hurðinni var hrundið upp og Pearl birtist... — Sæl öll saman, sagði hún. — Ég kem ykkur þægilega á óvart. Hver haldið þið að komi með mér til kvöldverðar? Enginn annar en þingmaðurinn til- vonandi, Judson Freeman. Komdu inn, Freeman, og heilsaðu upp á fólkið. Þögnin sem kom á móti honum, var þrúgandi. Desmond varð eldrauður í framan, ræskti sig tvisv- ar og leit andartak á f ósturdóttur sina og hann lang- aði mest til að kyrkja hana. Frúin vissi ekki sitt rjúkandi ráð. — Vina mín! sagði hún. — Vina mín kær! Það var David, sem bjargaði málunum með því að ganga til móts við Freeman og rétta honum höndina. — Sæll, ég heiti Woolf. AAig hefur langað til að hitta yður. Þótt við séum keppinautar, er engin á- stæða til að við séum óvinir. — Alls engin, sagði Judson og þeir heilsuðust hjartanlega. — Gott, David, sagði Pearl hrifin. — Komdu nú pabbi og reyndu að koma fram sem gestgjafi, hvernig sem þér líður. Hún hló glaðlega. — Ég veit ekki hvernig þið hittust... byrjaði Des- mond. — Ó, ég skal segja þér það, greip Pearl fram í. Hún settist á stólarm. — Ég get varla beðið eftir að segja frá því. AAanstu þessa skemmtilegu athuga- semd þína við hádegisborðið, að einhver ætti að kasta tómötum í Freeman á f undinum, þegar hann færi að tala? Jæja, ég tók þig á orðinu, pabbi. Ég fór á f undinn og tók með mér poka af góðum mjúk- um tómötum. Desmond var orðinn eldrauður í f raman. — Þú... þú fórst á fundinn hjá Freeman... með tómata? — Já, einmitt eins og þig langaði til að gera, ef það væri ekki fyrir neðan virðingu þína. En ég kastaði þeim, allt í lagi með það. Hún hló. — Þrem- ur. Freeman fékk tvo og fundarstjórinn einn. — Ég veit ekki hvað ég á að segja stamaði Des- mond.— Ég býst við að ég verði að biðjast afsökun- ar á framferði hennar, Freeman — Ó þú þarft þess ekki, greip hún fram i. — Hann hef ndi sin. Hann neyddi mig til að koma upp á pall- inn til að biðjast af sökunar og þegar ég sló hann ut- —an undir, lagði hann mig bara á hnéð og flengdi 33

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.