Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 20.10.1977, Qupperneq 4

Heimilistíminn - 20.10.1977, Qupperneq 4
- Frú Carlo Ponti — eftir tuttugu ára sambúð: ÉG FÆDDIST EKKI FYRR EN ÉG HITTI HANN — Ég átti ellefu ára hjiiskaparafmæli i april, og svo átti ég tuttugu ára hjú- skaparafmæli i september, sagöi Sophia. Þetta hljómar eins og gáta, en þó er til góö skýring á þessari undarlegu yfirlýsingu. 17. september, 1957 giftist Mario Calle- steros Antonio Lopez Machuca i Juarex i Mexico. Lopez Machuca var þarna mættur fyrir hönd Carlo Parlo Ponti og hinn lögfræðingurinn var fulltrúi Sophiu Loren. Lögö voru fram skjöl, sem sýndu, aö Ponti haföi fengið mexikanskan skilnaö frá Giuliana Fiastri. Skilnaöur var ekki leyfður á Italiu i þá daga, og þess vegna var þaö, aö húsmóðir nokkur i Milanó, Louisa Brambilla, lýsti vanþóknun sinni á hjónunum og lagði fram kæru á hendur þeirra fyrir fjöl- kvæni. Þau neyddust nú til þess aö yfir- gefa fööurland sitttil þess aö komast hjá allt aö fimm ára fangelsisvist. Eftir nær áratugs vandræöi, réttarhöld og sitt hvað sem náöu til Vatikansins, italska þingsins ogallskyns dómstóla endaöi þaö meö þvi, að Sophia Ponti, fyrri kona hans, sonur þeirra og dóttir urðu franskir rikisborg- arar. Þá gat Carlo fengiö skilnaö á nýjan leik og gifztSophiui Frakklandi 9. april 1966. — Þess vegna höfum við verið raun verulega gift i tiu ár, sagöi Sophia, og búið saman i tuttugu ár. Þess vegna héldum viö ekkert sérstaklega upp á afmælin, þar sem viö vissum eiginlega ekki,hvenær viö ættum aö gera það. — Heföi ég einhvern tima haft tima til þess aö hugsa um hjónaband mitt, heföi vel getaö hvarflaö að mér, aö hjónabandiö myndi ekki endast svona lengi. Tiu eöa tuttugu ár er langur timi. — Þaö sem mestu máli skiptir viö hjónaband mitt, er að ég fæddist gift Carlo. Daginn, sem ég kom inn á skrif- stofuna hans eftir Miss Rom feguröar- samkeppnina.þar sem ég var þátttakandi 4 t oghanndómari var eins og við þekktumst og heföum alltaf þekkzt. Lif mitt hófst þegar ég losnaði úr viðjum fortiðarinnar og mér fór aö ganga vel. Þegar þú ferð að reyna hversviröi hlutirnir eru i lifinu fæö- ist þú i raun og veru. Var að leita að föður Sophia hafði veriö spurö aö þvi, hvort ekki heföi veriö mikiláhætta fyrirhana aö giftast manni, sem var tuttugu árum eldri en hún. — Ég vildi alltaf hafa menn i kringum migsem voru miklu eldri en ég. Ég geröi mér ekki grein fyrir þvi, aö ég var alltaf aö leita föðúr i þeim, föðurnum, sem ég aldrei hafði átt. (Sophia fæddist utan hjónabands fyrir fjörutiu og þremur árum). Þess vegna er Carlo mér svo dýrmætur. Mér hefur aldrei fundizt égbundin honum, né hann mér á löglegan hátt, heldur finnst mér sem ég hafi þá fyrst fæözt, þegar ég hitti hann fyrst. Ponti varð reyndarekki til þess aö gefa Sophiu hennar nýja nafn, en hún hét Scicolone áður. Nafniö valdi annar leik- stjóri handa henni, Lombardo aö nafni. Ponti hefur hins vegar skapað þá Sophiu Loren sem menn nú þekkja. Hann þrosk- aði ekkiaðeins leiklistarhæfileika hennar, heldur hóf hann aö ummynda persónu- leikann og smekk hennar á öllum hlutum. Hann fékk henni bækur til að lesa á ýms- um tungumálum. Til dæmis lét hann hana les Madame Bovary á frönsku, Don Quixote á spænsku The Emperor Jones á ensku. Ekki gci öi hann þetta með þvi aö' ota aö henni bókunum, eða segja henni aö lesa þær, heldur lagöi hann nýja og nýja bók á náttborðið hennar, og þannig hóf hann að skapa þá konu sem hún nú er. — Ég var svo ósköp ung þá segir hún. — En mér fannst ég vera að gera rétt með þvi aö gera eins og Carlo, og vegna þess að ég varung vissi ég aö þetta myndi end- ast um alla eilifð. — Þegar fólk er um og innan við tvitugt missir þaö algjörlega stjórn á sér, en eftir þvi sem árinliöa fer það aö hugsa á annan hátt. Maður fer aö velta þvi fyrir sér, hvort hlutirnir geti enzt um aldur og ævi. Lifið breytist, og allt er öðru visi en þú hefur búizt við. Þegar þú ert tuttugu ára eða 24 ára, hvaö þýöir þá ,,um alla eilifö”? Þaö þýöir næstu þrjú eöa fjögur ár. Timinn er afstæður. — Þegar þú ert svo orðinn eldri, og ert til dæmis aö reyna að eignast börn, eins og ég var, þegar ég var komin á fertugs- aldurinn, og þeir segja „Vertu þolinmóð” eiga þeir viö fimm, sex ef til vill tiu ár. Stundum er hættulegt að vera þolinmóö- ur. Þeir hinir sömu, sem hafa sagt viö þig „vertu þolinmóð” geta átteftir að segja við þig, „Þvi miöur, þetta er oröiö of seint”. Ponti-hjónin eiga tvo syni — Edoardo sem er fjögurra og hálfs árs og Carlo (

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.