Heimilistíminn - 20.10.1977, Side 8
AFRIKA
— Nýtt afl eða uppspretta
í tízkuheiminum
meira en gefa tizkufrömuðum annarra
landa góðar hugmyndir að tizkufatnaði.
Þeir hafa sjálfir ákveðið aö hefja fram-
leiöslu þessa afriska fatnaðar, og fram-
leiða hann og selja úr landi. Reyndar hafa
þeir gert meira, þeir hafa sett á fót stórar
verksmiðjur, sem farnar eru að framleiða
i fjöldaframleiðslu bláar gallabuxur og
bómullarboli. Einnig eru viða aö skjóta
upp kollinum fyrirtæki, smærri i sniðum
en gallabuxnaverksmiðjurnar, sem
hyggjast framleiða afriskar hátizku-
vörur, sem siðan verða fluttar út um allan
heim.
í sumar var svo haldin vefnaðar- og
fatasýning i Abidjan á Filabeinsströnd-
inni, og þar átti að auglýsa afriskar vörur,
bæði efni og tilbúinn fatnað. Fulltrúum
frá f jörutiu löndum var boðið að taka þátt
i SITHA ’77, en svo nefndist sýningin en
reyndin varð sú, að aðeins 10 lönd sýndu
framleiðsluvörur sinar, sem voru frá
samtals 62 fyrirtækjum. Kaupendur frá
Bandarikjunum, Evrópu og öðrum
Afrikulöndum fjölmenntu á sýninguna, og
munu hafa verið hátt i þrjú hundruð.
Löndin, sem sýndu framleiöslu sina á
sýningunni, voru Alsir, Benin, Filabeins-
ströndin, Ghana, Mauritius, Mali, Mar-
okkó, Senegal, Túnis og Togo. Að sýning-
unni stóðu ýmsir Evrópumenn, sem bú-
settir eru á Filabeinsströndinni, og vildu
styðja Afrikubúa i þvi, aö koma vörum
sinum á heimsmarkað, en sýningin var
haldin á vegum Miðstöðvar útflutnings-
verzlunarinnar I Abidjan.
Bómultarframleiðslan
eykst
Nú sem stendur mun Afrika leggja til
um 12% af bómullarframleiðslu heimsins.
Bómullarframleiðslan fer þó stöðugt vax-
andi. Stiórnir hinna ýmsu Afrikulanda
hafa stutt bómullar- og fataframleið-
endur á ýmsan hátt, svo þeir mættu auka
framleiöslu slna sem mest. Vinnuafl er
nægilegt, og laun eru lág. Nýjar verk-
smiðjur, sem oft á tiðum hafa verið
byggðar fyrir erlent fjármagn, nota nýj-
ustu tækni i litun, prentun, prjóni, vefnaði
og framleiðslu almennt.
Afriskir fatahönnuðir, sem margir
hverjir hafa stundað nám i Paris, eru
Allt bendir til þess, að Afríku-
búar séu nú á góðri leið með að
verða nýtt afl og ný uppsretta í
tízkuheiminum. Fatnaður eins og
caftan, djellaba og boubou, allt
daglegur klæðnaður Afríkubú-
ans, er nú viðurkenndur sam-
kvæmis- og hversdagsfatnaður
Vesturlandabúa, eftir því hvað
við á hverju sinni.
Afrisk batik hefur haft mikil áhrif á
tizkufrömuði i Evrópu og Bandarikj-
unum. Nú má sjá konur klæðast afriskum
kjólumi finustu veizlusölum stjórnarerind
reka, jafnt sem i heimahúsum utan
Afriku, og þessa kjóla er hægt að kaupa i
verzlunum, sem verzia aðallega með
afriskan fatnað, og sprottið hafa upp i öll-
um helztu stórborgun heimsins.
Fatasýningar
En Afrikubúar hafa hugsað sér að gera
Þessi bómullarkjóll er teiknaður og stilfærður eftir vestur-afriskum þjóöbúningi.
8