Heimilistíminn - 20.10.1977, Side 14

Heimilistíminn - 20.10.1977, Side 14
Myndin er frá Park Avenue, New York City, en nú liefur meira að segja banda- riska þingið ákveðið að reyna að stuðla að þvi, að þessi lirisla fái að lifa sem lengst. <------------------------m ræða. Demokrataþingmaðurinn Frede- rick Richmond frá New York, sem er einn af þeim, sem frumvarpið styður, segir, að hér sé um mjög timabært mál að ræða, sem eigi eftir að hafa mikil áhrif á lif manna i borgum Bandarikjanna um ókomna framtið. L- Trén hafa mikla félagslega- og sál- fræðilega þýðingu, segir svo Dr. Tom Lias, trjásérfræðingur, og aðstoðarfram- kvæmdastjóri New York’s Cary Aboret- um, sem einnig styður þetta mál af mikl- um krafti. — Trén auka gildi og þýðingu ákveðinna svæða, og þau geta meira að segja orðið til þess að draga úr þeirri spennu, sem oft viil skapast i stórborgum. Álmtrén illa stödd Vandræðin, sem nú steðja að trjágróðri stórborganna stafa meðal annars af röngu eða engu skipulagi i gróðursetningu fyrir mörgum árum 1 borgum, þar sem aðeins var gróður- sett ein tegund trjágróðurs, er mikil hætta á útrýmingu, ef þessi tré sýkjast af einhverjum sjukdómi. Sem dæmi um þetta mé nefna álmtrén i Minneapolis i Minnesota. Þar þurfa borgaryfirvöld að MILLJÓNIR TRJÁA FALLA 1 BORGUM BANDARÍKJANNA Milljónir trjáa i bandarískum borgum eru nú illa stödd. Talið er aðtrjám við götur stórborganna í Bandaríkjunum fækki um hvorki meira né minna en f imm milljón- ir á ári. Samkvæmt upplýsingum skógræktaryfirvalda St. Louis- borgar hefur trjám í borginni fækkað um helming undanfarin tuttugu ár. Aðalástæðan fyrir þvi, að trjánum fer fækkandi, er sú, að borgaryfirvöld eiga nóg með að afla fjár til þess að halda uppi löggæzlu, standa straum af slökkviliði og bæta hreinlæti borganna, iitið sem ekkert verður svo eftir til þess að eyöa i lúxus eins og þann, að halda lifinu i fáeinum deyjandi trjám, eða gróðursetja ný i stað þeirra sem drepast. 14 t borginni Atlanta i Georgiu fara þrir fjórðu hlutar þess fjár, er ætlað er til skógræktar til þess eins að rifa upp og flytja á brott dauð tré. Á siðasta ári féllu þar 4000 tré, og einungis 1000 ný tré voru gróðursett i þeirra stað. Lagt hefur verið fram frumvarp til laga á bandariska þinginu um 10 milljón dollara stuðning til alls konar félaga og samtaka, sem vilja stuðla að auknum gróðri i borgunum. Er búizt við, að fjallað verðium þetta mál á þinginu fljótlega eft- ir áramótin. Ekki er þó útlitið gott um framgang málsins. Carter á móti— margir með Stjórn Carters hefur lýst sig andviga þessum peningaútlátum, enda þótt marg- ir telji hér um mjög þýðingarmikið mál að eyða nær öllu þvi fé, sem ætlað var til við- halds og endurnýjunar trjágróðursins i borginni til þess eins að berjast viö sjúk- dóm, sem ásótti álmtrén. Ef meiri fyrirhyggja væri höfð i upp- hafi, væri hægt að komast hjá vandræðum sem þessum, segja trjáræktarsérfræðing- ar. 1 mörgum borgum hafa yfirvöld komizt að raun um að norski hlynurinn breiðir út rætur sinar nálægt yfirborðinu. Afleiðing- in er sú, aö gangstéttar springa, og mikill kostnaður skapazt við lagfæringar á þeim. Þetta gerðu menn sér þó ekki Ijóst fyrr en um seinan. t New Orleans er mikið af gömlum eikartrjám, sem valda sömu vandræðum. Borgaryfirvöld velta nú fyrir sér, hvað gera skuli i málinu. Til greina kemur að Framhald á bls. 16. /

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.