Heimilistíminn - 20.10.1977, Síða 15

Heimilistíminn - 20.10.1977, Síða 15
Blómin okkar Gardeníur hæfa vel heitum íslenzkum stofum Gardcnia er velþekkt planta þótt hún sé ef tii vill ekki mjög útbreidd. Það mun meðai annars stafa af þvi, að heldur erfitt er að rækta hana, og sagt er, aö þeir sem það geti séu meö svo- kallaöa „græna fingur”, en þaö er virðingarheiti þeirra, sem duglegir eru aö rækta blóm. Stærsta vandamál- ið við ræktun gardeniu er að fá hana til þess aö blómstra. Venjulega er hún seid iblómaverzlunum i fullum blóma, eða að minnsta kosti með mikið af háifútsprungnum og óútsprungnum knúppum. Venjulega tekst fólki að fá gardeni- una til þess aö bera mikið af grænu og fallegu laufi. Ef meöferð hennar er hins vegar ekki rétt hættir laufinu til þess að gulna og falla af. Margar ástæður geta legið til þess. Þeirra á meðal er vökvunin, næringarefna- skortur, eða þá að hún hafi fengið of sterka blöndu af blómaáburði. Gardenian má aldrei þorna, og hún verður að vera i sirakri mold. Ef hægt erað halda moldinni jafnrakri alla tiö, ætti það að tryggja góðan vöxt hennar. Gardenia þarf einnig að vera i nokkuð miklum hita, og helzt á hitastigið aldrei fara niður fyrir 18 stig. Ætti hún þvi að henta vel i heitum islenzkum stofum. Ef ykkur langar til þess að reyna að fá gardeniuna ykkar til þess að blómstra um jólaleytið ættuð þið að taka hana úr stofunni og geyma hana i 14 til 16 stiga hita frá þvi i ágústmán- uði. Ef þið hins vegar viljið láta hana blómstra undir vor, skulið þið setja hana i kælinn i janúar, þá blómstrar hún i april. Strax og knúpparnir eru farnir að sýna sig, er plantan tekin úr kalda geymslustaðnum, og látin inn i stofu aftur. Ef hitinn fer yfir 22 stig, þegar plant- an fer aö fá meiri lýsingu, geta knúpparnir dottið af. Þess vegna er mjög þýðingarmikið aö hún fái sem allra mest ljós að vetrinum. Ef ykkur langar til þess að gera til- raun með aö taka græðlinga af gardeniu, skuluð þið setja þá á heitan stað, þar sem hitinn kemur neðan að þeim og hann má ekki vera neðan við 25 stig, svo ræturnar myndist. Róta- myndunin tekur um það bil einn mán- uð. Þegar ræturnar eru farnar áð sjást, er plantan látin á kaldari stað. Gardeniur vaxa villt I Kina og Suður Afriku. Blóm gardenianna eru annaö hvort gul eða hvit. fb r *

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.