Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 16
Milljónir Framhald af 14. siðu skera á rætur trjánna, láta gangstéttarn- ar hverfa, sem reyndar hefur viða orðið raunin á i úthverfum borgarinnar, eða nota hreyfanlegra eða ef til vill ætti að segja sveigjanlegra efni i gangstéttirnar. — Oft er það ekki röng trjátegund, sem vandanum veldur, segir einn af sér- fræðingum Bandarikjanna á þessu sviði. — Það getur rétt eins veriö, að tréð hafi ekki veriðgróðursettá réttum tima, eða á réttum stað, t.d. þar sem allt of litið rúm er fyrir það til að vaxa á. Bandarisk stjórnvöld hafa nú tekið upp þann hátt, að veita borgaryfirvöldum sér- fræðilega aðstoð við skipulagningu og gróðursetningu trjáa. Veröur varið um 3.5 milljónum dollara til þessa starfs á næst- unni. Viða eru menn nú farnir að huga mun betur en verið hefur að þvi, hvar þeir gróðursetja trén, svo ekki þurfi að rifa þau upp með rótum og flytja þau á brott vegna ónógrar skipulagningar eða fyrir- hyggju i nánustu framtið. Gerðar eru til- raunir með hvaða trjátegundir henta bezt við þær aðstæður, sem fyrir eru, og niður- stöður þessara athugana lofa góðu. Það hefur oft verið talað um það, að trjágróður i stórborgum hafi töluverð áhrif á loftslagið i borgunum. Trén hreinsa loftið, og eins og fyrr segir, hafa lika sálræna þýðingu fyrir ibúana, sem ef til vill komast aldrei út i náttúruna, úr frumskógi skýjakljúfa og risabygginga, þar sem mengunin ætlar alla að drepa. Heykvikingar geta eflaust borið um það, að mikið augnayndi er að þeim trjá- gróðri, sem plantað hefur verið meðfram akbrautum viða i borginni, og á opin svæði. Sjáum við þó dagsdaglega mun meiri gróður, en flestir þeir, sem t.d. búa i New York, eða öðrum álika borgum, að minnsta kosti þeir, sem þá ekki búa út i yztu úthverfum slikra borga, þar sem garðar og gróður fá notið sin. fb — Paris er borgin þarsem blóm- in og flugurnar læra af fólkinu, hvernigá aö bera sigtill ástalifinu. 16 UTSAUMAÐIR VETLINGAR Það er alls ekki nauðsyn- legt að eyða miklum tima i að prjóna útprjónaða barnavettlinga, enda er börnum hætt við að týna vettlingunum, og þá er mikil eftirsjón að fallega út- prjónuðum vettlingunum, sem mikill timi hefur farið i að prjóna. Litli karlinn hér á myndinni er með vettlinga, sem mamma hans hefur skreytt með útsaumi i stað þess að hafa þá útprjónaða. Hún hefur dregið upp ein- falda mynd af ketti, með miklum veiðihárum, skotti, sem stendur upp i loftið, augum og munni. Reyndar hefur hún saumað eitthvað fleira smávegis i vett- lingana, enda virðast þeir anzi fallegir á að lita. Þetta jafnast svo sannarlega á við útprjón, en tekur mun skemmri tima. Það getur verið mjög gott fyrir litil börn, sem farin eru að fara i leikskóla eða dagheimili, að hafa ein- hverjar fallegar myndir á vettlingunum sinum og húf- unum, þá eru þau fljótari að finna dótið sitt, þegar timi er til að klæða sig og fara út. 1

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.