Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 20.10.1977, Qupperneq 27

Heimilistíminn - 20.10.1977, Qupperneq 27
aö vinna upp á móti þvi, aö færri viö- skiptavinir koma nú i heiminn, hefur fyrirtækiö reynt aö auka notkun lit- anna i skólum, og einnig að fá full- oröna til þess að kaupa litina. Fyrir- tækiö Binney & Smith, sem er einn stærsti framleiöandi vaxlitanna, hefur tekið upp á þvi aö bjóöa kennurum til sin til þess aö kynna þeim notkun vax- litanna. 1 hverri viku koma hundruö kennara til verksmiðjanna til þess eins aö prófa vaxliti. Þessi nýja auglýsingastarfsemi virðisthafa borðiö tilætlaöan árangur. A sföasta ári seldi fyrirtækið 98.5 milljónir iitakassa. Merki um fyrstu vaxlitina má sjá i steinaldarhellum, þar sem steinaldar- menn lituöu meö þeim á hellisveggina. Einhverjir fyrstu vaxlitirnir komu frá Binney & Smith um slöustu aldamót. Voru þeir framleiddir meö þvi aö bæta litarefnum út i fljótandi vax, sem siö- an var látið storkna i mótum. Ariö 1885 voru Edwin Binney og frændi hans C. Harold Smith farnir aö blanda lampasvertu saman við vax i verksmiöju i New York. Litir þessir voru seldir alls konar verzlunarfyrir- tækjum sem notuöu þá til þess aö verð- merkja vöru sina. Þegar frændurnir fóru aö bæta ýmiss konar litarefnum út i vaxið vaknaöi áhugi frú Binney, sem hafði eitt sinn verið kennari. Hún hvatti frændurna til þess að fara að selja börnum litina. Voru þeir kallaöir Crayons en það orð er komiö af franska oröinu „craie” sem þýöir krit. Vörunafiö Crayolas var valiö fyr- ir liti Binney og Smiths og undir þvi nafnikomuþeir fyrstá markaöinnár- ið 1903 og kostuöu þá aðeins 5 cent kassinn. Si'valir, flatir, smáir og stórir, crayons eöa vaxlitir eru nú framleidd- ir hjá sjö fyrirtækjum i Bandarikjun- um, og þau framleiöa alls 72 liti, eöa litbrigöi, m.a. silungsbleikan, silfurlit, kopar , gull og mahóni, og átta flú- rosentliti. Litirnireru fluttirút um all- anheim ilitakössum.sem á er prentaö á aö minnsta kosti fimm tungumálum. Hvergi eru þó vaxlitirnir sagðir eins vinsælir og i Bandarikjunum sjálfum. Þrátt fyrir þaö, aö litakassinn kosti ekki lengur fimm sent, þá hefur verð þeirra ekki hækkað eins mikið og bú- ast mætti viö i allri dýrtiö liöinna ára. Alltfram til 1957 kostaði átta lita kassi 10 cent, eöa um 20 krónur, en á siöasta ári haföi þó verðið hækkaö upp i 29 cent eða um 60 krónur. Haraldur Gíslason: Hefnd 1937 Hugsaðu til þess ef húm á þá ber hjúskapardagana þina. Mótlætið væri mátulegt þér, mætti það við þér skina. Þau voru ekki leiðinleg loforðin þin, þú laugst að þú bærir i brjósti til min þá ást, sem aldrei mun dvina. Ég trúði þér þá og treysti þér vel, taldi þig perluna mina. Alltaf þitt góða og þýðlega þel þótti ég við mér skina. Þegar við kvöddumst i siðasta sinn sórst þú mér eiða með tárum á kinn, mér fannst að ég sæi þar sálina þina. Þú manst það var napurt og næðingslegt þá, af norðri mig minnir það helzt. Þar stóðum við þögul og þrútin á brá, og þú i hönd mina hélzt. Hugurinn óðfluga áfram mig bar, að indælu vori — við finnumst vist þar sem ótal eiða þú ástar mér hézt Vorið það kom með sin gróandi blóm, glóðheita sólhýra blæinn. Fuglarnir sungu með seiðandi róm um sólina og nóttlausa daginn, en vonbrigðin urðu mér eldheit og sár, i augunum blikuðu saknaðartár, þá missti ég af þér i bæinn. Nú er sem betur fer margt orðið breytt, málið er farið að skýrast. Af guðs lukku urðum við aldrei eitt, enda reyndist það siðast. í koforti þinu beið min blað, pósturinn aldrei komst i það — Þú ætlaðir á mér að niðast. fb 27

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.