Heimilistíminn - 20.10.1977, Síða 33
— Leyfðu okkur að reyna svolitið, hafði hann
sagt. — Við hættum ekki við þetta.
En hún hafði ekki trúað honum þá — hún
hafði æpt að honum i örvæntingu og þotið út —
og hún trúði honum heldur ekki nú. Hún treysti
engum nema sjálfri sér.
Hún hljóp á milli verzlana allan daginn.
NÁKVÆMLEGA Á sama tima og daginn áð-
ur stóð hún nákvæmlega á sama stað á Aðal-
járnbrautarstöðinni. Nú var hún lika gjör-
breytt i ytra útliti, rétt eins og hún var brynjuð
hið innra gegn öllu þvi, sem gæti átt eftir að
gerast.
Þeim mun fleiri—sem fram hjá henni fóru,
þeim mun óöruggari varð hún. Kannski hann
færi alls ekki að jafnaði með þessari lest? Eða
hafði hún enn einu sinni, eins og ótalsinnum áð-
ur, séð sýnir, einhverja vitleysu?
En að lokum, einni minútu áður en lestin átti
að fara, kom hann, og hjartað tók kipp i brjósti
hennar. Henni hafði ekki skjátlazt. Þetta var
hann. Hann var með öðrum manni, og þeir töl-
uðu saman i ákafa. Hann hafði ekki tima til
þess að lita i átt til hennar. Og meira að segja
þótt hann hefði gert það hefði hann aldrei þekkt
hana aftur.
Stúlkan, sem þarna stóð og beið var með
slétt, sitt, ljóst hár, ofurlitið liðað að neðan, hún
var með þvertopp og nýtizku gleraugu með
breiðum umgjörðum. Augnskuggarnir og
gerviaugnahárin gerðu lika sitt til þess að
breyta útliti henna. Hún var i blárri jersey-
dragt og röndóttri skyrtu. Hún liktist engu
minna en Helenu þeirri, sem hanii hafði þekkt.
Reyndar hafði hann aldrei þekkt neina Helenu.
Hún hafði skipt um nafn siðar, rétt eins og hann
hlaut að hafa gert.
Hún fór upp i sömu lest og hann, aðeins i
næsta vagn á eftir, og stóð þannig, að hún gæti
fylgzt vel með þvi, hvar hann færi úr lestinni.
Hún varð að biða lengi. Úað var ekki fyrr en i
Österby, sem karlmennirnir tveir fóru úr og
kvöddust en hurfu siðan i sinn hvorn bílinn,
sem beið þeirra á bilastæðinu. Hún sá i hvaða
átt hann hélt, og lagði vel á minnið útlit og
númer bilsins. Það var það eina sem hún gat
gert i bili.
í nánd við stöðina var verzlunarmiðstöð, og
þar sem þetta var föstudagur, voru flestar búð-
irnar opnar fram til klukkan sjö. Hún gekk
hægt og að þvi er virtist rólega fram hjá þess-
um litlu búðum. Engum sem sá hana hefði get-
að dottið i hug, hversu hjarta hennar hamaðist,
og að einungis ein hugsun komst að i huga
hennar. Nú eftir hálfs árs örvæntingu og leit
var hún að nálgast takmark sitt.
Fljótlega rakst hún á Iitlu sportvöruverzlun-
ina, sem að sjálfsögðu var i hverri verzlunar-
miðstöð. Hjól voru óskaplega dýr, svo miklu
dýrari heldur en hún hafði getað látið sér detta
i hug. Samt var hjólið notað. Það var þó með
bremsur og ljós, og hún þurfti á hjólinu að
halda til þess að ná takmarki sinu.
Laugardagurinn og sunnudagurinn voru
hreint viti fyrir Helenu, þar sem hún gat ekkert
gert. Hún fór til Österby báða dagana og hjól-
aði fram og til baka án þess þó að finna mann-
inn eða bilinn, sem hún var að leita að.
Á MÁNUDAGINN fór hún að lesa vinnuaug-
lýsingarnar. Það vildi svo vel til, að hún fann
fljótt auglýsingu, þar sem óskað var eftir vél-
ritunarstúlku hjá leikfangaverksmiðju i öster-
by. Hún hafði allt það til að bera, sem óskað
var eftir, en launin voru ekki há, en samt
hringdi hún og fékk viðtalstima.
Fullorðin koma tók á móti henni og prófaði
hana vandlega bæði i vélritun og hraðritun.
Siðan kipraði hún ofurlitið saman varirnar og
sagði svo: Frökenin getur fengið vinnuna, ef
hún getur byrjað strax þann fyrsta. Lengur
getum við ekki beðið, þar sem daman sem var
hér á undan fór burtu i skyndi til þess að búa á
einshvers konar samyrkjubúi i Hálsingland.
Unga fólkið nú til dags hefur enga ábyrgðartil-
finningu.
Þann fyrsta. Það voru aðeins þrir dagar
þangað til. Helena hefði getað kastað sér um
hálsinn á konunni og sagt, að hún gæti byrjað á
stundinni. Hún hélt þó aftur af sér.
Þegar hún var aftur komin niður i bæinn fór i
Kaupfélagsbúðina og hugðist líta þar á auglýs-
ingatöfluna. Það höfðu verið auglýsingatöflur i
öllum kaupfélagsbúðum, sem hún hafði nokkru
sinni komið inn i. Svo var einnig hér, og mitt i
meðal allra auglýsinganna um týnda ketti,
dagmömmur og ræstingakonur kom hún einnig
auga á eina auglýsingu, þar sem auglýst var til
leigu smáibúð á efri hæð i einbýlishúsi. Hún
skrifaði hjá sér heimilisfangið og náði i hjólið
sitt á jarnbrautarstöðina.
Húsið var nokkuð fyrir utan aðalbæinn, i ró-
legu hverfi, sem áreiðanlega hafði verið inni í
miðjum Österby fyrir nokkrum árum. Þetta
var stórt hús, vel við haldið með bilskúr og
trjágarði. Trjágarðurinn var stór og fallegur,
33