Heimilistíminn - 20.10.1977, Side 37
Þótt kappsamlega hafi verið
unnið að þvi að rifa gömul hús
á Islandi er enn nokkuð eftir af
þeim, og fólk er stöðugt
áhugasamara um að flytja i
þau, hressa þau við og gera
þau upp. 1 þessum gömlu
húsum er viða hátt undir loft,
og jafnvel svo, að mönnum
finnst nóg um. Hér er einföld
hugmynd að þvi, hvernig
lækka má undir loft i forstofu i
gömlu húsi.
Það, sem til þarf, eru tré-
listar, sterkir krókar og
kaðlar, af þeim sverleika, sem
hverjum og einum finnst
henta i sinni forstofu. Festið
listana á vegina i þeirri hæð,
sem ykkur finnst mátuleg, og
þar sem þið viljið að nýja
loftið byrji. Gætið þess, að
nægilegt rúm verði fyrir ljósa-
stæðið fyrir ofan nýja loftið.
Þessu næst skrúfið þið krok-
ana i listana. Þið getið ákveðið
sjálf, hversulangt bil þið viljið
hafa á milli krókanna, og fer
það eftir þvi, hvort þið viljið,
að snærið verði þétt eða gisið i
loftinu. Krókarnir eru skrúf-
aði i listana á langveggjunum,
en með þvi móti að hafa
böndin þvert,virðist stofan
styttri. Ef þið þurfið að láta
hana sýnast lengri, getið þið
skrúfað krókana i endavegg-
ina. Bregðið þessu næst snær-
inu utan um krókana, eins og
sýnt er á myndinni, sem fylgir
með.
Mjög skemmtileg lýsing
kemur i forstofuna, þegar
ljósið skin i gegnum þetta
,,net”. Þið getið annað hvort
málað kaðlana eða haft þá i
náttúrulegum lit, eftir þvi,
hvað við á á hverjum stað.
að ég dey ekki, þótt ég geti ekki sofið. Ef
ég hins vegar halla mér aftur á bak og
slappa af, sofna ég oftast fljótlega.
Louise Dee, sem var ein af þeim fyrstu,
sem tók þátt i Stanford-rannsókninni
segir, að allt hafi þetta gengið upp og nio-
ur til að byrja með. — bað komu ýmis
bakföll. Það leið og minnsta kosti eitt ár,
áður en ég gat með sanni sagt, að þetta
væri farið að bera árangur. Svo gerðist
það, fyrir tveimur árum, að mér varð allt
i einu hugsað — en hvað það er gott að
vera komin i rúmið.
Nú segir hún, að slökunaraðferðirnar
séu orðnar sér ómeðvitaðar: — Flest
kvöld get ég slappað af, án þess að gera
æfingarnar fyrst. Likama minum hefur
lærzt að velta sér upp i rúmið og fara að
sofa. Ef eitthvað kemur fýrir, sem fer i
taugarnar á mér, verð ég að beita þeim
aðferðum, sem ég hef lært, til þess að geta
sofnað.
Coates segir, að svefnvandamál byrji
oft á tiðum á unglingsárunum. I rannsókn
sem gerð hefur verið á nemendum i 11. og
12. bekk, sögðu 13% af þeir svæfu að jafn-
aði illa. 30% sögðust oft sofa illa.
Það er greinilegt, að flestir lita svo á,
sem aðeins sé um timabundið vandamál
að ræða. Það er þó alls ekki vist að svo sé.
Samt sem áður er augljóst, að fljótlegra
er að lækna svefnleysi, ef ráðist er gegn
vandanum timanlega.
.fb.
SD0
sbe
Konan sem stjórnar bílnum
úr baksætinu, likist mannin-
um> sem gefur góö ráð varð-
andi matseldina — við
kvöldverðarborðið.
Það er gott að eiga vini...
þar sem það veldur allt of
mikilli streitu að eyða helg-
inni með fjölskyldunni.
Sá, sem lyktar
lyktar bezt.
minnst/
Stundum þegar kona brosir
meinar hún það.
Litlar stúlkur ættu að læra
að borða morgunmatinn
sinn, annars endar það með
því að þær vaxa upp og likj-
ast einna helzt sýningar-
dömum.
Sá, sem er of finn til þess að
vinna er ekki fínn.
Það er ekki kurteislegt að
sofna á meðan konan manns
er að tala... en á hinn bóginn
er það rétt, að maður verður
að fá einhvern svefn.
Ef þú reykir sigarettuna
þina styttra reykir þú hana
lengur.
37
I