NT


NT - 24.04.1984, Síða 6

NT - 24.04.1984, Síða 6
Þriðjudagur 24. apríE 1984 6 Franskir stórmarkaðseigendur á páskaráðstefnu Alberts: ■ vViðræðurnar eru á frumstigi og það er því erfitt fyrir mig að segja til um hvað muni koma út úr þessari fyrstu heimsókn. En heimsóknirnar verða fleiri og það er víst, að við munum stofna til nánara sambands við einhverja þeirra, sem komu til að kynna vörur sínar hér,“ sagði Pierre Schmit úr viðræðunefnd frönsku stórmarkaðakeðjunnar Euromarché í samtali við NT. Það voru tuttugu íslensk fyrir- tæki sem sýndu framleiðslu sína fulltrúum frönsku stórmarkaða- keðjunnar á Hótel Sögu á föstu- daginn langa, með það í huga að koma íslenskum vörum á neytendamarkað í Frakklandi. Fyrirtækin sýndu aðallega mat- vöru af ýmsu tagi, fisk, lagmeti, kjöt, kökur og sælgæti. Frakkarnir voru að leita að vörum, sem þeir hafa ekki á boðstólum í verslunum sínum og mestan áhuga þeirra vöktu fiskafurðir ýmis konar, svo og avaxtagrautar. Euromarché rekur rúmlega 50 stórmarkaði í Frakklandi, auk verslana víða um heim. Þarna er því um að ræða mjög stóran markað fyrir íslenskar vörur, en á þessu stigi er erfitt að segja til um hvort af samningum verður. Ljóst er þó að hvorir tveggja aðilanna hafa áhuga á að ná saman, og frekari fundahöld eru fyrirhuguð, m.a. í París í júní. Pierre Schmit sagði, að þeir hefðu einkum verið að kanna útflutning á fiski til Frakklands, bæði ferskum fiski og fiski til- reiddum á ýmsan máta. „Við erum að kanna hvort íslenskur iðnaður hefur tök á því að svara kröfum fransks markaðar hvað varðar gæði fisksins, tilreiðslu og verð,“ sagði hann. - Er íslenskur fiskur á sam- keppnisfæru verði miðað við fisk t.d. frá löndum Efnahags- bandalagsins? „Ég tel enga ástæðu til að ætla annað.“ Raymond Grevez innkaupa- stjóri Euromarché sagði, að þeir vildu hafa nána samvinnu við framleiðendur, þannig að varan yrði samkvæmt óskum neytenda og til þess að tilkostnaðurinn yrði sem minnstur, þannig að bæði franski neytandinn og ís- lenskir framleiðendur sæju sér hag í þessum viðskiptum. Aðspurðir sögðust þeir ekki geta sagt til um hversu ntikil viðskipti þarna væri um að ræða. Áður þyrfti að kanna betur verð, flutningskostnað og pökkun fisksins. „Að lokum langar tnig 'til að segja, að það er áhuga og framtaki Alberts Guðmunds- sonarað þakka að þessum fundi var kom- ið á fót og ég tei, að hann muni verða til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf,“ sagði Pierre -“'la>ekin uni;;™ «áttjólaborð •Slonv°rp,hlj ■ Raymond Grevez og Pierre Schmit frá frönsku stórmarkaða- keðjunni Euromarché voru hrifnir af íslenska fiskinum, sem þeir skoðuðu á föstudaginn ianga. NT-mynd Róbert „Kem til með að halda þeim við efnið" COVENT GARDEN HJÓNARUM Til í Ijósgráu og rústrauðu. Falleg hönnun á goðu verð,. Verð kr. 10.519 með dynu Fl habitat Laugavegi 13, sími 25808. segir Albert Guðmundsson ■ Fundurinn með Frökkunum var haldinn að frumkvæði Alberts Guð- mundssonar fjármálaráðherra, sem lagði áherslu á að hann gerði þetta upp á eigin spýtur, en hvorki sem fjármála- ráðherra né franskur ræðismaður. Frakkarnir eru gamlir vinir Alberts og koma m.a. hingað á hverju ári til laxveiða. Mér þótti því rétt að nota þessi persónulegu sambönd mín til að kynna þá fyrir íslenskum aðilum og vita hvort ekki væri hægt að fá þá til að hafa íslenskar vörur á boðstólum í þessum stóra dreifingarhring,“ sagði Albert Guðmundsson í samtali við NT. Albert var spurður hvort það væri honum mikið kappsmál að samningar næðust við þessa frönsku aðila. „Mér er það mikið kappsmál, því að velmegun okkar byggir á því að við seljum afurðir okkar. Það er hægt að koma miklu í gegn með persónulegum samböndum og ég vil hvetja alla íslend- inga, sem þekkja áhrifamenn á ein- hverju svona sviði að biðja þá um að koma hingað og sjá hvað við höfum upp á að bjóða. Það er miklu áhrifameira að fá þessa menn hingað, en að fara út með eitt og eitt sýnishorn.“ - Muntu beita þér frekar í þessu máli? „Þetta eru vinir mínir og ég kem til með að halda þeim við efnið. Þeir hafa tekið ástfóstri við ísland og ég er sannfærður um að þeir muni gera það, sem þeir geta,“ sagði Albert Guð- mundsson. Jeppar á Vatnajökul Komust ekkiá toppinn ■ Fimmtán manna hópur á fimm vel bún- um jeppum lagði til atlögu við Hvannadals- hnúk, hæsta tind íslands, í dymbilvikunni. Ekki tókst ferðalöngunum að ícomast á topp fjallsins, en þeir komust þó hærra en nokkr- um hefur áður tekist að komast á vélknúnu farartæki. Þetta mun vera í annað sinn, sem farin er ferð á jeppabifreiðum upp á jökul. Fyrri ferðin var farin á Langjökul og þar áttu franskir ferðalangar hlut að máli. Mikið um innbrot í bifreiðar ■ Töluvert hefur borið á því undanfarið í höfuðborginni að brotist sé inn í bíla og stolið úr þeim hljómflutningstækjum, talstöðvum og útvörpum. í samtali við NT sagði Helgi Daníelsson rannsóknarlög- reglumaður að í mörgum til- fellum væri um verulegt tjón að ræða. bæði eru tækin oft verðmæt og einnig eru bílarnir skemmdir þegar þeir eru brotnir upp. Þó hefði einnig komið fyrir að bílarnir væru ólæstir. Helgi sagði að ástæða væri til að hvetja bíleigendur til að vera á varðbergi gagnvart þessu háttalagi og sérstaklega að skilja bíla sína ekki eftir óæsta.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.