NT


NT - 24.04.1984, Side 10

NT - 24.04.1984, Side 10
KRISTJflfl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEGI 13. REYKJAVIK. SIMI 25870 Þriðjudagur 24. apríl 1984 10 Hjátrúin bannaði böð og fataskipti ■ Sveit Jóns Hjaltasonar með Islandsbikarinn. Frá vinstri eru Jón Hjaltason, Símon Símonarson, Jón Ásbjörnsson og Horður Arnþórsson en l'óri Sigurðsson vantar á myndina. Þess má geta að Jón Hjaltason gaf þennan farandgrip á sínum tíma og það fór vel á að hans sveit ynni þetta Islandsmót því nú er ekki pláss fyrir fleiri nafnskildi á fæti bikarsins. NT mynd GSH. Sveit Jóns Hjaltasonar vann íslandsbikarinn í bridge: stigið í vlTtÐ I Nokía stígvélum er óhætt að bjóða bleytu og snjó byrgínn. Nokía stígvél eru þrælsterk og þolín, og þau endast von úr vítí. Það er því vít í að kaupa Nokía stígvél. Handunnin gæðavara frá Finnlandi INIOKIA JT ■ „Viðstaddir verða að afsaka hvað við erum illa til hafðir en við erum hjátrúarfullir og þess- vegna var stranglega bannað að fara í bað í inorgun og skipta um föt“, sagði Jón Hjaltason þegar hann tók við íslandsbik- arnum fyrir hönd sveitar sinnar sem varð Islands- meistari í bridge á pá- skadag. Sveit Jóns endaði með 115 stig, 22 stigum fyrir ofan sveit Runólfs Páls- sonar sem varð í öðru sæti með 93 stig. í þriðja sæti varö sveit Þórarins Sig- þórssonar einnig með 93 stig en liafði tapað inn- byrðisleik fyrir sveit Runólfs. Með Jóni Hjalt- asyni spiluðu í sveitinni Hörður Arnþórsson, Símon Símonarson, Jón Ásbjörnsson og Þórir Sig- urðsson. Strax í fyrstu úmferð mótsins voru teikn á lofti um úrslitin þegar sveit Jóns fékk 20 stig meðan sveit Þórarins tapaði 2-18 fyrir sveit Ármanns J. Lár- ussonar en fyrirfram var búist við að keppnin um íslandsmeistaratitilinn yrði milli þessara sveita. Jón hélt síðan forustunni til loka mótsins, tapaði aðeins fyrir sveit Þórarins 13-7. Þrátt fyrir það átti Þórarinn smá möguleika fyrir síðustu umferðina ef hann ynni sinn leik hreint meðan Jón tapaði sínum leik 6-14. Þetta gekk þó ekki eftir þar sem Jón fékk 20 stig í sínum leik en Þórarinn aðeins 12. Run- ólfur vann síðan sinn leik með 20 stigum og komst um leið upp að Þórarni. Flensan sem er að ganga í Reykjavík setti mark sitt á þetta mót og hjó skörð í raðir spilaranna. Á tíma- bili voru tveir spilarar for- fallaðir í sveit Þórarins og Jón Hjaltason þurfti einn- ig sjálfur að láta í minni pokann og lúta í lægra haldi fyrir flensunni á tímabili. Sú sveit sem mesta at- hygli vakti á mótinu var tvímælalaust sveit Ás- gríms Sigurbjörnssonar frá Siglufirði. 1 sveitinni spila 4 bræður og þeir hafa sýnt það áður að þeir eru samkeppnisfærir þó þeir hafi ekki spilað í úrslitum íslandsmótsins fyrr. Eftir fjórar umferðir af 7 hafði sveitin unnið alla sína leiki og var þá í öðru sæti. í þrem síðustu leikjunum þurftu bræðurnir að spila við sveitir Jóns, Runólfs og Þórarins og urðu að sætta sig við stór töp. Sveitin endaði samt sem áður í 5. sæti með 57 stig. „Gæti farið að gjósa á þessu ári“ - segir Ari Trausti Guðmundsson um skjálftavirknina í Grímsvötnum ■ Skjálftavirkni hefur aukist á ný í Gríms- vötnum.\ NT hafði sam- band við Ara Trausta Guðmundsson jarðfræð- ing og fékk hjá honum ýmsar upplýsingar um málið. Ari sagði að upptök skjálftanna hefðu færst í vestur, og skjálftunum hefði fjölgað. Þetta mætti túlka sem svo að kviku- þrýstingur í kvikuhólfi sem þarna væri undir væri að aukast, og gæti það hugsanlega endað með nýju gosi. Yrði það þá á þessu ári. Ekkert væri þó hægt að slá föstu um þetta, kvikuflæðið gæti hætt skyndilega og ekkert meira gerst. Ef færi að gjósa mundi það koma fram sem tíðir smáskjálft- ar. Fylgst cr mcð skjálft- unum,sem eru af stærð- argráðunni 1 til tveir og hálfur á Richter með mælunt við Grímsvötn. Þessir mælar eru sjálfrit- andi og knúnir af rafstöð sem framleiðir rafmagn úr hverahita. Hitanum er breytt með sérstökum varmaskipti í rafmagn, ,sem knýr skjálftamælinn ■ Ari Trausti Guðmundsson og litla sendistöð sem sendir niðurstöðurnar niður í Skaftafell. Athuganir á skjálfta- virkni í kvikuþróm hefur verið að byggjast upp eft- ir Kröfluelda, og er nú fylgst með Kröflu, Grímsvötnum, Kötlu og Heklu, en vandræði hafa verið með Heklumælana sökum tíðra bilana.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.