NT - 24.04.1984, Síða 16
..r”1......
Barbara Bach gaf fúslega
upp kvikmyndaferil sinn til
að gæta bús og barna
■ Hvað kemur til, þegar ung,
fögur og upprennandi kvik-
myndastjarna kastar frá sér
öllum framavonum á hvíta tjald-
inu og gerist einfaldlega hús-
móðir og kona manns síns?
Leikkonan Barbara Bach, sem
m.a. vakti mikla athygli í Bond-
myndinni „The Spy Who Loved
Me“ en giftist síðar Bítlinum
Ringó Starr og dró sig út úr
skarkala kvikmyndaheimsins,
svarar einfaldlega með orðum
eins af hinum sígildu og frægu
lögum Bítlanna: „All You Need
Is Love“.
Á þeim tíma, þegar John
Lennon var myrtur á götu í New
York, bjuggu þau Barbara og
Ringó í Bandaríkjunum og sáu
sér ekki annað fært en að um-
kringja sig með lífvörðum undir
alvæpni, ef það mætti verða til
þess að þau kæmust hjá svipuð-
um örlögum. -Þeim þótti þó,
einsýnt, að þetta væri ekki full-'
nægjandi vörn til lengdar og
Ringo bendir á, að ef ekki er
mögulegt að verja sjálfan for-
seta landsins fyrir tilræðis-
mönnum, sé lítH von til að
almenningur geti verið öruggur
og óhultur. Það varð því að
ráði, að þau fluttust til Englands
og settust að á herrasetri, sem
þegar hafði.verið í eigu Ringos
í mörg ár. Þar telja þau sig
fullvarin með því að halda tvo
stóra varðhunda og gefa þau
fyrirmæli, að enginn skuli koma
í heimsókn án þess að hafa gert
boð á undan sér.
Flutninguririn til Englands
var dýr fjárhagslega, þar sem
Ringo hafði upphaflega yfirgef-
ið heimaslóðirnar af skattaá-
stæðum. Reyndar átti það líka.
þátt í þessari ákvörðun hans, að
hann var um það leyti að skilja
við konu sína, Maureen, sem
hann hafði verið giftur í 10 ár og
átt með 3 börn. Hann setti
stefnuna á Monte Carlo til að
byrja með og gerðist þar ríkis-
borgari og síðar til Bandaríkj-
anna.
Fundum þeirra Ringos og
Barböru bar saman, þegar þau
léku saman í kvikmyndinni The
Caveman. Sú mynd þótti engum
aðstandenda hennar til fram-
dráttar og það .eina góða og
varanlega, sem hún skilur eftir
isig, er hjónaband þeirra Bar-
böru og Ringos, sem sagt er
verða betra með hverju árinu,
sem líður!
í heimili hjá þeim hjónum
eru, auk varðhundanna tveggja,
tvö börn Barböru af fyrra hjóna-
bandi, Francesca 14 ára og Gi-
anni 9 ára. Barbara var í 10 ár
gift ítalska kvikmyndaframleið-
andanum Augusto Gregorini og
bjó þá á Ítalíu. Það þótti henni
merkilegur skóli, enda allar að-
stæður og sjónarmið þar allt
önnur en liún hafði vanist í
uppvextinum í New York. Þar
voru þá uppi alls kyns nýjar
hugmyndir, á ítalskan mæli-
kvarða, til að berjast gegn rót-
gróinni íhaldssemi, hugmyndir,
sem Barbara hafði alltaf vanist
að væru í heiðri hafðar og kom
spánskt fyrir sjónir að væru ekki
álitnar alveg sjálfsagðar.
kom henni þó á óvart, hvað
erfiðlega gekk, og oftast alls
ekki, að hrinda þeim í
framkvæmd.
Það var á Ítalíuárunum, sem
hún tók að hasla sér völl í
kvikmyndum. En sem sagt,
henni var ósárt um þann frama-
feril, miðað við að byggja upp
Ertu orðinn eitthvað verri Hemmi
Nei, ívið betri
■ - Við höfðum samráð um
þessa steliingu ég og hann Burt
Reynolds kunningi rninn, okk-
ur fannst tími til kominn að við
karlarnir létum ekki kvinnurn-
ar um það einar að bjóða af sér
góðan þokka. - Það er Her-
mann nokkur Gunnarsson,
íþrótta-, frétta-, söngva- og
brandarakall sem svarar spurn-
ingunni um það hvort hann sé
orðinn eitthvað verri að láta
• hafa sig útí svona myndatöku.
Myndin sú arna þekur umslag-
ið á fyrstu sólóplötu kappans
sem nú er nýútkomin. - Það
var líka orðin spurning með
þessa fjóra sem aldrei hafa
hneykslast á mér, heldur
Hermann áfram, þetta ætti að
duga í þá. Annars eru þetta
páskabuxur, heiðgular og
skemmtilegar. Það kemur að
vísu ekki alveg nógu skýrt
fram á svarthvítri mynd, en þá
reynir á hugmyndaflugið.
Nútímalistin síðar
- Mér líður bara þrælvel.
þeir hafa verið að pressa á mig
með þetta, Geimsteinsmenn,
síðustu tvö árin. Ég ákvað að
slá þessu bara uppí kæruleysi
og láta slag standa, enda verð-
ur ekki aftur snúið, frekar en
hjáGunnariLangbrókarmanni
forðum. Hermann bætti því
við að platan væri ekki hugsuð
sem einn af þessum milljón
listviðburðum, heldur bara
partýplata eins og þær gerast
geggjaðastar. - Nei ég er ekki
farinnútí að semja lögin sjálfur,
það skellur á síðar og mun þá
ef að líkum lætur flokkast
undir NÚTÍMA-list. Bleeess-
aaðuur.
■ Það mætti halda að þessar
tvær konur byggju hvor á sinni
plánetu, svo ólíkar eru þær og
lífskjör þeirra. Samt er ýmislegt
líkt með þeini og afdrifaríkasta
atvik ævi þeirra beggja er órjúf-
anlega tengt. Þær búa báðar í
New York.
Önnur þeirra er 32ja ára
gömul, venjuleg, útivinnandi
eiginkona, sem býr nú ein í
lítilli íbúð, sem hún deildi áður
með manni sínum. Hin er51 árs
gömul, margmilljónamæringur,
valdamikil og heimsfræg.
Þær eru báðar japanskar og
hvorug þeirra getur hlustað á
plötu með Bítlunum, án þess að
í huga þeirra komi skelfilegasta
augnablik ævi þeirra. Önnur
þeirra var gift frægri rokk-
stjörnu, sem féll fyrir morðingja
hendi, hin er gift morðingjan-
unt. Samúð alls heimsins hefur
beinst að þeirri fyrrnefndu,
Yoko Ono Lennon, ekkju
Johns Lennon. Sú, sem er heim-
inum gleymd og grafin, nema
þeim, sem hafa megnustu
skömm á henni og manni
hennar, er Gloria Chapman,
kona Marks Chapman, óhappa-
mannsins, sem hleypti af ban-
vænum skotum í átrúnaðargoð
sitt í geðveikiskasti.
Konurnar tvær hafa aldrei
hist. En Gloria hefur skrifað
Yoko til að segja henni, að hún
taki þátt í sorg hennar. „Ég
elskaði John líka,“ skrifaði hún.
Yoko fann sig ekki knúna til að
svara og segir einfaldlega: -Ég
er ennþá reið. Ég get ekki
fyrirgefið ennþá.
Gloria hefur ekki í huga að
skilja við mann sinn, sem enga
von hefur um að losna úr fang-
elsi fyrr en í fyrsta lagi árið
2001. Þau skrifast á oft í viku,
en ýmsum eiginkonum fyndist
það ekki fullnægjandi hjóna-
band í 20 ár. Hún hefur hins
vegar tekið þá afstöðu að halda
tryggð við hann, vegna þess,
eins og hún segir: - Þegar ég
kynntist honum, eignaðist ég
ekki bara mann, heldur einnig
frelsandi vin. Það var hann, sem
kynnti mér trúna á Jesúm.
Hvað Mark Chapman snerti,
eignaðist hann ekki einungis
einhverja eiginkonu, heldur lif-
andi sönnun þess, að sitthvað
væri líkt með honum og þeirri
persónu, sem hann dýrkaði
■ Yoko Ono segist nú einungis lifa fyrir son sinn, Sean.
Einnig hefur tekist náið og gott samband með henni og syni
Johns af fyrra hjónabandi, Julian. Það fer sérstaklega vel
á með þeim bræðrum, og það er ósjaldan, sem Sean hringir
í bróður sinn yfír Atlantshafíð og skeytir þá ekkert um,
hvort það er að degi eða nóttu!
mest í lífinu og átti síðan eftir
að ræna lífinu.
Þegar Gloria giftist hægláta
náunganum, sem var vanur að
færa henni kleinuhringi á ferða-
skrifstofuna, þar sem hún vann
á Hawaii, árið 1979, grunaði
hana lítið hvað í vændum var.
Það var ekki fyrr en eftir voðaat-
burðinn í desember 1980, að fór
að renna upp fyrir henni Ijós, að
ekki hafði allt verið með felldu
með hann. Ekki vill hún þó taka
undir það álit verjanda hans í
málaferlunum, að honum hafi
ekki verið ljóst, hvað hann var
að gera sökum geðveiki. - Mark
gerði sér seinna ljóst, hvað hann
hafði gert og fann til sektar,
segir hún. Hannihefur líka sýnt
sektareinkenni í garð konu sinnar
á stundum, vegna þess, hvað
hann hefur á hana lagt. Þá hefur